Tveimur of mikið Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 17. febrúar 2018 07:00 Fangi á Kvíabryggju féll fyrir eigin hendi í vikunni. Þetta er í annað skipti á innan við ári, sem slíkt gerist í fangelsum landsins. Þetta er tveimur of mikið. Formaður Afstöðu, félags fanga, sagði í viðtali hér í blaðinu fyrir nokkrum dögum, að enginn geðlæknir hafi komið á Litla-Hraun frá árinu 2013. Og bætir við: „Öðru hvoru taka pólitíkusar sig til og tala um að nú verði að fara í þessi mál. Hingað til hefur lítið verið gert. Það er leiðinlegt að sjálfsvíg þurfi að koma til til að fólk sjái að við erum hérna.“ Ríkisendurskoðun gerði athugasemdir við ástand heilbrigðis- og geðheilbrigðisþjónustu í fangelsum landsins árið 2010. Sú athugasemd var ítrekuð 2013, 2015 og 2017. Á grundvelli athugasemdanna var skipaður starfshópur í árslok 2015 til að fara yfir málið og átti hann að skila af sér fullnustuáætlun. Sú vinna virðist ganga hægt. Skjólstæðingar Fangelsismálastofnunar eru nálægt 550, en hjá stofnuninni starfa þrír sálfræðingar, tveir félagsráðgjafar og einn námsráðgjafi, en enginn geðlæknir. Ekki þarf sérfræðing til að sjá að úrbóta er þörf ef ætlunin er, líkt og stjórnvöld láta í veðri vaka, að fá út úr fangelsunum betra fólk en fór þar inn. Endurkoma fanga er stórt, samfélagslegt og dýrt vandamál. Um helmingur fanga sem eru í afplánun í fangelsunum hafa áður setið inni. Beinn kostnaður við hvern og einn er nálægt tíu milljónum króna á ári. Til mikils er að vinna í þeirri viðleitni að bjóða þeim betrunarvist sem lenda á glapstigum og brjóta af sér. Oftast er um að ræða kornunga karlmenn sem ættu að eiga framtíðina fyrir sér. Fangelsiskerfið er fjársvelt og undirmannað. Forgangsröðun fjármuna er oft á tíðum furðuleg. Þótt vissulega hafi verið þörf á nýju fangelsi á Hólmsheiði má öllum vera ljóst að steinsteypa ein og sér mun litlu breyta um framtíð þessa fólks. Þvert á móti þarf að fjárfesta í fólki; fagfólki, kennurum og öðru starfsfólki inn í fangelsin. Sálfræðimeðferðir, samtöl, kennsla og vinna. Í slíku umhverfi á sér stað raunveruleg betrunarvist. Þannig getum við breytt einhverju. Undanfarið hefur peningum verið veitt til lögreglu til rannsóknar á ákveðnum málaflokki, sem er vel. Ekkert slíkt virðist vera í farvatninu í fangelsiskerfinu. Þvert á móti voru fjárframlög til Fangelsismálastofnunar lækkuð um sautján milljónir króna í síðustu fjárlögum. Ætli við stöndum undir því að kalla fangelsisvist hér á landi betrunarvist? Varla. Í þessum orðum felst enginn áfellisdómur yfir fólkinu sem starfar í fangelsunum. Það vinnur innan þess ramma, sem því er markaður. Við sem samfélag verðum að gera betur. Í þessum efnum borgar sig ekki að spara aurinn en kasta krónunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Fangi á Kvíabryggju féll fyrir eigin hendi í vikunni. Þetta er í annað skipti á innan við ári, sem slíkt gerist í fangelsum landsins. Þetta er tveimur of mikið. Formaður Afstöðu, félags fanga, sagði í viðtali hér í blaðinu fyrir nokkrum dögum, að enginn geðlæknir hafi komið á Litla-Hraun frá árinu 2013. Og bætir við: „Öðru hvoru taka pólitíkusar sig til og tala um að nú verði að fara í þessi mál. Hingað til hefur lítið verið gert. Það er leiðinlegt að sjálfsvíg þurfi að koma til til að fólk sjái að við erum hérna.“ Ríkisendurskoðun gerði athugasemdir við ástand heilbrigðis- og geðheilbrigðisþjónustu í fangelsum landsins árið 2010. Sú athugasemd var ítrekuð 2013, 2015 og 2017. Á grundvelli athugasemdanna var skipaður starfshópur í árslok 2015 til að fara yfir málið og átti hann að skila af sér fullnustuáætlun. Sú vinna virðist ganga hægt. Skjólstæðingar Fangelsismálastofnunar eru nálægt 550, en hjá stofnuninni starfa þrír sálfræðingar, tveir félagsráðgjafar og einn námsráðgjafi, en enginn geðlæknir. Ekki þarf sérfræðing til að sjá að úrbóta er þörf ef ætlunin er, líkt og stjórnvöld láta í veðri vaka, að fá út úr fangelsunum betra fólk en fór þar inn. Endurkoma fanga er stórt, samfélagslegt og dýrt vandamál. Um helmingur fanga sem eru í afplánun í fangelsunum hafa áður setið inni. Beinn kostnaður við hvern og einn er nálægt tíu milljónum króna á ári. Til mikils er að vinna í þeirri viðleitni að bjóða þeim betrunarvist sem lenda á glapstigum og brjóta af sér. Oftast er um að ræða kornunga karlmenn sem ættu að eiga framtíðina fyrir sér. Fangelsiskerfið er fjársvelt og undirmannað. Forgangsröðun fjármuna er oft á tíðum furðuleg. Þótt vissulega hafi verið þörf á nýju fangelsi á Hólmsheiði má öllum vera ljóst að steinsteypa ein og sér mun litlu breyta um framtíð þessa fólks. Þvert á móti þarf að fjárfesta í fólki; fagfólki, kennurum og öðru starfsfólki inn í fangelsin. Sálfræðimeðferðir, samtöl, kennsla og vinna. Í slíku umhverfi á sér stað raunveruleg betrunarvist. Þannig getum við breytt einhverju. Undanfarið hefur peningum verið veitt til lögreglu til rannsóknar á ákveðnum málaflokki, sem er vel. Ekkert slíkt virðist vera í farvatninu í fangelsiskerfinu. Þvert á móti voru fjárframlög til Fangelsismálastofnunar lækkuð um sautján milljónir króna í síðustu fjárlögum. Ætli við stöndum undir því að kalla fangelsisvist hér á landi betrunarvist? Varla. Í þessum orðum felst enginn áfellisdómur yfir fólkinu sem starfar í fangelsunum. Það vinnur innan þess ramma, sem því er markaður. Við sem samfélag verðum að gera betur. Í þessum efnum borgar sig ekki að spara aurinn en kasta krónunni.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun