Ölvuðum áhorfendum verður ekki hleypt inn á leikina á HM í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2018 11:30 Stuðningsfólk íslenska landsliðsins. Vísir/EPA Sendiráð Íslands í Moskvu hefur tekið saman skjal með helstu þáttum sem huga þarf að ef stefnan er sett á heimsmeistaramótið í knattspyrnu karla í Rússlandi í sumar og þar kemur ýmislegt athyglisvert fram. Stuðningsmenn íslenska fótboltalandsliðsins munu væntanlega fjölmenna til Rússlands í sumar en fyrir þá ferð þarf að huga að mörgu. Það er gott að vita að mjög ströng öryggisgæsla verður í kringum leikina á HM í Rússlandi en það þýðir jafnframt að íslensku stuðningsmennirnir verða að vera með allt sitt á hreinu í sumar. Öryggismálin verða áberandi á meðan á HM stendur en allt kapp verður lagt á að mótið verði stóráfallalaust. Því má búast við gríðarlega mikilli öryggisgæslu í kringum alla keppnisstaði og á stöðum þar sem fólk kemur til með að safnast saman. Hér fyrir neðan fer brot úr skjalinu sem kemur að öryggismálunum. Áhorfendur ættu að búa sig undir það að sækja leiki og komast inn á leikvangana verði líkast því að fara um alþjóðlega flugvelli, með mikilli öryggisgæslu, vopnaleit, skilríkjaeftirliti og áberandi vopnaðri gæslu allt í kring. Öryggisgæsla verður einnig mjög áberandi innan leikvanganna og meiri en Íslendingar eiga að venjast. Sinn er siður í landi hverju og mega áhorfendur búast við mikilli formfestu og ströngum reglum í kringum útgáfu og meðhöndlun skilríkja og annarra leyfa. Þetta ætti ekki að koma áhorfendum í koll en mikilvægt er að kynna sér reglur og fara eftir þeim. Stuðningsfólk íslenska landsliðsins ætti að hafa í huga líkt og allir ferðamenn að sýna almenna kurteisi og virðingu fyrir sögu og menningu lands og þjóðar. Ósæmileg eða ógnandi hegðun eða drykkjulæti verða bönnuð í kringum og á leikvöngunum. Ölvuðum áhorfendum verður ekki hleypt inn á leikvanginn. Þetta er hluti af öryggisgæslunni og ekki frábrugðið því sem áhorfendur kynntust í kringum suma leiki á EM í Frakklandi 2016. Mögulega verða hömlur á áfengissölu hertar ef þurfa þykir af öryggisástæðum en heilt yfir litið verður heimilt að kaupa bjór ásamt annarri hressingu í þar til gerðum sjoppum innan „Fan Zone“ og leikvangsins. Það má lesa meira úr skjalinu Spurt og svarað um HM 2018 með því að smella hér. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Sjá meira
Sendiráð Íslands í Moskvu hefur tekið saman skjal með helstu þáttum sem huga þarf að ef stefnan er sett á heimsmeistaramótið í knattspyrnu karla í Rússlandi í sumar og þar kemur ýmislegt athyglisvert fram. Stuðningsmenn íslenska fótboltalandsliðsins munu væntanlega fjölmenna til Rússlands í sumar en fyrir þá ferð þarf að huga að mörgu. Það er gott að vita að mjög ströng öryggisgæsla verður í kringum leikina á HM í Rússlandi en það þýðir jafnframt að íslensku stuðningsmennirnir verða að vera með allt sitt á hreinu í sumar. Öryggismálin verða áberandi á meðan á HM stendur en allt kapp verður lagt á að mótið verði stóráfallalaust. Því má búast við gríðarlega mikilli öryggisgæslu í kringum alla keppnisstaði og á stöðum þar sem fólk kemur til með að safnast saman. Hér fyrir neðan fer brot úr skjalinu sem kemur að öryggismálunum. Áhorfendur ættu að búa sig undir það að sækja leiki og komast inn á leikvangana verði líkast því að fara um alþjóðlega flugvelli, með mikilli öryggisgæslu, vopnaleit, skilríkjaeftirliti og áberandi vopnaðri gæslu allt í kring. Öryggisgæsla verður einnig mjög áberandi innan leikvanganna og meiri en Íslendingar eiga að venjast. Sinn er siður í landi hverju og mega áhorfendur búast við mikilli formfestu og ströngum reglum í kringum útgáfu og meðhöndlun skilríkja og annarra leyfa. Þetta ætti ekki að koma áhorfendum í koll en mikilvægt er að kynna sér reglur og fara eftir þeim. Stuðningsfólk íslenska landsliðsins ætti að hafa í huga líkt og allir ferðamenn að sýna almenna kurteisi og virðingu fyrir sögu og menningu lands og þjóðar. Ósæmileg eða ógnandi hegðun eða drykkjulæti verða bönnuð í kringum og á leikvöngunum. Ölvuðum áhorfendum verður ekki hleypt inn á leikvanginn. Þetta er hluti af öryggisgæslunni og ekki frábrugðið því sem áhorfendur kynntust í kringum suma leiki á EM í Frakklandi 2016. Mögulega verða hömlur á áfengissölu hertar ef þurfa þykir af öryggisástæðum en heilt yfir litið verður heimilt að kaupa bjór ásamt annarri hressingu í þar til gerðum sjoppum innan „Fan Zone“ og leikvangsins. Það má lesa meira úr skjalinu Spurt og svarað um HM 2018 með því að smella hér.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Sjá meira