Þjálfarinn sem áreitti Hólmfríði kynferðislega heldur starfinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. janúar 2018 08:45 Hólmfríður Magnúsdóttir kom upp um þjálfarann. vísir/stefán Norski fótboltaþjálfarinn sem áreitti íslensku landsliðskonuna Hólmfríði Magnúsdóttur kynferðislega verður ekki rekinn úr núverandi þjálfarastarfi sínu en þetta kemur fram í frétt norska blaðsins Verdens Gang. Mál Hólmfríðar tengist fyrra starfi Norðmannsins og ætlar núverandi vinnuveitandi hans að halda honum í starfi þrátt fyrir að vita hvað hann hefur gert af sér. Í skriflegu svari til VG segir formaður fótboltafélagsins þar sem hann starfar núna að málið hafi verið rætt á stjórnarfundi þar sem einhugur ríkti um að grípa ekki til aðgerða. Sagt er að ekki hafi verið kvartað yfir honum í núverandi starfi. Hólmfríður, sem spilað hefur ríflega 100 landsleiki fyrir Ísland og farið á þrjú stórmót, er ein 62 íþróttakvenna sem sagði sögu sína í tengslum við herferðina #meetoo þegar að íþróttakonur birtu sögur sínar í síðustu viku. Þjálfarinn sem um ræðir lagði Hólmfríði í einelti, öskraði á hana á æfingum en þess á milli hringt og sent skilaboð. Hann hafi ítrekað óskað eftir því að hitta hana og heimsækja. Hann sendi Hólmfríði einnig óviðeigandi myndir og myndbönd af sjálfum sér. Hún segir einnig frá afar óviðeigandi hegðun hans eftir að hann hafði hringt í hana á föstudegi. „Ég vill ekki halda of lengi utan um þig, þá verð ég graður,“ sagði þjálfarinn meðal annars við íslensku landsliðskonuna en frétt um sögu Hólmfríðar má lesa hérna. Hólmfríður fór að taka upp símtöl frá þjálfaranum og sendi á stjórn þáverandi félags. Það varð til þess að hann var rekinn en þessi umræddi þjálfari hefur þjálfað 17 lið í Noregi og aldrei haldist í vinnu lengur en hálft annað ár. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00 Frásögn Hólmfríðar orðin að fréttamáli í Noregi Íslenska landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir staðfesti í gær að hún ætti eina af frásögnuum 62 sem birtust þegar íþróttakonur á Íslandi sendu frá sér yfirlýsingu í tengslum við MeToo umræðuna. 12. janúar 2018 09:00 Hólmfríður var áreitt í Noregi: Þjálfarinn sagðist vera heima með hann beinstífan Hólmfríður Magnúsdóttir greindi frá raunum sínum í Noregi þegar MeToo-sögur íslenskra íþróttakvenna voru birtar í dag. 11. janúar 2018 17:00 Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Körfubolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Íslenski boltinn Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir Fær enn morðhótanir daglega Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Sjá meira
Norski fótboltaþjálfarinn sem áreitti íslensku landsliðskonuna Hólmfríði Magnúsdóttur kynferðislega verður ekki rekinn úr núverandi þjálfarastarfi sínu en þetta kemur fram í frétt norska blaðsins Verdens Gang. Mál Hólmfríðar tengist fyrra starfi Norðmannsins og ætlar núverandi vinnuveitandi hans að halda honum í starfi þrátt fyrir að vita hvað hann hefur gert af sér. Í skriflegu svari til VG segir formaður fótboltafélagsins þar sem hann starfar núna að málið hafi verið rætt á stjórnarfundi þar sem einhugur ríkti um að grípa ekki til aðgerða. Sagt er að ekki hafi verið kvartað yfir honum í núverandi starfi. Hólmfríður, sem spilað hefur ríflega 100 landsleiki fyrir Ísland og farið á þrjú stórmót, er ein 62 íþróttakvenna sem sagði sögu sína í tengslum við herferðina #meetoo þegar að íþróttakonur birtu sögur sínar í síðustu viku. Þjálfarinn sem um ræðir lagði Hólmfríði í einelti, öskraði á hana á æfingum en þess á milli hringt og sent skilaboð. Hann hafi ítrekað óskað eftir því að hitta hana og heimsækja. Hann sendi Hólmfríði einnig óviðeigandi myndir og myndbönd af sjálfum sér. Hún segir einnig frá afar óviðeigandi hegðun hans eftir að hann hafði hringt í hana á föstudegi. „Ég vill ekki halda of lengi utan um þig, þá verð ég graður,“ sagði þjálfarinn meðal annars við íslensku landsliðskonuna en frétt um sögu Hólmfríðar má lesa hérna. Hólmfríður fór að taka upp símtöl frá þjálfaranum og sendi á stjórn þáverandi félags. Það varð til þess að hann var rekinn en þessi umræddi þjálfari hefur þjálfað 17 lið í Noregi og aldrei haldist í vinnu lengur en hálft annað ár.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00 Frásögn Hólmfríðar orðin að fréttamáli í Noregi Íslenska landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir staðfesti í gær að hún ætti eina af frásögnuum 62 sem birtust þegar íþróttakonur á Íslandi sendu frá sér yfirlýsingu í tengslum við MeToo umræðuna. 12. janúar 2018 09:00 Hólmfríður var áreitt í Noregi: Þjálfarinn sagðist vera heima með hann beinstífan Hólmfríður Magnúsdóttir greindi frá raunum sínum í Noregi þegar MeToo-sögur íslenskra íþróttakvenna voru birtar í dag. 11. janúar 2018 17:00 Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Körfubolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Íslenski boltinn Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir Fær enn morðhótanir daglega Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Sjá meira
Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00
Frásögn Hólmfríðar orðin að fréttamáli í Noregi Íslenska landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir staðfesti í gær að hún ætti eina af frásögnuum 62 sem birtust þegar íþróttakonur á Íslandi sendu frá sér yfirlýsingu í tengslum við MeToo umræðuna. 12. janúar 2018 09:00
Hólmfríður var áreitt í Noregi: Þjálfarinn sagðist vera heima með hann beinstífan Hólmfríður Magnúsdóttir greindi frá raunum sínum í Noregi þegar MeToo-sögur íslenskra íþróttakvenna voru birtar í dag. 11. janúar 2018 17:00