Breski leikarinn Idris Elba er þeirrar skoðunar að njósnarinn James Bond eigi að vera leikinn af annað hvort svörtum leikara eða leikkonu.
Elba var lengi vel orðaður við hlutverk njósnara hennar hátignar en orðrómurinn var orðinn það hávær og hann þurfti ítrekað að neita fyrir að hafa tekið að sér hlutverkið.
Í viðtali við Variety sem birtist nýverið segist Elba vera þeirrar skoðunar að þeir sem framleiða James Bond-myndirnar eiga að fara líta í kringum sig og sjá að njósnarinn þarf ekki alltaf að vera hvítur karl.
„Hann gæti verið kona. Hann gæti verið svört kona. Hann gæti líka verið hvít kona. Ég held að margir yrðu glaðir að heyra af því að fara eigi með þessa persónu í aðra átt,“ sagði Elba.
Þeir sem eru þó að bíða eftir einhverju nýju þegar kemur að James Bond þurfa þó að bíða ögn lengur því Daniel Craig á eina mynd eftir sem njósnarinn ódauðlegi.
Vill svartan leikara eða leikkonu í hlutverk Bond

Tengdar fréttir

Gillian Anderson er klár í Bond hlutverkið: "Bond, Jane Bond“
Leikkonan Gillian Anderson er tilbúin að taka að sér að leika Bond og vera þá fyrsti kvenkyns Bond-inn í sögunni. Þetta segir hún á Twitter og birtir með færslunni mynd af sér sem Bond og skrifar með; "Bond, Jane Bond.“

Roger Moore: James Bond á aldrei að vera svartur, samkynhneigður eða kona
Mikil umræða hefur verið undanfarna mánuði um það hver eigi að leysa Daniel Craig af sem næsti James Bond.