Kolbeinn: Vongóður um HM og vill fá að spila svo hann geti gleymt því sem hann gekk í gegnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2018 09:00 Kolbeinn Sigþórsson á blaðamannafundi með íslenska landsliðinu á EM 2016. Vísir/Getty Íslenski framherjinn Kolbeinn Sigþórsson er í viðtali á heimasíðu franska liðsins Nantes og það er ekki hægt að heyra annað en að íslenski framherjinn sé orðinn mjög spenntur fyrir því að komast aftur inn á völlinn. Kolbeinn hefur verið að glíma við langvinn meiðsli og hefur sem dæmi ekki spilað með íslenska landsliðinu síðan í leiknum á móti Frökkum í átta liða úrslitum Evrópumótsins í júlí 2016. „Það gengur allt vel. Ég var í burtu í eitt og hálft ár en er nú á lokasprettinum í endurhæfingunni og þetta lítur vel út. Ég er ánægður með hvernig þetta gengur og get ekki beðið eftir því að fá að spila,“ sagði Kolbeinn í viðtali á heimasíðu Nantes.Quand @ReneKrho décore notre viking @KSigthorsson... pic.twitter.com/EKDBbqJDrO — FC Nantes (@FCNantes) February 7, 2018 „Ég var um tíma ekki viss um framtíðina eða hvort að hnéð yrði í lagi. Það var það erfiðasta. Ég einbeitti mér að því að halda trú minni á að ég kæmi til baka. Sem betur fer er það erfiðasta að baki. Ég er jákvæður. Ég vonast til að fara spila sem fyrst svo ég geti gleymt því sem ég gekk í gegnum,“ sagði Kolbeinn. Kolbeinn æfir með liðinu og hefur gert það undanfarnar tvær vikur. „Það eru engin vandamál með hnéð. Ég fór í gegnum góða styrktarþjálfun áður en ég kom til baka og ég tel mig vera tilbúinn að stíga aftur inn á fótboltavöllinn,“ sagði Kolbeinn."Les remercier quand je reviendrai sur le terrain" Le petit mot de @KSigthorsson aux supporters pic.twitter.com/shAZApZwDQ — FC Nantes (@FCNantes) February 7, 2018 „Ég er orðinn mjög hungraður í það að spila aftur og að berjast fyrir mínu sæti í liðinu. Við erum í fimmta sæti í deildinni og það gengur mjög vel. Ég er tilbúinn,“ sagði Kolbeinn en hvenær verður fyrsti leikurinn? „Um leið og þjálfarinn kallar á mig. Ef hann kallar á mig um helgina þá er ég tilbúinn. Í fullri alvöru þá vonast ég eftir því að ég spili í þessum mánuði. Ég er ekki tilbúinn í 90 mínútur en ég er klár í að hjálpa liðinu. Mitt markmið var að koma aftur í febrúar. Ég nálgast það,“ sagði Kolbeinn en er möguleiki á því að hann spili með Íslandi á HM? „Af hverju ekki? Ef hlutirnir ganga áfram vel þá vonast ég eftir því að fá að taka þátt í því ævintýri. Það er samt langur vegur fyrir mig ennþá. En ef ég kemst í form og spila reglulega þá sé ég það ganga upp. Við erum með marga öfluga sóknarmenn og það verður því ekki auðvelt að komast í liðið. Ég er samt jákvæður og vongóður,“ sagði Kolbeinn.@KSigthorsson Les premiers mots de l'attaquant islandais à retrouver très vite sur https://t.co/faMbXxmUSI ! pic.twitter.com/hCP7DaJxL3 — FC Nantes (@FCNantes) February 7, 2018 Kolbeinn lék síðast með Nantes 28. ágúst 2016. Hann fór á láni til tyrkneska félagsins Galatasaray en spilaði ekkert með liðinu vegna meiðsla. Hann fór á endanum aftur til Nantes. Þegar Kolbeinn spilaði fyrir Nantes á móti í lok ágúst 2016 þá var þjálfari liðsins René Girard. Nú er þjálfari Nantes hinsvegar Ítalinn Claudio Ranieri sem var á þessum haustmánuðum 2016 að hefja titilvörn sína með Leicester í ensku úrvalsdeildinni.@KSigthorsson Les premiers mots de l'attaquant islandais à retrouver très vite sur https://t.co/faMbXxmUSI ! pic.twitter.com/hCP7DaJxL3 — FC Nantes (@FCNantes) February 7, 2018 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Fleiri fréttir Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Sjá meira
Íslenski framherjinn Kolbeinn Sigþórsson er í viðtali á heimasíðu franska liðsins Nantes og það er ekki hægt að heyra annað en að íslenski framherjinn sé orðinn mjög spenntur fyrir því að komast aftur inn á völlinn. Kolbeinn hefur verið að glíma við langvinn meiðsli og hefur sem dæmi ekki spilað með íslenska landsliðinu síðan í leiknum á móti Frökkum í átta liða úrslitum Evrópumótsins í júlí 2016. „Það gengur allt vel. Ég var í burtu í eitt og hálft ár en er nú á lokasprettinum í endurhæfingunni og þetta lítur vel út. Ég er ánægður með hvernig þetta gengur og get ekki beðið eftir því að fá að spila,“ sagði Kolbeinn í viðtali á heimasíðu Nantes.Quand @ReneKrho décore notre viking @KSigthorsson... pic.twitter.com/EKDBbqJDrO — FC Nantes (@FCNantes) February 7, 2018 „Ég var um tíma ekki viss um framtíðina eða hvort að hnéð yrði í lagi. Það var það erfiðasta. Ég einbeitti mér að því að halda trú minni á að ég kæmi til baka. Sem betur fer er það erfiðasta að baki. Ég er jákvæður. Ég vonast til að fara spila sem fyrst svo ég geti gleymt því sem ég gekk í gegnum,“ sagði Kolbeinn. Kolbeinn æfir með liðinu og hefur gert það undanfarnar tvær vikur. „Það eru engin vandamál með hnéð. Ég fór í gegnum góða styrktarþjálfun áður en ég kom til baka og ég tel mig vera tilbúinn að stíga aftur inn á fótboltavöllinn,“ sagði Kolbeinn."Les remercier quand je reviendrai sur le terrain" Le petit mot de @KSigthorsson aux supporters pic.twitter.com/shAZApZwDQ — FC Nantes (@FCNantes) February 7, 2018 „Ég er orðinn mjög hungraður í það að spila aftur og að berjast fyrir mínu sæti í liðinu. Við erum í fimmta sæti í deildinni og það gengur mjög vel. Ég er tilbúinn,“ sagði Kolbeinn en hvenær verður fyrsti leikurinn? „Um leið og þjálfarinn kallar á mig. Ef hann kallar á mig um helgina þá er ég tilbúinn. Í fullri alvöru þá vonast ég eftir því að ég spili í þessum mánuði. Ég er ekki tilbúinn í 90 mínútur en ég er klár í að hjálpa liðinu. Mitt markmið var að koma aftur í febrúar. Ég nálgast það,“ sagði Kolbeinn en er möguleiki á því að hann spili með Íslandi á HM? „Af hverju ekki? Ef hlutirnir ganga áfram vel þá vonast ég eftir því að fá að taka þátt í því ævintýri. Það er samt langur vegur fyrir mig ennþá. En ef ég kemst í form og spila reglulega þá sé ég það ganga upp. Við erum með marga öfluga sóknarmenn og það verður því ekki auðvelt að komast í liðið. Ég er samt jákvæður og vongóður,“ sagði Kolbeinn.@KSigthorsson Les premiers mots de l'attaquant islandais à retrouver très vite sur https://t.co/faMbXxmUSI ! pic.twitter.com/hCP7DaJxL3 — FC Nantes (@FCNantes) February 7, 2018 Kolbeinn lék síðast með Nantes 28. ágúst 2016. Hann fór á láni til tyrkneska félagsins Galatasaray en spilaði ekkert með liðinu vegna meiðsla. Hann fór á endanum aftur til Nantes. Þegar Kolbeinn spilaði fyrir Nantes á móti í lok ágúst 2016 þá var þjálfari liðsins René Girard. Nú er þjálfari Nantes hinsvegar Ítalinn Claudio Ranieri sem var á þessum haustmánuðum 2016 að hefja titilvörn sína með Leicester í ensku úrvalsdeildinni.@KSigthorsson Les premiers mots de l'attaquant islandais à retrouver très vite sur https://t.co/faMbXxmUSI ! pic.twitter.com/hCP7DaJxL3 — FC Nantes (@FCNantes) February 7, 2018
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Fleiri fréttir Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn