Þetta mót er eitt sterkasta æfingamót heims á hverju ári en þarna hafa stelpurnar okkar spilað síðan árið 2007. Leikirnir eru liður í undirbúningi fyrir lokasprett undankeppni HM 2019.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji Verona á Ítalíu, er ekki í hópnum en Guðný Árnadóttir og Hlín Eiríksdóttir, sem voru nýliðar í síðasta hóp, halda sætum sínum og fara með til Portúgal. Berglind er á milli félags þessa stundina eftir deilu við Verona.
Sigrún Ella Einarsdóttir, leikmaður Fiorentina á Ítalíu, er í hópnum en hún spilaði síðast landsleiki sumarið 2014 í undankeppni HM 2015.
Íslenska liðið er í mjög sterkum C-riðli með Evrópumeisturum Hollands, silfurliði Danmerkur og Japan sem lék til úrslita á HM í Kanada 2015.
Fyrsti leikur stelpnanna okkar verður á móti Dönum 28. febrúar en svo mætir Ísland liði Japan 2. mars áður en kemur að lokaleik riðilsins á móti Hollandi 5. mars.
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, verður ekki á hliðarlínunni í leiknum um sæti sem kemur á eftir riðlakeppninni því hann verður að mæta til Danmerkur þar sem hann er að taka UEFA Pro-leyfið. Skyldumæting er á námskeiðið og fellur Freyr ef hann fer ekki.
Íslenski hópurinn:
Markverðir:
Guðbjörg Gunnarsdóttir Djurgården
Sandra Sigurðardóttir, Val
Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðabliki
Varnarmenn:
Anna Björk Kristjánsdóttir, LB07
Sif Atladóttir, Kristianstad
Glódís Perla Viggósdóttir, FC Rosengård
Ingibjörg Sigurðardóttir, Djurgården
Hallbera Guðný Gísladóttir, Val
Anna Rakel Pétursdóttir, Þór/KA
Guðný Árnadóttir, FH
Selma Sól Magnúsdóttir, Breiðabliki
Miðjumenn:
Rakel Hönnudóttir, LB07
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Utah Royals
Sara Björk Gunnarsdóttir, Wolfsburg
Sandra María Jessen, Slavia Prag
Andrea Mist Pálsdóttir, Þór/KA
Andrea Rán Hauksdóttir, Breiðablik
Sigrún Ella Einarsdóttir, Fiorentina
Sóknarmenn:
Katrín Ásbjörnsdóttir, Stjarnan
Fanndís Friðriksdóttir, Marseille
Agla María Albertsdóttir, Stjarnan
Svava Rós Guðmundsdóttir, Roa
Hlín Eiríksdóttir, Val
