Oftar gott en ekki Jónas Sen skrifar 26. janúar 2018 10:15 Kammerhópurinn Camerarctica. Tónlist Kammertónleikar Kammermúsíkklúbburinn Camerarctica (Ármann Helgason, Marta Guðrún Halldórsdóttir, Hildigunnur Halldórsdóttir, Bryndís Pálsdóttir, Svava Bernharðsdóttir og Sigurður Halldórsson) flutti verk eftir Mendelssohn, Penderecki og Schönberg. Norðurljósasalur Hörpu Sunnudaginn 21. janúar Ef þér fannst gaman að The Exorcist, The Shining, Shutter Island eða hinni súrrealísku Inland Empire eftir David Lynch, þá ertu aðdáandi frægasta núlifandi tónskálds Pólverja, Krzysztof Penderecki. Tónlistin sem heyrist í þessum ofangreindu kvikmyndum er svo villt og afstrakt, ómstríð og ofsafengin, að hryllingurinn í myndunum magnast upp úr öllu valdi. Penderecki hefur þó róast með árunum. Hann er enn að semja, en tónlist hans nú er talsvert frábrugðin þeirri sem kvikmyndaleikstjórarnir slefuðu yfir. Hann lítur á gömlu tónlistina sína sem strákapör. Víst er að það var enginn hryllingur í Kammermúsíkklúbbnum á sunnudaginn, en þar var Penderecki á dagskránni. Það var kvartett fyrir klarinettu, fiðlu, víólu og selló. Flytjandi var Camerarctica, sem að þessu sinni samanstóð af Ármanni Helgasyni á klarinettu, Hildigunni Halldórsdóttur á fiðlu, Svövu Bernharðsdóttur á víólu og Sigurði Halldórssyni á selló. Tónlistin var innhverf og raðaðist oftar en ekki umhverfis einn, langan liggjandi tón, sem er gamalt trix en svínvirkaði hér. Ljóðræna sveif yfir vötnunum, djúpur skáldskapur, yfirskilvitleg fegurð. Spilamennskan var falleg, innileg og samtaka og maður naut hvers tóns. Ármann klarinettuleikari var í leiðandi hlutverki og leikur hans var hástemmdur og vandvirknislega mótaður. Sama er að segja um strengjaleikarana sem spiluðu af alúð og festu. Capriccio eftir Mendelssohn var líka á dagskránni. Þetta er stutt stykki úr lengri lagaflokki, létt og leikandi, skreytt hrífandi laglínum og fjörlegri raddsetningu. Strengjaleikararnir sem fyrr voru nefndir, auk Bryndísar Pálsdóttur fiðluleikara, spiluðu markvisst og af krafti, útkoman rann ljúflega niður. Laglínurnar öðluðust líf og framvindan var spennandi og skemmtileg. Heldur syrti í álinn eftir hlé. Þá var á dagskránni strengjakvartett nr. 2 eftir Schönberg, sem er afar ómstríður. Hann gerir miklar kröfur til strengjaleikaranna um nákvæmni, því ef hún er ekki fyrir hendi, bjagast tónlistin fljótt. Eftir stendur grautur sem enginn fær skilið. Því miður gerðist þetta stundum á tónleikunum. Spilamennskan var verst í fyrstu en lagaðist sem betur fer eftir því sem á leið. Sumt í tónlistinni var vissulega ágætlega borið fram, mikilúðlegt og sterkt. Falskar nótur voru þó aldrei langt undan og þær skemmdu heildarsvipinn aftur og aftur. Í seinni tveimur köflunum steig Marta Guðrún Halldórsdóttir sópran fram og söng með kvartettinum tvö ljóð eftir Stefan George. Marta söng af öryggi og alveg hreint, af magnaðri sannfæringu fyrir inntaki ljóðanna. Röddin var engu að síður býsna hörð og eftir því óaðlaðandi. Skáldskapurinn í ljóðunum fór því fyrir lítið. Það var leiður endir á tónleikum sem lofuðu svo góðu fyrir hlé. Jónas SenNiðurstaða: Tónleikarnir byrjuðu vel en eftir hlé var of mikið um feilnótur og sópranröddin var óþarflega hvöss. Tónlistargagnrýni Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Tónlist Kammertónleikar Kammermúsíkklúbburinn Camerarctica (Ármann Helgason, Marta Guðrún Halldórsdóttir, Hildigunnur Halldórsdóttir, Bryndís Pálsdóttir, Svava Bernharðsdóttir og Sigurður Halldórsson) flutti verk eftir Mendelssohn, Penderecki og Schönberg. Norðurljósasalur Hörpu Sunnudaginn 21. janúar Ef þér fannst gaman að The Exorcist, The Shining, Shutter Island eða hinni súrrealísku Inland Empire eftir David Lynch, þá ertu aðdáandi frægasta núlifandi tónskálds Pólverja, Krzysztof Penderecki. Tónlistin sem heyrist í þessum ofangreindu kvikmyndum er svo villt og afstrakt, ómstríð og ofsafengin, að hryllingurinn í myndunum magnast upp úr öllu valdi. Penderecki hefur þó róast með árunum. Hann er enn að semja, en tónlist hans nú er talsvert frábrugðin þeirri sem kvikmyndaleikstjórarnir slefuðu yfir. Hann lítur á gömlu tónlistina sína sem strákapör. Víst er að það var enginn hryllingur í Kammermúsíkklúbbnum á sunnudaginn, en þar var Penderecki á dagskránni. Það var kvartett fyrir klarinettu, fiðlu, víólu og selló. Flytjandi var Camerarctica, sem að þessu sinni samanstóð af Ármanni Helgasyni á klarinettu, Hildigunni Halldórsdóttur á fiðlu, Svövu Bernharðsdóttur á víólu og Sigurði Halldórssyni á selló. Tónlistin var innhverf og raðaðist oftar en ekki umhverfis einn, langan liggjandi tón, sem er gamalt trix en svínvirkaði hér. Ljóðræna sveif yfir vötnunum, djúpur skáldskapur, yfirskilvitleg fegurð. Spilamennskan var falleg, innileg og samtaka og maður naut hvers tóns. Ármann klarinettuleikari var í leiðandi hlutverki og leikur hans var hástemmdur og vandvirknislega mótaður. Sama er að segja um strengjaleikarana sem spiluðu af alúð og festu. Capriccio eftir Mendelssohn var líka á dagskránni. Þetta er stutt stykki úr lengri lagaflokki, létt og leikandi, skreytt hrífandi laglínum og fjörlegri raddsetningu. Strengjaleikararnir sem fyrr voru nefndir, auk Bryndísar Pálsdóttur fiðluleikara, spiluðu markvisst og af krafti, útkoman rann ljúflega niður. Laglínurnar öðluðust líf og framvindan var spennandi og skemmtileg. Heldur syrti í álinn eftir hlé. Þá var á dagskránni strengjakvartett nr. 2 eftir Schönberg, sem er afar ómstríður. Hann gerir miklar kröfur til strengjaleikaranna um nákvæmni, því ef hún er ekki fyrir hendi, bjagast tónlistin fljótt. Eftir stendur grautur sem enginn fær skilið. Því miður gerðist þetta stundum á tónleikunum. Spilamennskan var verst í fyrstu en lagaðist sem betur fer eftir því sem á leið. Sumt í tónlistinni var vissulega ágætlega borið fram, mikilúðlegt og sterkt. Falskar nótur voru þó aldrei langt undan og þær skemmdu heildarsvipinn aftur og aftur. Í seinni tveimur köflunum steig Marta Guðrún Halldórsdóttir sópran fram og söng með kvartettinum tvö ljóð eftir Stefan George. Marta söng af öryggi og alveg hreint, af magnaðri sannfæringu fyrir inntaki ljóðanna. Röddin var engu að síður býsna hörð og eftir því óaðlaðandi. Skáldskapurinn í ljóðunum fór því fyrir lítið. Það var leiður endir á tónleikum sem lofuðu svo góðu fyrir hlé. Jónas SenNiðurstaða: Tónleikarnir byrjuðu vel en eftir hlé var of mikið um feilnótur og sópranröddin var óþarflega hvöss.
Tónlistargagnrýni Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira