Körfubolti

Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jónína Þórdís Karlsdóttir er með tvær þrennur í fyrstu fimm leikjunum.
Jónína Þórdís Karlsdóttir er með tvær þrennur í fyrstu fimm leikjunum. @armannkarfa

Ármann hélt áfram sigurgöngu sinni í 1. deild kvenna í körfubolta í gærkvöldi og hefur nú unnið fimm fyrstu leiki sína.

Ármann vann sextán stiga sigur á ungmennaliði Stjörnunnar, 84-68, í Laugardalshöllinni eftir að hafa verið sautján stigum yfir í hálfleik, 47-30.

Armannsstelpur líta vel út og ætla greinilega að vera fyrir alvöru með í baráttunni um sæti í Bónus deildinni.

Jónína Þórdís Karlsdóttir átti flottan leik og var með þrennu. Hún skoraði 19 stig, tók 14 fráköst og gaf 10 stoðsendingar en auk þess stal hún einnig sex boltum.

Jónína er með 17,2 stig, 13,6 fráköst og 8,2 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu fimm leikjunum en þetta var önnur þrennan hennar.

Alarie Mayze var þó stigahæst hjá Ármanni í gær með 28 stig, 17 fráköst og 8 stolna bolta.

Ármann varð á sínum tíma þrisvar sinnum Íslandsmeistari í kvennakörfunni og en Ármann hefur ekki spilað í efstu deild kvenna í 64 ár eða síðan 1960. Það ár varð félagið Íslandsmeistari en var ekki með árið eftir.

  • Ármann-Stjarnan u 84-68 (25-15, 22-15, 23-16, 14-22)
  • Ármann: Alarie Mayze 28/17 fráköst/8 stolnir, Jónína Þórdís Karlsdóttir 19/14 fráköst/10 stoðsendingar/6 stolnir, Birgit Ósk Snorradóttir 13/6 fráköst, Ísabella Lena Borgarsdóttir 8, Brynja Benediktsdóttir 7, Ása Soffía Davíðsdóttir Davíðsdóttir 3, Þóra Birna Ingvarsdóttir 2/8 fráköst, Auður Hreinsdóttir 2, Sóley Anna Myer 2.
  • Stjarnan-U: Sigrún Sól Brjánsdóttir 20/6 fráköst, Ísey Ísis Guttormsdóttir Frost 17/10 fráköst, Tinna Diljá Jónasdóttir 7, Rakel Nanna Káradóttir 7/5 fráköst, Ninja Kristín Logadóttir 6/5 fráköst, Kristjana Mist Logadóttir 6/4 fráköst, Ólöf María Bergvinsdóttir 3, Elísabet Ólafsdóttir 2.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×