Vogunarsjóður Soros skortseldi fyrir 550 milljónir í Norwegian Kristinn Ingi Jónsson skrifar 1. febrúar 2018 07:00 Auðjöfurinn George Soros. Vísir/EPA Vogunarsjóður heimsþekkta auðjöfursins George Soros hefur skortselt 183 þúsund hlutabréf í norska flugfélaginu Norwegian fyrir alls 42 milljónir norskra króna sem jafngildir um 547 milljónum króna. Frá þessu var greint í norska viðskiptamiðlinum E24 í gær. Skortstaða hans í flugfélaginu, sem á í harðri samkeppni við íslensku flugfélögin Icelandair og WOW air, er um 0,51 prósent af útgefnu hlutafé Norwegian. Taki fjárfestir skortstöðu í hlutabréfum félags skapast honum hagnaður við verðlækkun viðkomandi bréfa. Með öðrum orðum veðjar fjárfestirinn á að bréfin lækki í verði. Bjørn Kjos, forstjóri flugfélagsins, er á meðal þeirra sem hafa lánað hlutabréf sín til fjárfesta sem vilja taka skortstöðu í félaginu. Hann sagðist þó skömmu fyrir jól ætla að draga úr lánveitingum sínum enda þætti honum gengi bréfanna hafa sveiflast fullmikið. Hlutabréf í Norwegian hafa lengi verið þau mest skortseldu á hlutabréfamarkaðinum í Ósló. Heildarskortstaða fjárfesta í félaginu nemur um 12,33 prósentum af hlutafé þess. Til viðbótar við vogunarsjóð Soros hefur fjárfestingarfélagið Blackrock og bankinn JP Morgan skortselt hlutabréf í Norwegian í umtalsverðum mæli. Hlutabréf flugfélagsins hafa hækkað um 26 prósent í verði það sem af er árinu. George Soros vakti heimsathygli fyrir að hafa fellt breska pundið árið 1992. Eins og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku bætti vogunarsjóður hans umtalsvert við hlut sinn í eignarhaldsfélaginu Glitni HoldCo á síðasta ári. Er vogunarsjóðurinn þriðji stærsti hluthafi Glitnis með 14,1 prósents hlut, en eignarhluturinn var 5,6 prósent í lok ársins 2016. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Vogunarsjóður heimsþekkta auðjöfursins George Soros hefur skortselt 183 þúsund hlutabréf í norska flugfélaginu Norwegian fyrir alls 42 milljónir norskra króna sem jafngildir um 547 milljónum króna. Frá þessu var greint í norska viðskiptamiðlinum E24 í gær. Skortstaða hans í flugfélaginu, sem á í harðri samkeppni við íslensku flugfélögin Icelandair og WOW air, er um 0,51 prósent af útgefnu hlutafé Norwegian. Taki fjárfestir skortstöðu í hlutabréfum félags skapast honum hagnaður við verðlækkun viðkomandi bréfa. Með öðrum orðum veðjar fjárfestirinn á að bréfin lækki í verði. Bjørn Kjos, forstjóri flugfélagsins, er á meðal þeirra sem hafa lánað hlutabréf sín til fjárfesta sem vilja taka skortstöðu í félaginu. Hann sagðist þó skömmu fyrir jól ætla að draga úr lánveitingum sínum enda þætti honum gengi bréfanna hafa sveiflast fullmikið. Hlutabréf í Norwegian hafa lengi verið þau mest skortseldu á hlutabréfamarkaðinum í Ósló. Heildarskortstaða fjárfesta í félaginu nemur um 12,33 prósentum af hlutafé þess. Til viðbótar við vogunarsjóð Soros hefur fjárfestingarfélagið Blackrock og bankinn JP Morgan skortselt hlutabréf í Norwegian í umtalsverðum mæli. Hlutabréf flugfélagsins hafa hækkað um 26 prósent í verði það sem af er árinu. George Soros vakti heimsathygli fyrir að hafa fellt breska pundið árið 1992. Eins og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku bætti vogunarsjóður hans umtalsvert við hlut sinn í eignarhaldsfélaginu Glitni HoldCo á síðasta ári. Er vogunarsjóðurinn þriðji stærsti hluthafi Glitnis með 14,1 prósents hlut, en eignarhluturinn var 5,6 prósent í lok ársins 2016.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira