Gleymir ekki bláa litnum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. febrúar 2018 09:45 Mikilfengleg náttúran er Guðrúnu Benediktu bæði uppspretta og efniviður listaverka. Vísir/Stefán Margbreytileiki skriðjöklanna birtist glöggt á myndlistarsýningu Guðrúnar Benediktu Elíasdóttur sem stendur yfir í Spönginni í Grafarvogi. Litablönduna sem hún notar kallar hún „patine au vin“. „Ég bý til litina mína sjálf eins og Rembrandt gerði, úr víni, eggjum og mjólk,“ segir hún og rekur uppskriftina til bókar sem hún keypti í Suður-Frakklandi þar sem hún bjó um tíma. „Ég ákvað að prófa að vinna með þetta efni og hef ekki tímt að hætta því síðan, því það hentar mér fullkomlega.“Blámi jökulsprungnanna birtist glöggt á þessari mynd.Eftir Frakklandsdvölina flutti Guðrún til Lúxemborgar um tíma, þar segir hún aðferðina enn frekar hafa fest sig í sessi enda hvítvínið ódýrt þar. „Efniviðurinn varð auðvitað svolítið dýrari eftir að ég flutti heim, en ég nota bara dreggjarnar úr flöskunum,“ segir í hún í gríni. Áður kveðst Guðrún hafa notað akrýlliti en henni finnist þeir daufir eftir að hún fór að vinna með heimagerðu litina. „Sumt litarefnið er duft sem ég kaupi erlendis, því erfitt er að fá það hér heima, svo fer ég í fjallgöngur og finn fallega liti í grjótinu myl það niður og blanda út í. Svo nota ég líka ösku, allir svartir litir í verkunum mínum eru eldfjallaaska, það er mikið bindiefni í henni svo hún hentar vel. Ég náði mér í fulla fötu af ösku í Eyjafjallajökulsgosinu og hef notað hana síðan.“Sólroðið ský eða eldur?Það er því bæði ís og eldur sem koma við sögu myndanna sem til sýnis eru í Spönginni en jöklum kveðst Guðrún hafa kynnst með eftirminnilegum hætti í uppvextinum. „Ég ólst upp á Hornafirði. Held að pabbi hafi átt fyrsta breytta jeppann á Íslandi og við vorum upp um fjöll og firnindi á honum. Þegar ég var 14 ára festist ég í jökulsprungu, ásamt mömmu. Þetta var á jóladag og fjölskyldan skrapp út að Fláajökli, enn eina ferðina. Pabbi og Lárus bróðir vildu fara í íshelli en ég nennti ekki með þeim og við mamma fórum aftur í átt að bílnum. Skammt frá jökuljaðrinum sá ég þennan ævintýralega bláa lit sem er inni í jökulsprungum og ég dró mömmu með mér yfir svell og inn í sprungu. Þegar við vorum komnar inn í hana miðja sprakk allt undir fótum okkar og við sukkum niður í ískalt vatn en vorum svo heppnar að vera báðar með skinnlúffur sem frusu fastar við ísvegginn og náðum að halda okkur uppi þannig. Pabbi fékk eitthvert hugboð, æddi ofan af jöklinum og heyrði þá köllin. Ég er bara þakklát fyrir líftóruna en gleymi ekki þessum bláa lit jökulsins sem heillaði mig til sín.“ Guðrún hefur víða haldið sýningar á síðustu árum, meðal annars í Frakklandi, Lúxemborg, Þýskalandi, Belgíu, Englandi, Noregi og Bandaríkjunum. Líka á Ísafirði, Akureyri, Höfn og í Reykjavík. Nú kennir hún myndlist við Menntaskólann við Sund. Þar segir hún mikinn metnað lagðan í listagreinar. „Það fær enginn að útskrifast nema hafa lokið einum áfanga í skapandi greinum og áhuginn er líka mikill,“ segir hún. Sýning Guðrúnar Benediktu í Spönginni stendur til 15. febrúar. Menning Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Margbreytileiki skriðjöklanna birtist glöggt á myndlistarsýningu Guðrúnar Benediktu Elíasdóttur sem stendur yfir í Spönginni í Grafarvogi. Litablönduna sem hún notar kallar hún „patine au vin“. „Ég bý til litina mína sjálf eins og Rembrandt gerði, úr víni, eggjum og mjólk,“ segir hún og rekur uppskriftina til bókar sem hún keypti í Suður-Frakklandi þar sem hún bjó um tíma. „Ég ákvað að prófa að vinna með þetta efni og hef ekki tímt að hætta því síðan, því það hentar mér fullkomlega.“Blámi jökulsprungnanna birtist glöggt á þessari mynd.Eftir Frakklandsdvölina flutti Guðrún til Lúxemborgar um tíma, þar segir hún aðferðina enn frekar hafa fest sig í sessi enda hvítvínið ódýrt þar. „Efniviðurinn varð auðvitað svolítið dýrari eftir að ég flutti heim, en ég nota bara dreggjarnar úr flöskunum,“ segir í hún í gríni. Áður kveðst Guðrún hafa notað akrýlliti en henni finnist þeir daufir eftir að hún fór að vinna með heimagerðu litina. „Sumt litarefnið er duft sem ég kaupi erlendis, því erfitt er að fá það hér heima, svo fer ég í fjallgöngur og finn fallega liti í grjótinu myl það niður og blanda út í. Svo nota ég líka ösku, allir svartir litir í verkunum mínum eru eldfjallaaska, það er mikið bindiefni í henni svo hún hentar vel. Ég náði mér í fulla fötu af ösku í Eyjafjallajökulsgosinu og hef notað hana síðan.“Sólroðið ský eða eldur?Það er því bæði ís og eldur sem koma við sögu myndanna sem til sýnis eru í Spönginni en jöklum kveðst Guðrún hafa kynnst með eftirminnilegum hætti í uppvextinum. „Ég ólst upp á Hornafirði. Held að pabbi hafi átt fyrsta breytta jeppann á Íslandi og við vorum upp um fjöll og firnindi á honum. Þegar ég var 14 ára festist ég í jökulsprungu, ásamt mömmu. Þetta var á jóladag og fjölskyldan skrapp út að Fláajökli, enn eina ferðina. Pabbi og Lárus bróðir vildu fara í íshelli en ég nennti ekki með þeim og við mamma fórum aftur í átt að bílnum. Skammt frá jökuljaðrinum sá ég þennan ævintýralega bláa lit sem er inni í jökulsprungum og ég dró mömmu með mér yfir svell og inn í sprungu. Þegar við vorum komnar inn í hana miðja sprakk allt undir fótum okkar og við sukkum niður í ískalt vatn en vorum svo heppnar að vera báðar með skinnlúffur sem frusu fastar við ísvegginn og náðum að halda okkur uppi þannig. Pabbi fékk eitthvert hugboð, æddi ofan af jöklinum og heyrði þá köllin. Ég er bara þakklát fyrir líftóruna en gleymi ekki þessum bláa lit jökulsins sem heillaði mig til sín.“ Guðrún hefur víða haldið sýningar á síðustu árum, meðal annars í Frakklandi, Lúxemborg, Þýskalandi, Belgíu, Englandi, Noregi og Bandaríkjunum. Líka á Ísafirði, Akureyri, Höfn og í Reykjavík. Nú kennir hún myndlist við Menntaskólann við Sund. Þar segir hún mikinn metnað lagðan í listagreinar. „Það fær enginn að útskrifast nema hafa lokið einum áfanga í skapandi greinum og áhuginn er líka mikill,“ segir hún. Sýning Guðrúnar Benediktu í Spönginni stendur til 15. febrúar.
Menning Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira