Finnur Freyr: „Hefur hvarflað að mér að hætta hjá KKÍ“ Anton Ingi Leifsson skrifar 19. febrúar 2018 18:30 Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR og aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands í körfubolta, íhugar að stíga til hliðar sem landsliðsþjálfari, en mikið hefur verið rætt og ritað um körfuboltalandsliðið í kjölfar æfingarhelgar sem var um helgina. Um helgina æfðu þeir leikmenn sem teljast nálægt íslenska A-landsliðshópnum, en á föstudagskvöldið ræddu spekingar Körfuboltakvölds afhverju það væru fimm leikmenn Hauka en enginn frá KR. Haukar og KR mættust svo í Dominos-deildinni í gær, en landsliðs-úrtakið æfði á laugrdag. Finnur þjálfar eins og áður segir lið KR. Finnur sagði í samtali við Vísi í gær, eftir leik Hauka og KR, að honum blöskraði umræðan og hafi það sárnað mjög. Craig Pedersen, landsliðsþjálfarinn sjálfur, sagði einnig í viðtali við Vísi á laugardaginn að sú gagnrýni sem beindist gegn Finn hafi verið afar óréttlát. „Ég kem ekki fram og gagnrýni sambandið nema af illri nauðsyn. Það fer af stað umræðu á föstudag varðandi mig og mín tengsl við landsliðið. Ég er búinn að vera aðstoðarþjálfari undarfarin fjögur ár og það kemur upp sú umræða að ég sé að nýta mér aðstöðu mína sem landsliðsþjálfari, KR í vil - að það komi niður á Haukunum,” sagði Finnur í samtali við Akraborgina. „Mér fannst menn seta upp spurningar sem voru óábyrgar því menn höfðu ekkert fyrir sér í því. Þetta er spjall sem er eðlilegt að taka á kaffistofunni vítt og breitt, en þegar þetta eru virtir menn í íslenskum körfubolta þá grípur fólk þetta eðlilega. Mig sárnaði að það hafi ekki verið meiri vinna í að skoða hlutina.” „Við KR-ingar vorum gífurlega ósáttir við breytinguna á þessum leik og breytingin á sér stað því íslenska kvennalandsliðið er í leikjaglugga síðustu tvær vikur og Ívar Ásgrímsson þjálfar þær. Eðlilega eru gerðar breytingar og færslur, en það var dregið í Evrópukeppni kvenna í júlí. Það er ekki fyrr en 6. febrúar sem leikurinn er færður - sex dögum áður en hann átti að fara fram.” Hjörtur Hjartarson, umsjónarmaður Akraborginnar, spurði þá hvort að það hafi ekki verið rétt að blása þessa æfingarhelgi bara af þegar vitað var að það væri eins stór leikur og raun bar vitni í gærkvöldi. „Það hefði kannski bara verið rétta leiðin í lokin, en á sama tíma hugsar maður að okkar leikmenn eru að eldast. Þessir strákar sem eru að koma upp eru gífurlega efnilegir og þurfa að læra þessar endurtekningar. Undanfarin misseri hefur vandamálið verið það að þeir eru ekki komnir á sama stað varnarlega og þessir eldri og reyndari.” „Þetta átti að vera leið til að hjálpa þeim sem koma inn í hópinn núna og koma inn í hópinn á næstunni. Hugmyndin er að koma mönnum inn í þetta og auðvelda þeim leiðina inn, en þegar KKí setur þennan glugga. Það hefði kannski verið rétta leiðin að fella hana bara niður.”Finnur íhugar nú stöðu sína innan KSÍ.vísir/antonEinhverjir veltu upp fyrir sér þeirri spurningu afhverju enginn KR-ingur væri í úrtakshópnum, en fimm leikmenn Hauka. Finnur segir að það séu eðlilegar skýringar á því. „Brynjar gefur ekki kost á sér og leið eftir síðasta glugga að hans tími væri kominn. Hann var búinn að ákveða það fyrir löngu síðan. Það er ákvörðun þjálfara að Darri sé kominn yfir sitt besta skeið og hann er ekki með hæðina á alþjóðavettvangi. Það er frekar ákveðið út frá getu, eftir samkeppni eða einhverju sem Björn er ekki valinn. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem er gagnrýnt að gagnrýna þjálfara að velja ekki leikmann úr sínu liði.” Öllum er ljóst að Finn hefur leiðst þessi umræða og hún hefur farið fyrir brjóstið á honum. Hann íhugar nú hvort að hann eigi að segja staðar numið. „Ég tel mig vera heiðarlegan í starfi. Ég er búinn að vera fórna sumarfríum í þessi landslið sem gera yfirleitt ekki annað en að kosta okkur pening því launin eru gífurlega lág. Mér fannst illa að mér vegið að mér og það hefur bitnað meira á KR en öðrum því undirbúningstímabilin hafi verið styttri.” „Ég hef ekkert heyrt frá KKÍ og mig sárnar það að þeir sem beri ábyrgð á þessu hafi komið fram með hlutina. Stígið upp fyrir þá sem vinna fyrir sambandið. Mér finnst það vanta í okkar samfélag að menn taki ábyrgð á hlutunum og ekki láta aðra gjalda fyrir eigin ákvarðanir. Ég hef ekkert heyrt.” „Ég er ekki sáttur enn þá. Mér leið betur eftir að tala, ég vildi ekki fara á Fésbókina eða fara á samfélagsmiðla. Ég vildi gefa mönnum tíma til að svara þessu, en ég veit það ekki. Mig sárnaði þetta,” en hefur Finnur íhugað að hætta? „Það hefur hvarflað að mér, já. Það er þó eins og allt annað að maður vill ekki taka neinar ákvarðanir í óðagoti,” sagði Finnur. Viðtalið í heild sinni má hlusta hér að ofan, en hann ræðir þá enn frekar um leikjabreytinguna varðandi leikinn gegn Haukum, valið á landsliðshópnum og fleira í þessu mjög svo áhugaverða viðtali. Tengdar fréttir Finnur Freyr: Mér sárnaði umræðan svakalega "Mér sárnaði umræðan svakalega og þetta er búið að liggja þungt á mér." 18. febrúar 2018 21:41 Körfuboltakvöld ræddi um æfingahóp landsliðsins: „Algjörlega útilokað að fatta þetta” Um helgina æfir tuttugu manna æfingarhópur KKÍ, en eftir tæpa viku spilar karlalandsliðið í körfubolta tvo heimaleiki gegn Finnlandi og Tékklandi í undankeppni HM 2019 sem fer fram í Finnlandi. 17. febrúar 2018 11:02 Formaður KKÍ: Alltaf gott að vera vitur eftir á Það vantaði ekki umræðuna í körfuboltahreyfingunni um helgina út af umdeildri æfingahelgi hjá landsliðinu. Um fátt annað var rætt þó svo frábærir leikir væru fyrir helgi og í gær. 19. febrúar 2018 13:00 Craig um gagnrýnina á Finn: „Algjörlega fáránleg" Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karlaliðs Íslands í körfubolta, gefur lítið fyrir þá gagnrýni sem hann og aðstoðarmenn hans hafa fengið fyrir æfingarbúðirnar sem standa yfir um helgina. 17. febrúar 2018 13:15 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Sjá meira
Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR og aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands í körfubolta, íhugar að stíga til hliðar sem landsliðsþjálfari, en mikið hefur verið rætt og ritað um körfuboltalandsliðið í kjölfar æfingarhelgar sem var um helgina. Um helgina æfðu þeir leikmenn sem teljast nálægt íslenska A-landsliðshópnum, en á föstudagskvöldið ræddu spekingar Körfuboltakvölds afhverju það væru fimm leikmenn Hauka en enginn frá KR. Haukar og KR mættust svo í Dominos-deildinni í gær, en landsliðs-úrtakið æfði á laugrdag. Finnur þjálfar eins og áður segir lið KR. Finnur sagði í samtali við Vísi í gær, eftir leik Hauka og KR, að honum blöskraði umræðan og hafi það sárnað mjög. Craig Pedersen, landsliðsþjálfarinn sjálfur, sagði einnig í viðtali við Vísi á laugardaginn að sú gagnrýni sem beindist gegn Finn hafi verið afar óréttlát. „Ég kem ekki fram og gagnrýni sambandið nema af illri nauðsyn. Það fer af stað umræðu á föstudag varðandi mig og mín tengsl við landsliðið. Ég er búinn að vera aðstoðarþjálfari undarfarin fjögur ár og það kemur upp sú umræða að ég sé að nýta mér aðstöðu mína sem landsliðsþjálfari, KR í vil - að það komi niður á Haukunum,” sagði Finnur í samtali við Akraborgina. „Mér fannst menn seta upp spurningar sem voru óábyrgar því menn höfðu ekkert fyrir sér í því. Þetta er spjall sem er eðlilegt að taka á kaffistofunni vítt og breitt, en þegar þetta eru virtir menn í íslenskum körfubolta þá grípur fólk þetta eðlilega. Mig sárnaði að það hafi ekki verið meiri vinna í að skoða hlutina.” „Við KR-ingar vorum gífurlega ósáttir við breytinguna á þessum leik og breytingin á sér stað því íslenska kvennalandsliðið er í leikjaglugga síðustu tvær vikur og Ívar Ásgrímsson þjálfar þær. Eðlilega eru gerðar breytingar og færslur, en það var dregið í Evrópukeppni kvenna í júlí. Það er ekki fyrr en 6. febrúar sem leikurinn er færður - sex dögum áður en hann átti að fara fram.” Hjörtur Hjartarson, umsjónarmaður Akraborginnar, spurði þá hvort að það hafi ekki verið rétt að blása þessa æfingarhelgi bara af þegar vitað var að það væri eins stór leikur og raun bar vitni í gærkvöldi. „Það hefði kannski bara verið rétta leiðin í lokin, en á sama tíma hugsar maður að okkar leikmenn eru að eldast. Þessir strákar sem eru að koma upp eru gífurlega efnilegir og þurfa að læra þessar endurtekningar. Undanfarin misseri hefur vandamálið verið það að þeir eru ekki komnir á sama stað varnarlega og þessir eldri og reyndari.” „Þetta átti að vera leið til að hjálpa þeim sem koma inn í hópinn núna og koma inn í hópinn á næstunni. Hugmyndin er að koma mönnum inn í þetta og auðvelda þeim leiðina inn, en þegar KKí setur þennan glugga. Það hefði kannski verið rétta leiðin að fella hana bara niður.”Finnur íhugar nú stöðu sína innan KSÍ.vísir/antonEinhverjir veltu upp fyrir sér þeirri spurningu afhverju enginn KR-ingur væri í úrtakshópnum, en fimm leikmenn Hauka. Finnur segir að það séu eðlilegar skýringar á því. „Brynjar gefur ekki kost á sér og leið eftir síðasta glugga að hans tími væri kominn. Hann var búinn að ákveða það fyrir löngu síðan. Það er ákvörðun þjálfara að Darri sé kominn yfir sitt besta skeið og hann er ekki með hæðina á alþjóðavettvangi. Það er frekar ákveðið út frá getu, eftir samkeppni eða einhverju sem Björn er ekki valinn. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem er gagnrýnt að gagnrýna þjálfara að velja ekki leikmann úr sínu liði.” Öllum er ljóst að Finn hefur leiðst þessi umræða og hún hefur farið fyrir brjóstið á honum. Hann íhugar nú hvort að hann eigi að segja staðar numið. „Ég tel mig vera heiðarlegan í starfi. Ég er búinn að vera fórna sumarfríum í þessi landslið sem gera yfirleitt ekki annað en að kosta okkur pening því launin eru gífurlega lág. Mér fannst illa að mér vegið að mér og það hefur bitnað meira á KR en öðrum því undirbúningstímabilin hafi verið styttri.” „Ég hef ekkert heyrt frá KKÍ og mig sárnar það að þeir sem beri ábyrgð á þessu hafi komið fram með hlutina. Stígið upp fyrir þá sem vinna fyrir sambandið. Mér finnst það vanta í okkar samfélag að menn taki ábyrgð á hlutunum og ekki láta aðra gjalda fyrir eigin ákvarðanir. Ég hef ekkert heyrt.” „Ég er ekki sáttur enn þá. Mér leið betur eftir að tala, ég vildi ekki fara á Fésbókina eða fara á samfélagsmiðla. Ég vildi gefa mönnum tíma til að svara þessu, en ég veit það ekki. Mig sárnaði þetta,” en hefur Finnur íhugað að hætta? „Það hefur hvarflað að mér, já. Það er þó eins og allt annað að maður vill ekki taka neinar ákvarðanir í óðagoti,” sagði Finnur. Viðtalið í heild sinni má hlusta hér að ofan, en hann ræðir þá enn frekar um leikjabreytinguna varðandi leikinn gegn Haukum, valið á landsliðshópnum og fleira í þessu mjög svo áhugaverða viðtali.
Tengdar fréttir Finnur Freyr: Mér sárnaði umræðan svakalega "Mér sárnaði umræðan svakalega og þetta er búið að liggja þungt á mér." 18. febrúar 2018 21:41 Körfuboltakvöld ræddi um æfingahóp landsliðsins: „Algjörlega útilokað að fatta þetta” Um helgina æfir tuttugu manna æfingarhópur KKÍ, en eftir tæpa viku spilar karlalandsliðið í körfubolta tvo heimaleiki gegn Finnlandi og Tékklandi í undankeppni HM 2019 sem fer fram í Finnlandi. 17. febrúar 2018 11:02 Formaður KKÍ: Alltaf gott að vera vitur eftir á Það vantaði ekki umræðuna í körfuboltahreyfingunni um helgina út af umdeildri æfingahelgi hjá landsliðinu. Um fátt annað var rætt þó svo frábærir leikir væru fyrir helgi og í gær. 19. febrúar 2018 13:00 Craig um gagnrýnina á Finn: „Algjörlega fáránleg" Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karlaliðs Íslands í körfubolta, gefur lítið fyrir þá gagnrýni sem hann og aðstoðarmenn hans hafa fengið fyrir æfingarbúðirnar sem standa yfir um helgina. 17. febrúar 2018 13:15 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Sjá meira
Finnur Freyr: Mér sárnaði umræðan svakalega "Mér sárnaði umræðan svakalega og þetta er búið að liggja þungt á mér." 18. febrúar 2018 21:41
Körfuboltakvöld ræddi um æfingahóp landsliðsins: „Algjörlega útilokað að fatta þetta” Um helgina æfir tuttugu manna æfingarhópur KKÍ, en eftir tæpa viku spilar karlalandsliðið í körfubolta tvo heimaleiki gegn Finnlandi og Tékklandi í undankeppni HM 2019 sem fer fram í Finnlandi. 17. febrúar 2018 11:02
Formaður KKÍ: Alltaf gott að vera vitur eftir á Það vantaði ekki umræðuna í körfuboltahreyfingunni um helgina út af umdeildri æfingahelgi hjá landsliðinu. Um fátt annað var rætt þó svo frábærir leikir væru fyrir helgi og í gær. 19. febrúar 2018 13:00
Craig um gagnrýnina á Finn: „Algjörlega fáránleg" Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karlaliðs Íslands í körfubolta, gefur lítið fyrir þá gagnrýni sem hann og aðstoðarmenn hans hafa fengið fyrir æfingarbúðirnar sem standa yfir um helgina. 17. febrúar 2018 13:15
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum