Argentínumenn eru ekki eins hrifnir af því hvað Messi fær litla hvíld hjá Barcelona liðinu. Messi er algjör lykilmaður fyrir spænska liðið og liðið getur helst ekki verið án hans.
Claudio Tapia, forseti argentínska knattspyrnusambandsins, hefur rætt þetta við Lionel Messi sem er fyrirliði argentínska landsliðsins.
Tapia vill að Messi spili færri leiki með Barcelona til að spara sig eitthvað fyrir HM í Rússlandi í sumar þar sem argentínska landsliðið mætir Íslandi í fyrsta leik 16. júní næstkomandi.
AFA president Tapia: "I spoke with Messi for him to play less at Barcelona. To be careful, to play a little less."
Worth noting Argentina coach Jorge Sampaoli also spoke with Messi in the past about him playing less this season in order to get to World Cup in ultimate shape. pic.twitter.com/5vheeIgvc5
— Roy Nemer (@RoyNemer) February 13, 2018
Þjálfarinn Ernesto Valverde hvíldi Messi í fyrsta sinn í deildinni á tímabilinu í leik á móti Espanyol 4. febrúar. Hann kom hinsvegar inná og bjargaði stigi fyrir Barcelona liðið.
Messi er með 27 mörk og 14 stoðsendingar í 36 leikjum í öllum keppnum með Barcelona á þessari leiktíð.
Claudio Tapia (Argentina President): "I've talked to Messi several times. I told him to be careful and play as few games as he can, because it's a World Cup year." pic.twitter.com/YwQdudZfsp
— BarcaSpiral (@BarcaSpiral_) February 13, 2018
Argentínumenn þurfa að fá Lionel Messi ferskan og í miklu stuði inn á HM ætli liðið að ná langt á heimsmeistaramótinu í sumar. Liðið fór alla leið í úrslitaleikinn fyrir fjórum árum en tapaði þá fyrir Þýskalandi í framlengingu.