Spilum oft best gegn þeim bestu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. janúar 2018 06:00 Íslensku strákarnir mæta Belgum og Svisslendingum í Þjóðadeildinni. vísir/anton „Við vissum alltaf að við myndum mæta góðum þjóðum. Þetta er niðurstaðan og okkur líst bara vel á hana,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, í samtali við Fréttablaðið eftir að dregið var í Þjóðadeild UEFA í gær. Heimir var viðstaddur dráttinn í Lausanne í Sviss. Ísland er í A-deild Þjóðadeildarinnar og dróst í riðil með Belgíu og Sviss. Leikið verður heima og að heiman og fara leikirnir fram næsta haust. „Við getum strítt báðum þessum þjóðum og við höfum sýnt að við spilum oft betur á móti bestu þjóðunum. Þetta er gott tækifæri til að halda áfram að bæta okkur sem landslið,“ sagði Heimir. Andstæðingar Íslands á þessu ári eru engir aumingjar. Í mars mætir íslenska liðið Perú og Mexíkó í vináttulandsleikjum í Bandaríkjunum og á HM mæta okkar menn Argentínu, Króatíu og Nígeríu. „Þetta verður geggjað fótboltaár fyrir okkur. Alvöru lið vilja spila við þau bestu,“ sagði Heimir. Sigurvegarar riðlanna fjögurra í A-deild Þjóðadeildarinnar komast í úrslitakeppni sem fer fram í júní 2019. Liðin sem lenda í þriðja og neðsta sæti riðlanna fjögurra falla hins vegar niður í B-deild. Sæti þeirra taka sigurvegarar riðlanna fjögurra í B-deild. Þjóðadeildin er einnig samtvinnuð undankeppni EM 2020 eins og sjá má á skýringarmyndinni hér fyrir neðan. Heimir er spenntur fyrir þessari nýju keppni sem hefur verið nokkur ár í burðarliðnum. Markmiðið með Þjóðadeildinni er að fjölga alvöru keppnisleikjum og fækka þýðingarlausum vináttulandsleikjum. „Þótt við séum vinsælir núna hefur Íslandi oft gengið erfiðlega að fá vináttulandsleiki. Ég hef rætt við þjálfara stærri og minna þjóða og mér finnst almennt allir vera ánægðir með þessa nýju keppni,“ sagði Heimir. Eyjamaðurinn viðurkennir að með tilkomu Þjóðadeildarinnar sé minna svigrúm til að prófa nýja leikmenn í landsleikjum. „Við vissum það fyrir löngu síðan að þessum vináttulandsleikjum, þar sem þú getur gert tilraunir, myndi fækka. Í Þjóðadeildinni skiptir hver einasti leikur gríðarlega miklu máli,“ sagði Heimir. „Fyrsta verkefnið er að halda okkur í A-deildinni og vera þannig í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í undankeppni EM. Þá forðast þú að spila við stærstu liðin. Það er svo mikið í húfi.“ Heimir segir undirbúninginn fyrir HM ganga vel. „Við erum að undirbúa mars-leikina og þegar það er búið klárum við leikina sem við ætlum að spila í byrjun júní. Það er langt komið.“grafík/fréttablaðið EM 2020 í fótbolta Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
„Við vissum alltaf að við myndum mæta góðum þjóðum. Þetta er niðurstaðan og okkur líst bara vel á hana,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, í samtali við Fréttablaðið eftir að dregið var í Þjóðadeild UEFA í gær. Heimir var viðstaddur dráttinn í Lausanne í Sviss. Ísland er í A-deild Þjóðadeildarinnar og dróst í riðil með Belgíu og Sviss. Leikið verður heima og að heiman og fara leikirnir fram næsta haust. „Við getum strítt báðum þessum þjóðum og við höfum sýnt að við spilum oft betur á móti bestu þjóðunum. Þetta er gott tækifæri til að halda áfram að bæta okkur sem landslið,“ sagði Heimir. Andstæðingar Íslands á þessu ári eru engir aumingjar. Í mars mætir íslenska liðið Perú og Mexíkó í vináttulandsleikjum í Bandaríkjunum og á HM mæta okkar menn Argentínu, Króatíu og Nígeríu. „Þetta verður geggjað fótboltaár fyrir okkur. Alvöru lið vilja spila við þau bestu,“ sagði Heimir. Sigurvegarar riðlanna fjögurra í A-deild Þjóðadeildarinnar komast í úrslitakeppni sem fer fram í júní 2019. Liðin sem lenda í þriðja og neðsta sæti riðlanna fjögurra falla hins vegar niður í B-deild. Sæti þeirra taka sigurvegarar riðlanna fjögurra í B-deild. Þjóðadeildin er einnig samtvinnuð undankeppni EM 2020 eins og sjá má á skýringarmyndinni hér fyrir neðan. Heimir er spenntur fyrir þessari nýju keppni sem hefur verið nokkur ár í burðarliðnum. Markmiðið með Þjóðadeildinni er að fjölga alvöru keppnisleikjum og fækka þýðingarlausum vináttulandsleikjum. „Þótt við séum vinsælir núna hefur Íslandi oft gengið erfiðlega að fá vináttulandsleiki. Ég hef rætt við þjálfara stærri og minna þjóða og mér finnst almennt allir vera ánægðir með þessa nýju keppni,“ sagði Heimir. Eyjamaðurinn viðurkennir að með tilkomu Þjóðadeildarinnar sé minna svigrúm til að prófa nýja leikmenn í landsleikjum. „Við vissum það fyrir löngu síðan að þessum vináttulandsleikjum, þar sem þú getur gert tilraunir, myndi fækka. Í Þjóðadeildinni skiptir hver einasti leikur gríðarlega miklu máli,“ sagði Heimir. „Fyrsta verkefnið er að halda okkur í A-deildinni og vera þannig í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í undankeppni EM. Þá forðast þú að spila við stærstu liðin. Það er svo mikið í húfi.“ Heimir segir undirbúninginn fyrir HM ganga vel. „Við erum að undirbúa mars-leikina og þegar það er búið klárum við leikina sem við ætlum að spila í byrjun júní. Það er langt komið.“grafík/fréttablaðið
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira