Skotar vilja fá Heimi og Lars mælir með honum: „Ég er í besta starfi í heimi“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. janúar 2018 09:00 Heimir Hallgrímsson er væntanlega undir smásjá margra liða og landa. vísir/afp Skoska knattspyrnusambandið hefur áhuga á því að fá Heimi Hallgrímsson, landsliðsþjálfara Íslands, sem næsta þjálfara skoska liðsins en skoska sambandið fylgist grannt með málum Eyjamannsins, að því fram kemur í frétt The Times í dag. Malky Mackay, fyrrverandi þjálfari Arons Einars Gunnarssonar hjá Cardiff, er bráðabirgðastjóri skoska landsliðsins sem er annars stjóralaust eftir að Gordon Strachan var látinn fara eftir undankeppni HM. Skotland var fastagestur á HM frá 1974-1998 og komst á sama tíma tvisvar sinnum í lokakeppni HM en liðið hefur ekki komist á stórmót síðan á HM í Frakklandi árið 1998. Heimir Hallgrímsson er búinn að koma Íslandi á tvö stórmót í röð og í A-deild Þjóðadeildarinnar. „Ég er í besta starfi í heimi þessa stundina, en ég er í símaskránni,“ segir Heimir við The Times. „Það væri galið hjá mér að íhuga að skipta um starf á HM-ári. Við erum að fara á HM í fyrsta sinn.“Sá sænski mælir með Heimi. Lars er í dag landsliðsþjálfari Noregs.vísir/vilhelmMorgunblaðið greindi frá því fyrst í morgun að samningaviðræðum Heimis og KSÍ hefur verið frestað í bili en samningur Heimis rennur út eftir HM í Rússlandi. „Öll mín einbeiting fer í að hugsa um Ísland á HM. Ég hef ekki efni á því að vera að hugsa um eitthvað annað. Ég verð að einbeita mér algjörlega að verkefninu. Þetta er bara sálfræði. Ég er 101 prósent að einbeita mér að Íslandi,“ segir Heimir í viðtalinu við The Times. Heimir stýrði ÍBV í Pepsi-deild karla áður en hann varð aðstoðarlandsliðsþjálfari Lars Lagerbäck, síðar samþjálfari og svo aðalþjálfari en hann viðurkennir að gaman sé að honum sé sýndur áhugi. „Ég las eitthvað um þetta en það hefur enginn haft samband við mig. Ég hef haldið einhver námskeið fyrir skoska sambandið og farið á árlega fundi að tala um unglingafótbolta á Íslandi. Skotland og Ísland vinna vel saman en það hefur enginn haft samband,“ segir Heimir. The Times hafði samband við Lars Lagerbäck og spurði hvort Svíinn væri á því að Heimir væri góð ráðning fyrir Skotland. „Þið sjáið bara hvað hann hefur afrekað. Hann væri góður valkostur. Ég mæli með honum,“ segir Lars Lagerbäck. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Samningaviðræður KSÍ og Heimis settar á ís Samningur Heimis Hallgrímssonar rennur út eftir heimsmeistaramótið í Rússlandi. 26. janúar 2018 08:00 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Sjá meira
Skoska knattspyrnusambandið hefur áhuga á því að fá Heimi Hallgrímsson, landsliðsþjálfara Íslands, sem næsta þjálfara skoska liðsins en skoska sambandið fylgist grannt með málum Eyjamannsins, að því fram kemur í frétt The Times í dag. Malky Mackay, fyrrverandi þjálfari Arons Einars Gunnarssonar hjá Cardiff, er bráðabirgðastjóri skoska landsliðsins sem er annars stjóralaust eftir að Gordon Strachan var látinn fara eftir undankeppni HM. Skotland var fastagestur á HM frá 1974-1998 og komst á sama tíma tvisvar sinnum í lokakeppni HM en liðið hefur ekki komist á stórmót síðan á HM í Frakklandi árið 1998. Heimir Hallgrímsson er búinn að koma Íslandi á tvö stórmót í röð og í A-deild Þjóðadeildarinnar. „Ég er í besta starfi í heimi þessa stundina, en ég er í símaskránni,“ segir Heimir við The Times. „Það væri galið hjá mér að íhuga að skipta um starf á HM-ári. Við erum að fara á HM í fyrsta sinn.“Sá sænski mælir með Heimi. Lars er í dag landsliðsþjálfari Noregs.vísir/vilhelmMorgunblaðið greindi frá því fyrst í morgun að samningaviðræðum Heimis og KSÍ hefur verið frestað í bili en samningur Heimis rennur út eftir HM í Rússlandi. „Öll mín einbeiting fer í að hugsa um Ísland á HM. Ég hef ekki efni á því að vera að hugsa um eitthvað annað. Ég verð að einbeita mér algjörlega að verkefninu. Þetta er bara sálfræði. Ég er 101 prósent að einbeita mér að Íslandi,“ segir Heimir í viðtalinu við The Times. Heimir stýrði ÍBV í Pepsi-deild karla áður en hann varð aðstoðarlandsliðsþjálfari Lars Lagerbäck, síðar samþjálfari og svo aðalþjálfari en hann viðurkennir að gaman sé að honum sé sýndur áhugi. „Ég las eitthvað um þetta en það hefur enginn haft samband við mig. Ég hef haldið einhver námskeið fyrir skoska sambandið og farið á árlega fundi að tala um unglingafótbolta á Íslandi. Skotland og Ísland vinna vel saman en það hefur enginn haft samband,“ segir Heimir. The Times hafði samband við Lars Lagerbäck og spurði hvort Svíinn væri á því að Heimir væri góð ráðning fyrir Skotland. „Þið sjáið bara hvað hann hefur afrekað. Hann væri góður valkostur. Ég mæli með honum,“ segir Lars Lagerbäck.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Samningaviðræður KSÍ og Heimis settar á ís Samningur Heimis Hallgrímssonar rennur út eftir heimsmeistaramótið í Rússlandi. 26. janúar 2018 08:00 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Sjá meira
Samningaviðræður KSÍ og Heimis settar á ís Samningur Heimis Hallgrímssonar rennur út eftir heimsmeistaramótið í Rússlandi. 26. janúar 2018 08:00