Íslendingar heimsmeistarar í „þetta reddast“-viðhorfinu Guðný Hrönn skrifar 13. febrúar 2018 06:00 Margrét Reynisdóttir er sérfræðingur í þjónustu. Visir/ernir Til að svara fjölmörgum spurningum útlendinga á íslenskum vinnumarkaði um hvað einkennir Íslendinga og íslenska vinnustaði hefur Margrét Reynisdóttir hjá Gerum betur þróað námskeiðið Góð ráð í samskiptum við Íslendinga! „Lykillinn að því að vinna í íslensku umhverfi er að skilja íslenskan hugsunarhátt,“ segir Margrét. „Ég hef oft fengið að heyra: „ég vildi að ég hefði vitað þetta fyrr“ eða „nú skil ég...“.“ Margrét segir til dæmis Íslendinga vera heimsmeistara í „þetta reddast“-hugsunarhættinum en þetta kæruleysislega viðhorf þekkist ekki víða erlendis. „Ef við skoðum nokkra þætti sem við ræðum á námskeiðinu og alhæfum aðeins þá má kalla Íslendinga heimsmeistara í „þetta reddast“-hugsunarhættinum. Bjartsýni Íslendingar og sveigjanleikinn sem felst í „þetta reddast“ gerir þeim kleift að ljúka við verkefni sem ýmsum öðrum þjóðum þætti flestum ógerningur,“ segir Margrét kímin.Íslendingar vita að það þýðir ekkert að stressa sig á hlutunum, því þetta reddast allt saman.Visir/GettyHún tekur tvö dæmi: „Leiðtogafundurinn í Höfða 1986 er gott dæmi um þessa bjartsýni og dugnað. Annað dæmi er þegar þurfti að reisa nýja brú yfir Múlakvísl á einni viku. Allir lögðust á eitt og kláruðu málið. Það kæmi ekki á óvart þótt ýmsar aðrar þjóðir hefðu þurft að funda vikum og jafnvel mánuðum saman til að klára slíkt afrek. Þótt Íslendingar vinni ekki endilega eftir þýsku skipulagi eða séu endilega stundvísir þá eru þeir gjarnan snillingar í að redda öllu á síðustu mínútunum. „Það er nóg af óvissu,“ sagði einn vinur minn til dæmis rólegur um daginn þegar hann leit út um gluggann og sá að veðrið hafði breyst á augabragði. Næsta skref hjá honum var að aðlaga akstursþjónustu fyrirtækisins í einum grænum, einu sinni enn. Breytilegt veður getur kallað á að breyta öllu skipulagi á einni mínútu hérlendis á meðan sumar þjóðir búa við stöðugra veðurfar og geta skipulagt meira og lengra fram í tímann,“ útskýrir Margrét. Fleira sem Margrét bendir á í námskeiði sínu er að Íslendingar eru ekkert að eyða tíma í óþarfa afsökunarbeiðnir og gætu því virkað ókurteisir í augum útlendinga. „Íslendingar hafa oftast ekki fyrir því að biðjast afsökunar rekist þeir utan í annað fólk eða biðja afsökunar yfirleitt. En Bretar gætu t.d. kennt Íslendingum eitt og annað í þessum málum. Íslendingar eru almennt ekkert að eyða tímanum í svona óþarfa.“ Þá bendir Margrét líka fólki af öðru þjóðerni á að Íslendingar horfa mikið á annað fólk í kring um sig. „Slíkt getur þótt dónalegt eða ágengt hjá öðrum þjóðum,“ segir Margrét og minnir aftur á að hún sé að tala almennt um Íslendinga og að þetta eigi að sjálfsögðu ekki við alla landsmenn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Sjá meira
Til að svara fjölmörgum spurningum útlendinga á íslenskum vinnumarkaði um hvað einkennir Íslendinga og íslenska vinnustaði hefur Margrét Reynisdóttir hjá Gerum betur þróað námskeiðið Góð ráð í samskiptum við Íslendinga! „Lykillinn að því að vinna í íslensku umhverfi er að skilja íslenskan hugsunarhátt,“ segir Margrét. „Ég hef oft fengið að heyra: „ég vildi að ég hefði vitað þetta fyrr“ eða „nú skil ég...“.“ Margrét segir til dæmis Íslendinga vera heimsmeistara í „þetta reddast“-hugsunarhættinum en þetta kæruleysislega viðhorf þekkist ekki víða erlendis. „Ef við skoðum nokkra þætti sem við ræðum á námskeiðinu og alhæfum aðeins þá má kalla Íslendinga heimsmeistara í „þetta reddast“-hugsunarhættinum. Bjartsýni Íslendingar og sveigjanleikinn sem felst í „þetta reddast“ gerir þeim kleift að ljúka við verkefni sem ýmsum öðrum þjóðum þætti flestum ógerningur,“ segir Margrét kímin.Íslendingar vita að það þýðir ekkert að stressa sig á hlutunum, því þetta reddast allt saman.Visir/GettyHún tekur tvö dæmi: „Leiðtogafundurinn í Höfða 1986 er gott dæmi um þessa bjartsýni og dugnað. Annað dæmi er þegar þurfti að reisa nýja brú yfir Múlakvísl á einni viku. Allir lögðust á eitt og kláruðu málið. Það kæmi ekki á óvart þótt ýmsar aðrar þjóðir hefðu þurft að funda vikum og jafnvel mánuðum saman til að klára slíkt afrek. Þótt Íslendingar vinni ekki endilega eftir þýsku skipulagi eða séu endilega stundvísir þá eru þeir gjarnan snillingar í að redda öllu á síðustu mínútunum. „Það er nóg af óvissu,“ sagði einn vinur minn til dæmis rólegur um daginn þegar hann leit út um gluggann og sá að veðrið hafði breyst á augabragði. Næsta skref hjá honum var að aðlaga akstursþjónustu fyrirtækisins í einum grænum, einu sinni enn. Breytilegt veður getur kallað á að breyta öllu skipulagi á einni mínútu hérlendis á meðan sumar þjóðir búa við stöðugra veðurfar og geta skipulagt meira og lengra fram í tímann,“ útskýrir Margrét. Fleira sem Margrét bendir á í námskeiði sínu er að Íslendingar eru ekkert að eyða tíma í óþarfa afsökunarbeiðnir og gætu því virkað ókurteisir í augum útlendinga. „Íslendingar hafa oftast ekki fyrir því að biðjast afsökunar rekist þeir utan í annað fólk eða biðja afsökunar yfirleitt. En Bretar gætu t.d. kennt Íslendingum eitt og annað í þessum málum. Íslendingar eru almennt ekkert að eyða tímanum í svona óþarfa.“ Þá bendir Margrét líka fólki af öðru þjóðerni á að Íslendingar horfa mikið á annað fólk í kring um sig. „Slíkt getur þótt dónalegt eða ágengt hjá öðrum þjóðum,“ segir Margrét og minnir aftur á að hún sé að tala almennt um Íslendinga og að þetta eigi að sjálfsögðu ekki við alla landsmenn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Sjá meira