Þunglyndi háskólaneminn Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. janúar 2018 07:00 Um þriðjungur háskólanema hér á landi mælist með þunglyndi. Þetta kom fram í niðurstöðum rannsóknar á geðheilsu nemenda við HÍ, HR og HA. „Svolítið sláandi,“ sagði einn rannsakenda í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás 2 í vikunni. Nú er ég sjálf háskólanemi og hef auk þess setið nær óslitið á skólabekk síðan árið 1999 – og þegar ég hugsa út í það finnst mér þessar nýútgefnu tölur kannski ekkert sérstaklega sláandi. Þegar ég var í menntaskóla tókum við í eðlisfræðideildinni munnlegt stúdentspróf í stærðfræði. Á hverju ári brotnaði a.m.k. einn nemandi niður í prófinu, það var viðtekið, og við spáðum mikið í það hver sá yrði innan okkar raða. Kvíðinn hélt fyrir okkur vöku. Í íslensku og sögu las maður svo um ungu mennina sem lögðu stund á fræðin í Lærða skólanum og Kaupmannahöfn og þeir voru allir bláfátækir berklasjúklingar og blússandi þunglyndir. Þessar frásagnir voru alltaf hjúpaðar dýrðarljóma. Algjör, þrúgandi vansæld á námsárum virtist þörf og rómantísk manndómsvígsla. Og við vorum öll Kristján fjallaskáld og kvíðahnútarnir grasseruðu í maganum. Einu sinni kom ég heim eftir lokapróf í eðlisfræði og grét með ekkasogum allan eftirmiðdaginn vegna þess að ég var svo hrædd um að hafa fallið. Svo byrjar maður í háskóla og þá tekur sama, gamla, meingallaða kerfið á móti manni. Nema nú þarf líka að glíma við LÍN, sligandi fjárhagsáhyggjur og stjórnvöld í baklás. Enginn sálfræðingur á vakt og úrræðin eru loforð í fjarlægri framtíð. Þarf ekki að ráðast strax í alvarlegar aðgerðir? Grundvallarbreytingar hér og nú? Vegna þess að kvíðaköst, ekkasog og óviðráðanlegar efasemdir eiga ekki að vera eðlilegur fylgifiskur skólagöngu. Þriðjungur á ekki að þurfa að vera þunglyndur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun
Um þriðjungur háskólanema hér á landi mælist með þunglyndi. Þetta kom fram í niðurstöðum rannsóknar á geðheilsu nemenda við HÍ, HR og HA. „Svolítið sláandi,“ sagði einn rannsakenda í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás 2 í vikunni. Nú er ég sjálf háskólanemi og hef auk þess setið nær óslitið á skólabekk síðan árið 1999 – og þegar ég hugsa út í það finnst mér þessar nýútgefnu tölur kannski ekkert sérstaklega sláandi. Þegar ég var í menntaskóla tókum við í eðlisfræðideildinni munnlegt stúdentspróf í stærðfræði. Á hverju ári brotnaði a.m.k. einn nemandi niður í prófinu, það var viðtekið, og við spáðum mikið í það hver sá yrði innan okkar raða. Kvíðinn hélt fyrir okkur vöku. Í íslensku og sögu las maður svo um ungu mennina sem lögðu stund á fræðin í Lærða skólanum og Kaupmannahöfn og þeir voru allir bláfátækir berklasjúklingar og blússandi þunglyndir. Þessar frásagnir voru alltaf hjúpaðar dýrðarljóma. Algjör, þrúgandi vansæld á námsárum virtist þörf og rómantísk manndómsvígsla. Og við vorum öll Kristján fjallaskáld og kvíðahnútarnir grasseruðu í maganum. Einu sinni kom ég heim eftir lokapróf í eðlisfræði og grét með ekkasogum allan eftirmiðdaginn vegna þess að ég var svo hrædd um að hafa fallið. Svo byrjar maður í háskóla og þá tekur sama, gamla, meingallaða kerfið á móti manni. Nema nú þarf líka að glíma við LÍN, sligandi fjárhagsáhyggjur og stjórnvöld í baklás. Enginn sálfræðingur á vakt og úrræðin eru loforð í fjarlægri framtíð. Þarf ekki að ráðast strax í alvarlegar aðgerðir? Grundvallarbreytingar hér og nú? Vegna þess að kvíðaköst, ekkasog og óviðráðanlegar efasemdir eiga ekki að vera eðlilegur fylgifiskur skólagöngu. Þriðjungur á ekki að þurfa að vera þunglyndur.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun