Ásgeir Helgi Jóhannsson héraðsdómslögmaður hefur bæst í eigendahóp Atlas lögmanna.
Í tilkynningu frá stofunni kemur fram að Ásgeir Helgi hafi lokið embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands í október 2005 og öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi árið 2007.
„Ásgeir hefur undanfarin 7 ár starfað sem lögmaður og deildarstjóri á lögfræðisviði Landsbankans hf., auk þessa að sitja í stjórn Auðkenni ehf, áður starfaði hann sem lögmaður á Akureyri m.a. hjá Regula lögmannsstofu og LEX lögmannsstofu.
Ásgeir Helgi hefur undanfarin ár unnið að verkefnum tengdum rafrænum viðskiptum og upplýsingatæknirétti, samninga- og kröfurétti, fjármála- og félagarétti. Auk þess er hann virkur meðlimur í Karlakórnum Esju,“ segir í tilkynningunni.
Ásgeir Helgi nýr eigandi hjá Atlas lögmönnum
Atli Ísleifsson skrifar

Mest lesið

Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís
Viðskipti innlent

Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu
Viðskipti innlent


Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli
Viðskipti innlent

Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar
Viðskipti innlent

Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld
Viðskipti innlent

Þau vilja stýra ÁTVR
Viðskipti innlent

Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja
Viðskipti erlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu
Viðskipti innlent