Þessi fjarlægð er nauðsynleg og gefur mér frelsi Magnús Guðmundsson skrifar 8. febrúar 2018 13:00 "Þetta arkíf sem ég er að vinna úr er miklu stærra en það sem ég er að sýna hér,“ segir Orri um sýninguna í Gallery i8 í dag. Vísir/Anton Brink Það verður að segjast að ég fór óvenjulega inn í ljósmyndun. Ég lærði ljósmyndun vitandi að ég myndi aldrei vinna sem ljósmyndari. Mig langaði bara til þess að ná tökum á miðlinum og geta notað hann fyrir sjálfan mig og þess vegna hef ég svona unnið meira í öðru eins og tónlist, upptökum og öðru,“ segir Orri Jónsson sem í dag opnar sýningu á ljósmyndaverkum í Gallery i8. Orri lauk BFA-gráðu frá School of Visual Arts árið 1996 og hefur síðan haldið einkasýningar, tekið þátt í samsýningum og árið 2011 kom út hjá Steidl bókin Interiors með myndum af hverfandi eyðibýlum á Íslandi, en bók með þeim verkum sem Orri sýnir nú er áætluð á næsta ári. Orri er einnig starfandi sem tónlistarmaður, helmingur tvíeykisins Slowblow auk þess að hafa samið og útsett tónlist við allar myndir leikstjórans Dags Kára.Sjálfsprottinn efniviður Orra er því greinilega margt til lista lagt og hann segir að ljósmyndina hafi hann alltaf viljað hafa fyrir sjálfan sig. Aðspurður tekur hann þó fram að þetta hafi vissulega ekki verið hugsað til þess að mynda fyrir fjölskyldualbúmið. „Þetta sem ég er að sýna núna eru reyndar ekki myndir sem ég tók með það fyrir augum að sýna þær. Þetta er ákveðinn sjálfsprottinn efniviður sem ég fór að vinna úr fyrir tveimur árum og setja saman. En undanfarin ár hefur kraumað í undirmeðvitundinni að mig langaði til þess að gera eitthvað með þetta en þetta var aldrei eitthvert ákveðið verkefni sem ég var að ljósmynda eða eitthvað slíkt.“ Myndirnar sem Orri er að sýna í i8 spanna tæplega þriggja áratuga fjölskyldusögu ljósmyndarans en hann segir að þessar myndir hafi verið teknar af einskærri forvitni og löngun til að taka myndir. „En ég er svo að sjá alls konar tengingar eftir á og að myndirnar eru að tala við hver aðra jafnvel áratugum síðar. Það er hins vegar fyrst núna sem ég er að búa til einhvers konar verk úr þessum efnivið.“Orri Jónsson, Eyja, Toronto 2006.Fjarlægðin frelsar Tíminn virðist vera sterkt afl í heildarverki Orra sem segir að tíminn sé fyrir honum í það minnsta margræður. „Ég held að tíminn sé mjög persónulegur hverjum og einum, hvernig við upplifum og umgöngumst þetta óljósa hugtak sem tíminn er. Þetta er alls ekki einfaldur línulegur tími og það hefði verið mög einfalt að gera þetta einhvern veginn þannig en þar með hefði ég jarðað, að því mér finnst, forvitnilega nálgun og fleiri sjónarhorn á tímann.“ Orri segist hugsa þetta frekar út frá tilfinningalegri upplifun. „Þannig er það reyndar með ljósmyndun fyrir mér yfir höfuð – hún er mjög tilfinningaleg. Þess vegna hef ég aldrei getað unnið ljósmyndun út frá verkefnanálgun eða öðru slíku. Ég hef frekar notað hana sem tæki til þess að forvitnast og bregðast við lífinu. Til þess að læra á aðstæður og spegla hluti og geta svo horft á þá úr fjarlægð.“ Kemurðu aftur og aftur að þessum myndum? Nálgast þær jafnvel eins og einhvers konar dagbókarskrif? „Að því leyti sem þetta er persónulegt. Þegar ég nálgast þær sem skráningu á mínu lífi en núna er stór hluti af þessum myndum orðinn það gamall og ég búinn að vera að hræra í þessari úrvinnslu í það langan tíma að mér finnst ég nú orðinn frjáls til þess að nálgast myndirnar meira utan frá. Ég er ekki hlekkjaður við tilfinningalegar tengingar lengur. Ég er frjálsari til þess að nota þær og leika mér meira en áður var. Þessi fjarlægð er nauðsynleg og gefur mér ákveðið frelsi.“Myndirnar sem Orri er að sýna í i8 spanna tæplega þriggja áratuga fjölskyldusögu.Vísir/Anton BrinkHættulegt ferli Aðspurður um það hvort það sé einhver strengur á milli þess hvernig hann nálgast myndlist og önnur listform sem hann fæst við segir Orri hugsi að það felist kannski helst í ákveðnu yfirborði. „Ég sæki í að vinna með analog miðla frekar en í tölvu. Ég hef reynt að átta mig á því í gegnum tíðina af hverju þetta er því ég hef gert að því margar atlögur að vinna stafrænt. Stundum virkar það en oftar en ekki þá sæki ég í að vinna á filmu og taka upp á teip og gera hlutina þannig og ég held að þetta snúist um tímann. Þegar maður er að taka upp á teip eða vinna á filmu getur maður ekki hliðrað tímanum eins og maður getur gert í tölvu og þá hættir það að vera skrásetning á performans í tíma. Þessi stafræna tækni snuðar okkur um þessa upplifun. Á þessari sýningu eru örfáar litmyndir sem ég tók á filmu eins og annað en svo skannaði ég þær inn og vann þær í tölvu. Það var í senn spennandi og hættulegt ferli fyrir mig vegna þess að þá fer maður að gera allt aðra hluti. Þegar maður vinnur mynd á skjánum hefur maður tilhneigingu til þess að vilja hafa hana tandurhreina en á meðan þú vinnur með filmu í stækkara ertu alltaf að vinna með ljós í tíma og afurðin verður önnur. Úr tölvunni kemur „tæknilega fullkomið prent“ en fyrir mín augu er það tilfinningalega snautt.“Nýtt í hvert sinn Orri segir að allt fólk sem birtist á myndunum sé kona hans og börn en að mannamyndunum sé blandað saman við landslags- og borgarmyndir og jafnvel meira abstrakt. „Þetta er einhver viðleitni til þess að búa til tengingar og hughrif sem eru stærri en fjölskyldualbúm.“ En lítur þú á þetta sjálfur sem heildstætt verk? „Já, en líka eitthvað sem er lifandi og óklárað. Ég er ekki að gera upp verk á þessari sýningu og setja einhvern punkt. Það sem mér finnst spennandi við þennan efnivið er hvað hann er lifandi og alltaf að breytast. Þetta arkíf sem ég er að vinna úr er miklu stærra en það sem ég er að sýna hér og ég ímynda mér að þegar ég sýni þetta annars staðar þá muni ég í hvert eitt skipti nálgast þetta upp á nýtt og geta gert mismunandi hluti úr þessum efnivið. Auk þess sem ósjálfrátt bætist við eftir því sem árin líða, þannig að þetta er lifandi efniviður.“ Er þetta innlit í hugarheim Orra Jónssonar? „Já, algjörlega. Kannski er þetta að einhverju leyti ég að spegla sjálfan mig í fjölskyldunni minni.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Það verður að segjast að ég fór óvenjulega inn í ljósmyndun. Ég lærði ljósmyndun vitandi að ég myndi aldrei vinna sem ljósmyndari. Mig langaði bara til þess að ná tökum á miðlinum og geta notað hann fyrir sjálfan mig og þess vegna hef ég svona unnið meira í öðru eins og tónlist, upptökum og öðru,“ segir Orri Jónsson sem í dag opnar sýningu á ljósmyndaverkum í Gallery i8. Orri lauk BFA-gráðu frá School of Visual Arts árið 1996 og hefur síðan haldið einkasýningar, tekið þátt í samsýningum og árið 2011 kom út hjá Steidl bókin Interiors með myndum af hverfandi eyðibýlum á Íslandi, en bók með þeim verkum sem Orri sýnir nú er áætluð á næsta ári. Orri er einnig starfandi sem tónlistarmaður, helmingur tvíeykisins Slowblow auk þess að hafa samið og útsett tónlist við allar myndir leikstjórans Dags Kára.Sjálfsprottinn efniviður Orra er því greinilega margt til lista lagt og hann segir að ljósmyndina hafi hann alltaf viljað hafa fyrir sjálfan sig. Aðspurður tekur hann þó fram að þetta hafi vissulega ekki verið hugsað til þess að mynda fyrir fjölskyldualbúmið. „Þetta sem ég er að sýna núna eru reyndar ekki myndir sem ég tók með það fyrir augum að sýna þær. Þetta er ákveðinn sjálfsprottinn efniviður sem ég fór að vinna úr fyrir tveimur árum og setja saman. En undanfarin ár hefur kraumað í undirmeðvitundinni að mig langaði til þess að gera eitthvað með þetta en þetta var aldrei eitthvert ákveðið verkefni sem ég var að ljósmynda eða eitthvað slíkt.“ Myndirnar sem Orri er að sýna í i8 spanna tæplega þriggja áratuga fjölskyldusögu ljósmyndarans en hann segir að þessar myndir hafi verið teknar af einskærri forvitni og löngun til að taka myndir. „En ég er svo að sjá alls konar tengingar eftir á og að myndirnar eru að tala við hver aðra jafnvel áratugum síðar. Það er hins vegar fyrst núna sem ég er að búa til einhvers konar verk úr þessum efnivið.“Orri Jónsson, Eyja, Toronto 2006.Fjarlægðin frelsar Tíminn virðist vera sterkt afl í heildarverki Orra sem segir að tíminn sé fyrir honum í það minnsta margræður. „Ég held að tíminn sé mjög persónulegur hverjum og einum, hvernig við upplifum og umgöngumst þetta óljósa hugtak sem tíminn er. Þetta er alls ekki einfaldur línulegur tími og það hefði verið mög einfalt að gera þetta einhvern veginn þannig en þar með hefði ég jarðað, að því mér finnst, forvitnilega nálgun og fleiri sjónarhorn á tímann.“ Orri segist hugsa þetta frekar út frá tilfinningalegri upplifun. „Þannig er það reyndar með ljósmyndun fyrir mér yfir höfuð – hún er mjög tilfinningaleg. Þess vegna hef ég aldrei getað unnið ljósmyndun út frá verkefnanálgun eða öðru slíku. Ég hef frekar notað hana sem tæki til þess að forvitnast og bregðast við lífinu. Til þess að læra á aðstæður og spegla hluti og geta svo horft á þá úr fjarlægð.“ Kemurðu aftur og aftur að þessum myndum? Nálgast þær jafnvel eins og einhvers konar dagbókarskrif? „Að því leyti sem þetta er persónulegt. Þegar ég nálgast þær sem skráningu á mínu lífi en núna er stór hluti af þessum myndum orðinn það gamall og ég búinn að vera að hræra í þessari úrvinnslu í það langan tíma að mér finnst ég nú orðinn frjáls til þess að nálgast myndirnar meira utan frá. Ég er ekki hlekkjaður við tilfinningalegar tengingar lengur. Ég er frjálsari til þess að nota þær og leika mér meira en áður var. Þessi fjarlægð er nauðsynleg og gefur mér ákveðið frelsi.“Myndirnar sem Orri er að sýna í i8 spanna tæplega þriggja áratuga fjölskyldusögu.Vísir/Anton BrinkHættulegt ferli Aðspurður um það hvort það sé einhver strengur á milli þess hvernig hann nálgast myndlist og önnur listform sem hann fæst við segir Orri hugsi að það felist kannski helst í ákveðnu yfirborði. „Ég sæki í að vinna með analog miðla frekar en í tölvu. Ég hef reynt að átta mig á því í gegnum tíðina af hverju þetta er því ég hef gert að því margar atlögur að vinna stafrænt. Stundum virkar það en oftar en ekki þá sæki ég í að vinna á filmu og taka upp á teip og gera hlutina þannig og ég held að þetta snúist um tímann. Þegar maður er að taka upp á teip eða vinna á filmu getur maður ekki hliðrað tímanum eins og maður getur gert í tölvu og þá hættir það að vera skrásetning á performans í tíma. Þessi stafræna tækni snuðar okkur um þessa upplifun. Á þessari sýningu eru örfáar litmyndir sem ég tók á filmu eins og annað en svo skannaði ég þær inn og vann þær í tölvu. Það var í senn spennandi og hættulegt ferli fyrir mig vegna þess að þá fer maður að gera allt aðra hluti. Þegar maður vinnur mynd á skjánum hefur maður tilhneigingu til þess að vilja hafa hana tandurhreina en á meðan þú vinnur með filmu í stækkara ertu alltaf að vinna með ljós í tíma og afurðin verður önnur. Úr tölvunni kemur „tæknilega fullkomið prent“ en fyrir mín augu er það tilfinningalega snautt.“Nýtt í hvert sinn Orri segir að allt fólk sem birtist á myndunum sé kona hans og börn en að mannamyndunum sé blandað saman við landslags- og borgarmyndir og jafnvel meira abstrakt. „Þetta er einhver viðleitni til þess að búa til tengingar og hughrif sem eru stærri en fjölskyldualbúm.“ En lítur þú á þetta sjálfur sem heildstætt verk? „Já, en líka eitthvað sem er lifandi og óklárað. Ég er ekki að gera upp verk á þessari sýningu og setja einhvern punkt. Það sem mér finnst spennandi við þennan efnivið er hvað hann er lifandi og alltaf að breytast. Þetta arkíf sem ég er að vinna úr er miklu stærra en það sem ég er að sýna hér og ég ímynda mér að þegar ég sýni þetta annars staðar þá muni ég í hvert eitt skipti nálgast þetta upp á nýtt og geta gert mismunandi hluti úr þessum efnivið. Auk þess sem ósjálfrátt bætist við eftir því sem árin líða, þannig að þetta er lifandi efniviður.“ Er þetta innlit í hugarheim Orra Jónssonar? „Já, algjörlega. Kannski er þetta að einhverju leyti ég að spegla sjálfan mig í fjölskyldunni minni.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira