Segja ágreining milli Helgu og annarra starfsmanna ástæðu starfsloka Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. febrúar 2018 18:10 Helga Arnardóttir, frétta- og dagskrárgerðarmaður, segir áform stjórnenda hafa verið reist á sandi. Stjórn Birtíngs segir að ástæða starfsloka Helgu Arnardóttur, sem hætti í gær sem yfirritstjóri félagsins, hafi verið óleysanlegur ágreiningur á milli hennar og annarra starfsmanna.Greint var frá starfslokum Helgu í gær en hún hafði aðeins starfað sem yfirritstjóri í átján daga eftir að hafa söðlað um í byrjun árs sem einn af umsjónarmönnum Kastljóss á RÚV.Helga tjáði sig um starfslokin í dag og sagði hún meðal annars frá því að hún hafi fljótlega gert sér grein fyrir því í nýju starfi að hún myndi meðal annars ekki njóta ritstjórnarlegs sjálfstæðis við útgáfu Mannlífs. Er þessu vísað á bug í yfirlýsingu frá stjórn Birtíngs. Þar segir að henni hafi mátt vera ljóst að hún myndi njóta fullkomins ritstjórnarlegs frelsis. „Á fundi með tveimur af þremur stjórnarmönnum Birtíngs, stuttu fyrir janúarútgáfu Mannlífs, kom það skýrt fram að hvorki stjórn né eigendur ætluðu að skipta sér af því hvað fjallað væri um í blaðinu. Þvert á móti fór það ekki á milli mála á þeim fundi að hún hefði fullkomið ritstjórnarlegt frelsi,“ segir í yfirlýsingunni. Ástæða starfsloka hennar sé sem fyrr segir, óleysanlegur ágreiningur á mili Helgu og annarra starfsmanna. „Ástæða starfsloka Helgu er einfaldlega sú að fljótlega kom upp ágreiningur á milli hennar og annarra starfsmanna á ritstjórn Birtíngs, sem ekki reyndist unnt að leysa. Þetta er eina ástæða starfsloka Helgu Arnardóttur,“ segir í yfirlýsingunni. Í stjórn Birtíngs sitja Gunnlaugur Árnason stjórnarformaður, Þorvarður Gunnarsson og Halldór Kristmannsson.Yfirlýsing stjórnar Birtíngs í heild sinni„Stjórn Birtíngs útgáfufélags vill koma því á framfæri að Helga Arnardóttir segir því miður ekki rétt frá um ástæður starfsloka sinna í færslu á Facebook-síðu sinni, sem hefur verið umfjöllunarefni fjölmiðla í dag.Einnig vill stjórnin taka það sérstaklega fram að á engan hátt var vegið að ritstjórnarlegu sjálfstæði hennar við útgáfu Mannlífs og stjórnin harmar það að reyndur fjölmiðlamaður fari svo frjálslega með staðreyndir.Á fundi með tveimur af þremur stjórnarmönnum Birtíngs, stuttu fyrir janúarútgáfu Mannlífs, kom það skýrt fram að hvorki stjórn né eigendur ætluðu að skipta sér af því hvað fjallað væri um í blaðinu. Þvert á móti fór það ekki á milli mála á þeim fundi að hún hefði fullkomið ritstjórnarlegt frelsi.Ástæða starfsloka Helgu er einfaldlega sú að fljótlega kom upp ágreiningur á milli hennar og annarra starfsmanna á ritstjórn Birtíngs, sem ekki reyndist unnt að leysa. Þetta er eina ástæða starfsloka Helgu Arnardóttur.Stjórn Birtíngsútgáfufélags.“ Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Segist ekki hafa notið ritstjórnarlegs sjálfstæðis og fögur fyrirheit á sandi reist Helga Arnardóttir bregst við fréttum af uppsögn sinni hjá Birtíngi. 1. febrúar 2018 11:57 Hættir sem yfirritstjóri Birtíngs eftir mánuð í starfi Helga Arnardóttir hefur hætt sem yfirritstjóri Birtíngs. 31. janúar 2018 22:28 Mest lesið Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Stjórn Birtíngs segir að ástæða starfsloka Helgu Arnardóttur, sem hætti í gær sem yfirritstjóri félagsins, hafi verið óleysanlegur ágreiningur á milli hennar og annarra starfsmanna.Greint var frá starfslokum Helgu í gær en hún hafði aðeins starfað sem yfirritstjóri í átján daga eftir að hafa söðlað um í byrjun árs sem einn af umsjónarmönnum Kastljóss á RÚV.Helga tjáði sig um starfslokin í dag og sagði hún meðal annars frá því að hún hafi fljótlega gert sér grein fyrir því í nýju starfi að hún myndi meðal annars ekki njóta ritstjórnarlegs sjálfstæðis við útgáfu Mannlífs. Er þessu vísað á bug í yfirlýsingu frá stjórn Birtíngs. Þar segir að henni hafi mátt vera ljóst að hún myndi njóta fullkomins ritstjórnarlegs frelsis. „Á fundi með tveimur af þremur stjórnarmönnum Birtíngs, stuttu fyrir janúarútgáfu Mannlífs, kom það skýrt fram að hvorki stjórn né eigendur ætluðu að skipta sér af því hvað fjallað væri um í blaðinu. Þvert á móti fór það ekki á milli mála á þeim fundi að hún hefði fullkomið ritstjórnarlegt frelsi,“ segir í yfirlýsingunni. Ástæða starfsloka hennar sé sem fyrr segir, óleysanlegur ágreiningur á mili Helgu og annarra starfsmanna. „Ástæða starfsloka Helgu er einfaldlega sú að fljótlega kom upp ágreiningur á milli hennar og annarra starfsmanna á ritstjórn Birtíngs, sem ekki reyndist unnt að leysa. Þetta er eina ástæða starfsloka Helgu Arnardóttur,“ segir í yfirlýsingunni. Í stjórn Birtíngs sitja Gunnlaugur Árnason stjórnarformaður, Þorvarður Gunnarsson og Halldór Kristmannsson.Yfirlýsing stjórnar Birtíngs í heild sinni„Stjórn Birtíngs útgáfufélags vill koma því á framfæri að Helga Arnardóttir segir því miður ekki rétt frá um ástæður starfsloka sinna í færslu á Facebook-síðu sinni, sem hefur verið umfjöllunarefni fjölmiðla í dag.Einnig vill stjórnin taka það sérstaklega fram að á engan hátt var vegið að ritstjórnarlegu sjálfstæði hennar við útgáfu Mannlífs og stjórnin harmar það að reyndur fjölmiðlamaður fari svo frjálslega með staðreyndir.Á fundi með tveimur af þremur stjórnarmönnum Birtíngs, stuttu fyrir janúarútgáfu Mannlífs, kom það skýrt fram að hvorki stjórn né eigendur ætluðu að skipta sér af því hvað fjallað væri um í blaðinu. Þvert á móti fór það ekki á milli mála á þeim fundi að hún hefði fullkomið ritstjórnarlegt frelsi.Ástæða starfsloka Helgu er einfaldlega sú að fljótlega kom upp ágreiningur á milli hennar og annarra starfsmanna á ritstjórn Birtíngs, sem ekki reyndist unnt að leysa. Þetta er eina ástæða starfsloka Helgu Arnardóttur.Stjórn Birtíngsútgáfufélags.“
Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Segist ekki hafa notið ritstjórnarlegs sjálfstæðis og fögur fyrirheit á sandi reist Helga Arnardóttir bregst við fréttum af uppsögn sinni hjá Birtíngi. 1. febrúar 2018 11:57 Hættir sem yfirritstjóri Birtíngs eftir mánuð í starfi Helga Arnardóttir hefur hætt sem yfirritstjóri Birtíngs. 31. janúar 2018 22:28 Mest lesið Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Segist ekki hafa notið ritstjórnarlegs sjálfstæðis og fögur fyrirheit á sandi reist Helga Arnardóttir bregst við fréttum af uppsögn sinni hjá Birtíngi. 1. febrúar 2018 11:57
Hættir sem yfirritstjóri Birtíngs eftir mánuð í starfi Helga Arnardóttir hefur hætt sem yfirritstjóri Birtíngs. 31. janúar 2018 22:28