Kolbeinn í kapphlaupi við að ná síðustu leikjum Íslands fyrir HM-valið Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. janúar 2018 12:15 Kolbeinn á æfingunni í dag. mynd/nantes fc Kolbeinn Sigþórsson er byrjaður að æfa aftur með franska úrvalsdeildarliðinu Nantes en hann getur ekki byrjað að spila fyrr en í fyrsta lagi í lok febrúar en líklega ekki fyrr en í mars. Frá þessu greindi Claudio Ranieri, þjálfari Nantes, á blaðamannafundi í dag en á Twitter-síðu félagsins birtist mynd af Kolbeini á hlaupum með styrktarþjálfara. „Kolbeinn var á æfingunni en hann þarf lengri tíma,“ sagði Ranieri sem var spurður hvort svo færi að Kolbeinn myndi spila leik með Nantes á þessu tímabili. „Það fer eftir því hvort hann komist almennilega af stað. Hann þarf enn þá einn til einn og hálfan mánuð í viðbót áður en hann spilar.“ „Ég vona að þetta gangi upp. Kolbeinn hefur lagt hart að sér til að koma sér í stand en hann á nokkuð langt í land líkamlega sem er eðlilegt,“ sagði Claudio Ranieri. Kolbeinn hefur ekki spilað fótboltaleik síðan í lok ágúst 2016 en hann var lánaður til Galatasary í Tyrklandi undir lok félagaskiptagluggans það sama ár en hann spilaði aldrei fyrir tyrkneska félagið. Íslenska landsliðið á tvo æfingaleik í mars þannig Kolbeinn má væntanlega ekki fara mikið seinna af stað en snemma í þeim mánuði ætli Heimir Hallgrímsson að taka hann með til Bandaríkjanna í leikina á móti Perú og Mexíkó. Það eru síðustu vináttuleikirnir áður en HM-hópurinn verður valinn í maí.Claudio Ranieri : "Voir @KSigthorsson jouer ? Cela dépendra de sa récupération. Mais il a encore besoin d'un mois, un mois et demi." #EAGFCNpic.twitter.com/B7Nt2M8vmJ — FC Nantes (@FCNantes) January 25, 2018 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson er byrjaður að æfa aftur með franska úrvalsdeildarliðinu Nantes en hann getur ekki byrjað að spila fyrr en í fyrsta lagi í lok febrúar en líklega ekki fyrr en í mars. Frá þessu greindi Claudio Ranieri, þjálfari Nantes, á blaðamannafundi í dag en á Twitter-síðu félagsins birtist mynd af Kolbeini á hlaupum með styrktarþjálfara. „Kolbeinn var á æfingunni en hann þarf lengri tíma,“ sagði Ranieri sem var spurður hvort svo færi að Kolbeinn myndi spila leik með Nantes á þessu tímabili. „Það fer eftir því hvort hann komist almennilega af stað. Hann þarf enn þá einn til einn og hálfan mánuð í viðbót áður en hann spilar.“ „Ég vona að þetta gangi upp. Kolbeinn hefur lagt hart að sér til að koma sér í stand en hann á nokkuð langt í land líkamlega sem er eðlilegt,“ sagði Claudio Ranieri. Kolbeinn hefur ekki spilað fótboltaleik síðan í lok ágúst 2016 en hann var lánaður til Galatasary í Tyrklandi undir lok félagaskiptagluggans það sama ár en hann spilaði aldrei fyrir tyrkneska félagið. Íslenska landsliðið á tvo æfingaleik í mars þannig Kolbeinn má væntanlega ekki fara mikið seinna af stað en snemma í þeim mánuði ætli Heimir Hallgrímsson að taka hann með til Bandaríkjanna í leikina á móti Perú og Mexíkó. Það eru síðustu vináttuleikirnir áður en HM-hópurinn verður valinn í maí.Claudio Ranieri : "Voir @KSigthorsson jouer ? Cela dépendra de sa récupération. Mais il a encore besoin d'un mois, un mois et demi." #EAGFCNpic.twitter.com/B7Nt2M8vmJ — FC Nantes (@FCNantes) January 25, 2018
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira