Kylie Jenner orðin mamma Ritstjórn skrifar 4. febrúar 2018 21:00 Glamour/Getty Eitt stærsta leyndamál síðustu mánuða í heimi fræga fólksins hefur verið hvort raunveruleikastjarnan Kylie Jenner sé ólétt eða ekki. Nú hefur það loksins verið staðfest og það af henni sjálfri á Instagram. Jenner opnaði sig loksins á samfélagsmiðlinum þar sem hún sagði frá því að hún eignaðist heilbrigða stúlku þann 1 febrúar síðastliðinn. Hún bað aðdáendur sína afsökunar á því að hafa ekki sagt frá þessu fyrr en að hana langaði að halda óléttunni fyrir sig. Meðal annars til að geta undirbúið sig fyrir þetta stærsta hlutverk í lífinu án alls stress og utanaðkomandi pressu. Vel skiljanlegt fyrir þessa 20 ára stúlku sem hefur alist upp í sviðsljósinu og deilt öllu lífi sínu með sjónvarpsáhorfendum og fylgjendum á samfélagsmiðlum. Hamingjuóskir hennar, Travis Scott barnsföður hennar og fjölskyldunnar! Hér fyrir neðan má sjá myndband sem þau gerðu til að deila meðgöngunni og fæðingunni með áhugasömum - ansi krúttlegt. A post shared by Kylie (@kyliejenner) on Feb 4, 2018 at 12:27pm PST thank you @wttyler for putting this together. here's a little glimpse of the last 9 months. the link is in my bio A post shared by Kylie (@kyliejenner) on Feb 4, 2018 at 12:29pm PST Mest lesið Ilmvatn snýst um persónuleika ekki kyn Glamour Karl Lagerfeld fer aftur heim Glamour Miðasala á Reykjavík Fashion Festival hafin Glamour Rauði dregillinn á tónlistarverðlaunum MTV Glamour Götutískan í London leggur línurnar fyrir karlana Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Nike framleiddi sérstakan skó fyrir Elton John Glamour Fyrsti karlkyns talsmaður Maybelline kynntur Glamour Systurnar Bella og Gigi Hadid saman í Chanel Glamour Gigi Hadid var glæsilegur kynnir á Much Music Awards Glamour
Eitt stærsta leyndamál síðustu mánuða í heimi fræga fólksins hefur verið hvort raunveruleikastjarnan Kylie Jenner sé ólétt eða ekki. Nú hefur það loksins verið staðfest og það af henni sjálfri á Instagram. Jenner opnaði sig loksins á samfélagsmiðlinum þar sem hún sagði frá því að hún eignaðist heilbrigða stúlku þann 1 febrúar síðastliðinn. Hún bað aðdáendur sína afsökunar á því að hafa ekki sagt frá þessu fyrr en að hana langaði að halda óléttunni fyrir sig. Meðal annars til að geta undirbúið sig fyrir þetta stærsta hlutverk í lífinu án alls stress og utanaðkomandi pressu. Vel skiljanlegt fyrir þessa 20 ára stúlku sem hefur alist upp í sviðsljósinu og deilt öllu lífi sínu með sjónvarpsáhorfendum og fylgjendum á samfélagsmiðlum. Hamingjuóskir hennar, Travis Scott barnsföður hennar og fjölskyldunnar! Hér fyrir neðan má sjá myndband sem þau gerðu til að deila meðgöngunni og fæðingunni með áhugasömum - ansi krúttlegt. A post shared by Kylie (@kyliejenner) on Feb 4, 2018 at 12:27pm PST thank you @wttyler for putting this together. here's a little glimpse of the last 9 months. the link is in my bio A post shared by Kylie (@kyliejenner) on Feb 4, 2018 at 12:29pm PST
Mest lesið Ilmvatn snýst um persónuleika ekki kyn Glamour Karl Lagerfeld fer aftur heim Glamour Miðasala á Reykjavík Fashion Festival hafin Glamour Rauði dregillinn á tónlistarverðlaunum MTV Glamour Götutískan í London leggur línurnar fyrir karlana Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Nike framleiddi sérstakan skó fyrir Elton John Glamour Fyrsti karlkyns talsmaður Maybelline kynntur Glamour Systurnar Bella og Gigi Hadid saman í Chanel Glamour Gigi Hadid var glæsilegur kynnir á Much Music Awards Glamour