Haukar og ÍBV lentu saman hjá körlunum en þessi tvö lið hafa spilað marga magnaða handboltaleiki á síðustu árum.
Selfyssingar fá aftur á móti leik á móti Fram. Fram kom mjög á óvat með sigri á toppliði FH í átta liða úrslitunum en Selfoss rétt marði þá b-deildarlið Þróttar.
Það er líka risaleikur hjá konunum en þar mætast ÍBV og Fram. Í hinum leiknum spilar síðan b-deildarlið KA/Þór við Hauka.
Það verða nýir bikarmeistarar krýndir í ár því Valur datt út á móti Haukum hjá körlunum og Stjörnukonur duttu út á móti ÍBV. Karlalið Vals og kvennalið Stjörnunnar höfðu bæði unnið bikarinn tvö ár í röð.
Undanúrslitaleikirnir fara fram 8. mars hjá konunum og 9. mars hjá körlunum. Bikarúrslitaleikirnir eru síðan laugardaginn 10. mars. Allir leikirnir fara fram í Laugardalshöllinni.
Í undanúrslitum Coca Cola bikars karla 9. mars mætast:
17.15 Haukar - ÍBV
19.30 Selfoss - Fram
Í undanúrslitum Coca Cola bikars kvenna 8. mars mætast:
17.15 ÍBV - Fram
19.30 Haukar - KA/Þór
Hér fyrir neðan má sjá útsendingu Handknattleikssambands Íslands frá drættinum.