Hafnað í fyrstu tilraun Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 17. febrúar 2018 08:15 Kvikmynd Ísoldar Uggadóttur Andið eðlilega hefur fengið lofsamlega dóma. Ísold hlaut leikstjórnarverðlaun Sundance-kvikmyndahátíðarinnar fyrir verk sitt. Það er því aldeilis ótrúlegt að í fyrstu tilraun hafi handritið ekki fengið styrk frá Kvikmyndastöð. Þegar Ísold Uggadóttir leikstjóri var unglingur í Vesturbænum í Reykjavík eignaðist fjölskylda hennar forláta myndbandsupptökuvél. Ísold notaði hana stanslaust. Myndaði allt sem hún sá og fylgdi litlu systur sinni eftir hvert fótmál. Áður en hún komst yfir myndbandsupptökuvélina góðu hafði eitthvað kviknað innra með henni á skemmtun í Melaskóla fáeinum árum áður. „Ég var tólf ára og gekk í Melaskóla. Strákarnir í bekknum gerðu myndband á bekkjarkvöldi. Ég var alveg heilluð og langaði til að hafa verið með. Stelpurnar gerðu leikrit en ekki mynd. Ég varð mjög afbrýðisöm út í þennan hóp stráka sem gerði þessa mynd. Fann að það blundaði í mér einhver sögumaður,“ segir Ísold og segist halda að mögulega þá hafi hún algjörlega ómeðvitað farið að stefna að því að búa til kvikmyndir. „Móðir mín sagði mér núna um daginn að ég hefði stundum verið að leikstýra bróður mínum og vinum okkar. En að fólk hefði ekki endilega hlustað á mig þar sem áhugi þeirra hafi ekki verið hinn sami og minn. Ég var ekki endilega með samvinnuþýða leikara,“ segir Ísold og segir að meira að segja séu til sögur af henni á leikskóla í Þýskalandi þar sem hún hafi einnig reynt að leikstýra smáum skólafélögum sínum. „Já, ég er líka svona framkvæmdakona og hef alltaf verið,“ segir hún. Ísold tók meistaragráðu í leikstjórn við Columbia-háskóla í New York. Hún hóf nám í skólanum haustið 2008 á sama tíma og íslenskur efnahagur hrundi. Lokaverkefni hennar í skólanum Útrás Reykjavík fjallaði um konu á besta aldri sem missir allt. Ísold tók á móti Adrienne Shelly verðlaununum fyrir besta kvenleikstjórn við útskrift úr skólanum. Áður átti hún að baki þrjár stuttmyndir. Námið var krefjandi að hennar sögn. „Það var lítið sofið. Ég var oft í tökum fram á nótt, svo að klippa á næturnar og sýna tilbúna senu klukkan níu um morguninn. Þetta var eins og að vera í þriggja ára stanslausum æfingabúðum. Þetta var svo mikil keyrsla að þegar ég kláraði námið leið mér eins og iðjuleysingja ef ég var ekki á stanslausum hlaupum,“ segir Ísold og segir námið hafa undirbúið hana vel undir kvikmyndagerð. „Svo sannarlega, því kvikmyndagerð er oftast ekki þægileg innivinna.“Vísir/GettyÁtakanlegar sögur Umfjöllunarefni fyrstu kvikmyndar Ísoldar í fullri lengd, Andið eðlilega, eru hitamál samtímans, fátækt, flóttamannavandinn og veruleiki hinsegin fólks. Í myndinni er fléttað saman lífi tveggja kvenna. Íslenskrar, einstæðrar móður sem Kristín Þóra Haraldsdóttir leikur, og flóttakonu frá Gíneu-Bissá, sem er leikin af hinni belgísku Babetida Sadjo. Sögusviðið er Reykjanes. „Eftir að ég hafði lokið námi mínu hugsaði ég með mér: Nú skrifa ég handrit að kvikmynd í fullri lengd. Þá var ég mikið að leiða hugann að fátækt. Ég var með hugann við hrunið. Ég las um mæður í erfiðum aðstæðum sem enduðu jafnvel á því að búa í bíl. Um fjölskyldur sem misstu heimili sín. Ég var byrjuð að skrifa sögu af konu í þessari stöðu. Móður með barn sem átti kött. Þau neyðast til að búa í bíl. Á meðan ég er að þróa þennan efnivið verð ég vör við mikla umræðu um flóttafólk. Á þessum tíma var umræðan ný og hún var mjög eldfim. Það fóru að heyrast átakanlegar sögur fólks á flótta sem gerði allt það sem það gat í þeirri aðstöðu sem það var komið í hér, á afskekktri eyju norður í hafi. Fólk lenti hér í eins konar fangelsisdvöl. Á stað sem það vildi kannski ekkert vera á. Eða, ef það vildi á annað borð vera hér, þá fékk það ekki tækifæri til að hefja eðlilegt líf. Það hafði engin réttindi til þess. Eftir að hafa lesið um þetta í blöðunum fór ég á stúfana og ræddi við fólk í þessari stöðu,“ segir Ísold og segist þá hafa komist að því að sumir hafi ekkert endilega verið á leiðinni til Íslands. Þeir hafi verið á leiðinni af meginlandi Evrópu en millilent hér fyrir hálfgerða tilviljun. Sumir hafi til dæmis verið á leið til Kanada þar sem kerfið þótti betra en víðast annars staðar. „Um svipað leyti ákvað ég að gerast félagsvinur hjá Rauða krossinum og kynntist þannig konu sem var hælisleitandi frá Úganda. Við urðum vinkonur. Hún flúði heimaland sitt vegna kynhneigðar sinnar. Þetta var á þeim tíma þegar miklar fréttir bárust af fyrirhugaðri lagasetningu þar í landi sem gekk undir nafninu „Kill the gays“,“ segir Ísold en þeir sem voru grunaðir um samkynhneigð gátu átt von á dauðadómi fyrir. „Þessi mál voru afar eldfim á þessum árum, 2012-2013. Þau eru það enn. En við erum samt orðin vanari þessari erfiðu umræðu. Aðeins ónæmari. Sem er leiðinlegt. En þarna var ég alls ekki orðin ónæm og skynjaði allt mjög sterkt. Þá vissi ég að þetta myndi verða eitthvað sem ég vildi skrifa um.“Vísir/GettySkrifaði í Þjóðarbókhlöðunni Ísold vildi finna leið til að skrifa um bæði viðfangsefni sín. Fátækt, málefni flóttamanna og samkynhneigðra. „Ég sat á bókasafninu og hugsaði um hvernig ég gæti samtvinnað það sem ég var að skrifa því sem mig langaði raunverulega að skrifa um. Ég vissi líka að ég vildi vinna með íróníu og það að þurfa að velja á milli tveggja vondra kosta. Ég hugsaði líka, hvernig get ég sagt sögu sem er á einhvern hátt óvænt en að sama skapi trúverðug? Þetta var púsl og hausverkur en einnig spennandi áskorun fyrir mig sem höfund,“ segir Ísold frá. Henni finnst best að skrifa á bókasafni þegar mikið liggur við. „Ég skrifa víða og finnst gott að skrifa í Þjóðarbókhlöðunni. Þar gengur maður inn og finnur hvað allir eru einbeittir. Maður gengur inn í það andrúmsloft. „Ef ég þarf virkilega að vinna og einbeita mér þá þarf ég að vera í kyrrð og enda oft uppi í sveit þegar skilafrestur nálgast.“Að hætta að skammast sín Hvernig var svo ferlið þegar handritið var klárt? „Handritið er náttúrulega aldrei klárt. Það er meira að segja enn þá í mótun þannig séð í klippiferlinu. Ég sendi það svo frá mér þegar ég var hætt að skammast mín fyrir það. Í langan tíma líður manni ekkert frábærlega með að senda frá sér handrit. En svo kemstu á þann stað að þú þarft ekki að skammast þín lengur. Ert bara búin að vinna það mikið í því og getur sent það frá þér með stolti. Í byrjun árs 2015 fengum við opinbert vilyrði frá Kvikmyndamiðstöð Íslands fyrir styrk. Það skipti sköpum fyrir framleiðslu myndarinnar. Ef heimalandið styður ekki verkið þá er maður fastur. Við vorum á þessum tíma komin í samband við meðframleiðendur í Svíþjóð og Belgíu. Um leið og vilyrðið var komið gátu þeir leitað eftir styrkjum og stuðningi. Svo þegar nær dró tökum bættust við meðframleiðendur, Inga Lind Karlsdóttir og Lilja Ósk Snorradóttir hjá Pegasus. Svo bættist Birna Anna Björnsdóttir við í eftirvinnslunni og svo RÚV.Svartholið sem var Styrkinn fékk Ísold í annarri tilraun. Henni var fyrst hafnað af Kvikmyndamiðstöð. Á þessum tíma var mikið rætt um slæmt hlutskipti kvenna í íslenskri kvikmyndagerð. „Bransinn er að þroskast. Nú erum við áfangastaður alþjóðlegra kvikmyndafyrirtækja og verðum að vera á sama faglega plani. Þetta er miklu fjölmennari bransi en hann var til dæmis um síðustu aldamót. Það eru fleiri konur komnar í bransann. En staðan var slæm. Það kom ekki út mynd eftir konu í fáránlega mörg ár. Það var bara algjört svarthol. Það er mjög undarlegt að því hafi verið leyft að gerast. Að það hafi gengið svona langt. Ég fékk synjun fyrst fyrir handritið að kvikmyndinni Andið eðlilega. Ég hefði þegið að fá ekki þá synjun. Ég var forviða, vantar ekki einmitt konur? spurði ég. Þegar ég sótti um, þá var nefnilega mjög augljóst að það vantaði sögur kenna. Hvernig hefði verið að ýta undir það? Við þurftum að sækja aftur um. Ég nýtti auðvitað tímann vel. En ég hefði líka viljað vera búin að koma af stað mynd númer tvö. En þetta voru skrýtnir tímar. Það var ekki verið að horfa á heildarmyndina. Ég held að gagnrýnisraddirnar hafi skilað sér. Ég held líka að þegar kerfið fór að bregðast við gagnrýni hafi margar konur verið tilbúnar,“ segir Ísold.Leikaravalið mikilvægt Eftir að fjármögnun myndarinnar var tryggð fór Ísold að leita að leikurum. Henni til aðstoðar var Tinna Hrafnsdóttir leikstjóri. „Ég hafði hrifist af leik Kristínar Þóru Haraldsdóttir í verkinu Tengdó og velti því fyrir mér þá af hverju ég hefði ekki séð hana í stóru hlutverki í kvikmynd eða sjónvarpsþáttum. Hún kom í prufur, stóð sig frábærlega og var ráðin. Sömu sögu er að segja af Babetida sem er belgísk leikkona upphaflega frá Gíneu Bissá. Hún lék í yfirheyrslusenu og gerði það á flottan átakalegan hátt. Hún hreyfði við mér. Svipað og með Kristínu Þóru sem lék í dramatískri senu. Báðar hreyfðu svo mikið við mér að ég gleymdi því hreinlega að ég hefði sjálf skrifað senurnar sem um ræðir.“ Það tók lengri tíma að finna drenginn, son móðurinnar sem Kristín Þóra leikur. „Við hittum mörg mjög hæfileikarík börn. Ég hef áður leikstýrt börnum í stuttmynd og vissi hvað úthaldið skiptir miklu máli. Þetta er vandasamt og það þarf að velja barn sem virkilega vill vera með. Þegar við fundum Patrik Nökkva höfðum við verið að leita í í níu mánuði. Tinna hafði áhyggjur af þessu. Að við gætum ekki farið í tökur vegna þessa. En svo kom hann inn og massaði þessa senu. Leitaði að ímynduðum ketti og gat fundið svo mikla dramatík innra með sjálfum sér. Við vorum heilluð af þessum dreng og það var þess virði að bíða eftir honum. Leikaravalið er mikilvægt, ef ekki eitt það mikilvægasta, fyrir utan sjálft handritið.“ Ísold hafði sjálf verið að kanna tökustaði á Reykjanesi frá árinu 2013. Hafði eignast góðan ráðgjafa hjá lögreglunni í Leifsstöð og var orðin mjög kunnug vistarverum flóttamanna á þessum tíma. Sem var oft á Reykjanesi. „Margt hefur breyst síðan þá. En samt ekki. Nú er fólk í Arnarholti sem er ekkert endilega betri staður en til dæmis Fit Hostel sem var gagnrýnt mikið á sínum tíma. Það er einangraður staður og engar samgöngur. Vondur aðbúnaður. Eins mikið og var talað um að bæta aðbúnað fólks á flótta, viðist lítið hafa breyst, því miður.“ Haustið 2016 fór myndin í tökur á Reykjanesi. „Þær tóku á. Það er auðvitað meira en að segja það að taka upp mynd í samstarfi við fólk frá mörgum löndum. Auðvitað þurfti ég að leikstýra á tveimur tungumálum. En veðrið tók þó mest á. Það var oft alveg brjálað og við fengum allar tegundir af veðri. Stundum á eina og sama deginum, segir Ísold og rifjar upp einn veðurdag þar sem öll sýnishorn fengust. „Við byrjuðum daginn á því að horfa út um gluggann og það var haglél. Svo kom sól í skamma stund, þá kom rigning og síðar snjókoma. Fyrir fólk sem sem er að taka upp kvikmynd er þetta að sjálfsögðu erfitt! Þennan dag var þetta orðið eins og farsi. Þá var mjög vindasamt og við vorum oft úti. En þrátt yfir að þetta hafi tekið á, þá kemur þetta mjög vel út á filmu. Ég hitti einmitt konurnar sem voru með mér í þessari kvikmynd nýlega. Nú eru þetta bara fyndnar og fallegar minningar.“Baráttan heldur áfram Myndin var heimsfrumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni sem var haldin í lok janúar. Hún hlaut góðar viðtökur og Ísold var á hátíðinni valin besti alþjóðlegi leikstjórinn. Eru þetta ekki þýðingarmikil verðlaun? „Það verður að koma í ljós hvaða þýðingu þau hafa. Ég fæ mikið af hamingjuóskum sem er skemmtilegt. Þú getur fengið þetta klapp á bakið en þegar allt kemur til alls þá þarf ég að skrifa annað handrit og gera aðra bíómynd. Það gerir það enginn fyrir mig. Þessi verðlaun, ég get haft þau uppi í hillu og horft á þau. En svo mun ég samt þurfa að sitja ein með tómt blað fyrir framan mig og þurfa að fylla það. Verðlaunin munu ekki endilega gera það fyrir mig. Maður er alltaf að berjast við sjálfan sig. En vissulega fylgir því mikil hamingja og einhvers konar léttir að uppskera svona,“ segir Ísold.Ætlar að læsa internetinu Og brátt hefst baráttan aftur á bókasafninu. Ísold fékk aðra hugmynd síðasta vor þar sem hún var stödd í litlum bæ hér á landi. „Ég var í ákveðnum bæ á Íslandi og fékk innblástur. Fann að þarna gætu áhugaverðar persónur búið. Skrifin eru upphafið. Það mikilvægasta og það erfiðasta. Þótt hugmyndin hafi komið til mín síðasta vor þá hefur hún enga athygli fengið, því miður. Það er stundum einmanalegt að skrifa handrit. Stundum stend ég mig að því að öfunda fólk sem á vinnufélaga og sem getur skipulagt sumarfrí. Sem er hluti af vikulegum rauðvínspotti í vinnunni. Ég er aldrei hluti af rauðvínspotti,“ segir Ísold og skellir upp úr. „En ég læt nú eins og ég hafi setið í bókhlöðunni í fimm ár. Það hef ég ekki gert. Ég er bara í grunninn mikil félagsvera og þarf svolítið að breyta mér í ákveðinn tíma á meðan ég skrifa. En tökurnar, þegar vel gengur, þá er ég hins vegar alveg í essinu mínu. Ég þarf bráðum að fara á bókasafnið aftur. Nú eins og áður er ég vopnuð forriti sem læsir intenetinu svo ég get ekki farið á netið í fjóra tíma í senn, eða fleiri,“ segir Ísold. Svo ég fer brátt á bókasafnið og læsi internetinu!“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Þegar Ísold Uggadóttir leikstjóri var unglingur í Vesturbænum í Reykjavík eignaðist fjölskylda hennar forláta myndbandsupptökuvél. Ísold notaði hana stanslaust. Myndaði allt sem hún sá og fylgdi litlu systur sinni eftir hvert fótmál. Áður en hún komst yfir myndbandsupptökuvélina góðu hafði eitthvað kviknað innra með henni á skemmtun í Melaskóla fáeinum árum áður. „Ég var tólf ára og gekk í Melaskóla. Strákarnir í bekknum gerðu myndband á bekkjarkvöldi. Ég var alveg heilluð og langaði til að hafa verið með. Stelpurnar gerðu leikrit en ekki mynd. Ég varð mjög afbrýðisöm út í þennan hóp stráka sem gerði þessa mynd. Fann að það blundaði í mér einhver sögumaður,“ segir Ísold og segist halda að mögulega þá hafi hún algjörlega ómeðvitað farið að stefna að því að búa til kvikmyndir. „Móðir mín sagði mér núna um daginn að ég hefði stundum verið að leikstýra bróður mínum og vinum okkar. En að fólk hefði ekki endilega hlustað á mig þar sem áhugi þeirra hafi ekki verið hinn sami og minn. Ég var ekki endilega með samvinnuþýða leikara,“ segir Ísold og segir að meira að segja séu til sögur af henni á leikskóla í Þýskalandi þar sem hún hafi einnig reynt að leikstýra smáum skólafélögum sínum. „Já, ég er líka svona framkvæmdakona og hef alltaf verið,“ segir hún. Ísold tók meistaragráðu í leikstjórn við Columbia-háskóla í New York. Hún hóf nám í skólanum haustið 2008 á sama tíma og íslenskur efnahagur hrundi. Lokaverkefni hennar í skólanum Útrás Reykjavík fjallaði um konu á besta aldri sem missir allt. Ísold tók á móti Adrienne Shelly verðlaununum fyrir besta kvenleikstjórn við útskrift úr skólanum. Áður átti hún að baki þrjár stuttmyndir. Námið var krefjandi að hennar sögn. „Það var lítið sofið. Ég var oft í tökum fram á nótt, svo að klippa á næturnar og sýna tilbúna senu klukkan níu um morguninn. Þetta var eins og að vera í þriggja ára stanslausum æfingabúðum. Þetta var svo mikil keyrsla að þegar ég kláraði námið leið mér eins og iðjuleysingja ef ég var ekki á stanslausum hlaupum,“ segir Ísold og segir námið hafa undirbúið hana vel undir kvikmyndagerð. „Svo sannarlega, því kvikmyndagerð er oftast ekki þægileg innivinna.“Vísir/GettyÁtakanlegar sögur Umfjöllunarefni fyrstu kvikmyndar Ísoldar í fullri lengd, Andið eðlilega, eru hitamál samtímans, fátækt, flóttamannavandinn og veruleiki hinsegin fólks. Í myndinni er fléttað saman lífi tveggja kvenna. Íslenskrar, einstæðrar móður sem Kristín Þóra Haraldsdóttir leikur, og flóttakonu frá Gíneu-Bissá, sem er leikin af hinni belgísku Babetida Sadjo. Sögusviðið er Reykjanes. „Eftir að ég hafði lokið námi mínu hugsaði ég með mér: Nú skrifa ég handrit að kvikmynd í fullri lengd. Þá var ég mikið að leiða hugann að fátækt. Ég var með hugann við hrunið. Ég las um mæður í erfiðum aðstæðum sem enduðu jafnvel á því að búa í bíl. Um fjölskyldur sem misstu heimili sín. Ég var byrjuð að skrifa sögu af konu í þessari stöðu. Móður með barn sem átti kött. Þau neyðast til að búa í bíl. Á meðan ég er að þróa þennan efnivið verð ég vör við mikla umræðu um flóttafólk. Á þessum tíma var umræðan ný og hún var mjög eldfim. Það fóru að heyrast átakanlegar sögur fólks á flótta sem gerði allt það sem það gat í þeirri aðstöðu sem það var komið í hér, á afskekktri eyju norður í hafi. Fólk lenti hér í eins konar fangelsisdvöl. Á stað sem það vildi kannski ekkert vera á. Eða, ef það vildi á annað borð vera hér, þá fékk það ekki tækifæri til að hefja eðlilegt líf. Það hafði engin réttindi til þess. Eftir að hafa lesið um þetta í blöðunum fór ég á stúfana og ræddi við fólk í þessari stöðu,“ segir Ísold og segist þá hafa komist að því að sumir hafi ekkert endilega verið á leiðinni til Íslands. Þeir hafi verið á leiðinni af meginlandi Evrópu en millilent hér fyrir hálfgerða tilviljun. Sumir hafi til dæmis verið á leið til Kanada þar sem kerfið þótti betra en víðast annars staðar. „Um svipað leyti ákvað ég að gerast félagsvinur hjá Rauða krossinum og kynntist þannig konu sem var hælisleitandi frá Úganda. Við urðum vinkonur. Hún flúði heimaland sitt vegna kynhneigðar sinnar. Þetta var á þeim tíma þegar miklar fréttir bárust af fyrirhugaðri lagasetningu þar í landi sem gekk undir nafninu „Kill the gays“,“ segir Ísold en þeir sem voru grunaðir um samkynhneigð gátu átt von á dauðadómi fyrir. „Þessi mál voru afar eldfim á þessum árum, 2012-2013. Þau eru það enn. En við erum samt orðin vanari þessari erfiðu umræðu. Aðeins ónæmari. Sem er leiðinlegt. En þarna var ég alls ekki orðin ónæm og skynjaði allt mjög sterkt. Þá vissi ég að þetta myndi verða eitthvað sem ég vildi skrifa um.“Vísir/GettySkrifaði í Þjóðarbókhlöðunni Ísold vildi finna leið til að skrifa um bæði viðfangsefni sín. Fátækt, málefni flóttamanna og samkynhneigðra. „Ég sat á bókasafninu og hugsaði um hvernig ég gæti samtvinnað það sem ég var að skrifa því sem mig langaði raunverulega að skrifa um. Ég vissi líka að ég vildi vinna með íróníu og það að þurfa að velja á milli tveggja vondra kosta. Ég hugsaði líka, hvernig get ég sagt sögu sem er á einhvern hátt óvænt en að sama skapi trúverðug? Þetta var púsl og hausverkur en einnig spennandi áskorun fyrir mig sem höfund,“ segir Ísold frá. Henni finnst best að skrifa á bókasafni þegar mikið liggur við. „Ég skrifa víða og finnst gott að skrifa í Þjóðarbókhlöðunni. Þar gengur maður inn og finnur hvað allir eru einbeittir. Maður gengur inn í það andrúmsloft. „Ef ég þarf virkilega að vinna og einbeita mér þá þarf ég að vera í kyrrð og enda oft uppi í sveit þegar skilafrestur nálgast.“Að hætta að skammast sín Hvernig var svo ferlið þegar handritið var klárt? „Handritið er náttúrulega aldrei klárt. Það er meira að segja enn þá í mótun þannig séð í klippiferlinu. Ég sendi það svo frá mér þegar ég var hætt að skammast mín fyrir það. Í langan tíma líður manni ekkert frábærlega með að senda frá sér handrit. En svo kemstu á þann stað að þú þarft ekki að skammast þín lengur. Ert bara búin að vinna það mikið í því og getur sent það frá þér með stolti. Í byrjun árs 2015 fengum við opinbert vilyrði frá Kvikmyndamiðstöð Íslands fyrir styrk. Það skipti sköpum fyrir framleiðslu myndarinnar. Ef heimalandið styður ekki verkið þá er maður fastur. Við vorum á þessum tíma komin í samband við meðframleiðendur í Svíþjóð og Belgíu. Um leið og vilyrðið var komið gátu þeir leitað eftir styrkjum og stuðningi. Svo þegar nær dró tökum bættust við meðframleiðendur, Inga Lind Karlsdóttir og Lilja Ósk Snorradóttir hjá Pegasus. Svo bættist Birna Anna Björnsdóttir við í eftirvinnslunni og svo RÚV.Svartholið sem var Styrkinn fékk Ísold í annarri tilraun. Henni var fyrst hafnað af Kvikmyndamiðstöð. Á þessum tíma var mikið rætt um slæmt hlutskipti kvenna í íslenskri kvikmyndagerð. „Bransinn er að þroskast. Nú erum við áfangastaður alþjóðlegra kvikmyndafyrirtækja og verðum að vera á sama faglega plani. Þetta er miklu fjölmennari bransi en hann var til dæmis um síðustu aldamót. Það eru fleiri konur komnar í bransann. En staðan var slæm. Það kom ekki út mynd eftir konu í fáránlega mörg ár. Það var bara algjört svarthol. Það er mjög undarlegt að því hafi verið leyft að gerast. Að það hafi gengið svona langt. Ég fékk synjun fyrst fyrir handritið að kvikmyndinni Andið eðlilega. Ég hefði þegið að fá ekki þá synjun. Ég var forviða, vantar ekki einmitt konur? spurði ég. Þegar ég sótti um, þá var nefnilega mjög augljóst að það vantaði sögur kenna. Hvernig hefði verið að ýta undir það? Við þurftum að sækja aftur um. Ég nýtti auðvitað tímann vel. En ég hefði líka viljað vera búin að koma af stað mynd númer tvö. En þetta voru skrýtnir tímar. Það var ekki verið að horfa á heildarmyndina. Ég held að gagnrýnisraddirnar hafi skilað sér. Ég held líka að þegar kerfið fór að bregðast við gagnrýni hafi margar konur verið tilbúnar,“ segir Ísold.Leikaravalið mikilvægt Eftir að fjármögnun myndarinnar var tryggð fór Ísold að leita að leikurum. Henni til aðstoðar var Tinna Hrafnsdóttir leikstjóri. „Ég hafði hrifist af leik Kristínar Þóru Haraldsdóttir í verkinu Tengdó og velti því fyrir mér þá af hverju ég hefði ekki séð hana í stóru hlutverki í kvikmynd eða sjónvarpsþáttum. Hún kom í prufur, stóð sig frábærlega og var ráðin. Sömu sögu er að segja af Babetida sem er belgísk leikkona upphaflega frá Gíneu Bissá. Hún lék í yfirheyrslusenu og gerði það á flottan átakalegan hátt. Hún hreyfði við mér. Svipað og með Kristínu Þóru sem lék í dramatískri senu. Báðar hreyfðu svo mikið við mér að ég gleymdi því hreinlega að ég hefði sjálf skrifað senurnar sem um ræðir.“ Það tók lengri tíma að finna drenginn, son móðurinnar sem Kristín Þóra leikur. „Við hittum mörg mjög hæfileikarík börn. Ég hef áður leikstýrt börnum í stuttmynd og vissi hvað úthaldið skiptir miklu máli. Þetta er vandasamt og það þarf að velja barn sem virkilega vill vera með. Þegar við fundum Patrik Nökkva höfðum við verið að leita í í níu mánuði. Tinna hafði áhyggjur af þessu. Að við gætum ekki farið í tökur vegna þessa. En svo kom hann inn og massaði þessa senu. Leitaði að ímynduðum ketti og gat fundið svo mikla dramatík innra með sjálfum sér. Við vorum heilluð af þessum dreng og það var þess virði að bíða eftir honum. Leikaravalið er mikilvægt, ef ekki eitt það mikilvægasta, fyrir utan sjálft handritið.“ Ísold hafði sjálf verið að kanna tökustaði á Reykjanesi frá árinu 2013. Hafði eignast góðan ráðgjafa hjá lögreglunni í Leifsstöð og var orðin mjög kunnug vistarverum flóttamanna á þessum tíma. Sem var oft á Reykjanesi. „Margt hefur breyst síðan þá. En samt ekki. Nú er fólk í Arnarholti sem er ekkert endilega betri staður en til dæmis Fit Hostel sem var gagnrýnt mikið á sínum tíma. Það er einangraður staður og engar samgöngur. Vondur aðbúnaður. Eins mikið og var talað um að bæta aðbúnað fólks á flótta, viðist lítið hafa breyst, því miður.“ Haustið 2016 fór myndin í tökur á Reykjanesi. „Þær tóku á. Það er auðvitað meira en að segja það að taka upp mynd í samstarfi við fólk frá mörgum löndum. Auðvitað þurfti ég að leikstýra á tveimur tungumálum. En veðrið tók þó mest á. Það var oft alveg brjálað og við fengum allar tegundir af veðri. Stundum á eina og sama deginum, segir Ísold og rifjar upp einn veðurdag þar sem öll sýnishorn fengust. „Við byrjuðum daginn á því að horfa út um gluggann og það var haglél. Svo kom sól í skamma stund, þá kom rigning og síðar snjókoma. Fyrir fólk sem sem er að taka upp kvikmynd er þetta að sjálfsögðu erfitt! Þennan dag var þetta orðið eins og farsi. Þá var mjög vindasamt og við vorum oft úti. En þrátt yfir að þetta hafi tekið á, þá kemur þetta mjög vel út á filmu. Ég hitti einmitt konurnar sem voru með mér í þessari kvikmynd nýlega. Nú eru þetta bara fyndnar og fallegar minningar.“Baráttan heldur áfram Myndin var heimsfrumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni sem var haldin í lok janúar. Hún hlaut góðar viðtökur og Ísold var á hátíðinni valin besti alþjóðlegi leikstjórinn. Eru þetta ekki þýðingarmikil verðlaun? „Það verður að koma í ljós hvaða þýðingu þau hafa. Ég fæ mikið af hamingjuóskum sem er skemmtilegt. Þú getur fengið þetta klapp á bakið en þegar allt kemur til alls þá þarf ég að skrifa annað handrit og gera aðra bíómynd. Það gerir það enginn fyrir mig. Þessi verðlaun, ég get haft þau uppi í hillu og horft á þau. En svo mun ég samt þurfa að sitja ein með tómt blað fyrir framan mig og þurfa að fylla það. Verðlaunin munu ekki endilega gera það fyrir mig. Maður er alltaf að berjast við sjálfan sig. En vissulega fylgir því mikil hamingja og einhvers konar léttir að uppskera svona,“ segir Ísold.Ætlar að læsa internetinu Og brátt hefst baráttan aftur á bókasafninu. Ísold fékk aðra hugmynd síðasta vor þar sem hún var stödd í litlum bæ hér á landi. „Ég var í ákveðnum bæ á Íslandi og fékk innblástur. Fann að þarna gætu áhugaverðar persónur búið. Skrifin eru upphafið. Það mikilvægasta og það erfiðasta. Þótt hugmyndin hafi komið til mín síðasta vor þá hefur hún enga athygli fengið, því miður. Það er stundum einmanalegt að skrifa handrit. Stundum stend ég mig að því að öfunda fólk sem á vinnufélaga og sem getur skipulagt sumarfrí. Sem er hluti af vikulegum rauðvínspotti í vinnunni. Ég er aldrei hluti af rauðvínspotti,“ segir Ísold og skellir upp úr. „En ég læt nú eins og ég hafi setið í bókhlöðunni í fimm ár. Það hef ég ekki gert. Ég er bara í grunninn mikil félagsvera og þarf svolítið að breyta mér í ákveðinn tíma á meðan ég skrifa. En tökurnar, þegar vel gengur, þá er ég hins vegar alveg í essinu mínu. Ég þarf bráðum að fara á bókasafnið aftur. Nú eins og áður er ég vopnuð forriti sem læsir intenetinu svo ég get ekki farið á netið í fjóra tíma í senn, eða fleiri,“ segir Ísold. Svo ég fer brátt á bókasafnið og læsi internetinu!“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira