Ferðalag í þokunni Sigríður Jónsdóttir skrifar 10. febrúar 2018 09:00 Kristjana Skúladóttir og Karl Ágúst Úlfsson í hlutverkum sínum í Í skugga Sveins í Gaflaraleikhúsinu. Síðastliðinn sunnudag frumsýndi Gaflaraleikhúsið í Hafnarfirði fjölskyldusöngleikinn Í skugga Sveins þar sem Ágústa Skúladóttir, í samvinnu við tónlistarmanninn Eyvind Karlsson og leikskáldið Karl Ágúst Úlfsson, sviðsetur nýja og músíkalska túlkun á Skugga-Sveini eða Útilegumönnunum eftir Matthías Jochumsson sem má teljast til hornsteins í íslenskri leikhússögu. Persónugallerí Matthíasar í upprunalega leikverkinu, sem er rúmlega 150 ára gamalt, er auðvitað magnað og auðveldlega hægt að finna innblástur úr ógleymanlegum karakterum líkt og Grasa-Guddu, Haraldi, Ástu, Lárentínusi og svo auðvitað Skugga-Sveini sjálfum. Leikverkið og fyrri uppsetningar eru órjúfanlegur hluti af íslenskri menningarsögu og hugmyndin að kynna þennan hulduheim fortíðarinnar fyrir yngri kynslóðinni í gegnum upphaflega listform verksins er ansi snjöll.Karl Ágúst og Kristjana Skúladóttir fara með öll hlutverkin.Sýningin er auglýst sem fjölskyldusöngleikur, fljótlega kemur þó í ljós að talsmáti og efnistök eru með fullorðinslegra móti, sem og lengdin en sýningin spannar nærri tímana tvo. Auðvitað á ekki að tala niður til yngri leikhúsáhorfenda, þvert á móti hljóta þeir að hafa gott af málfræðilegum ögrunum og að heyra orð sem aldrei hafa smokrað sér inn fyrir þeirra eyru áður. En höfundurinn Karl Ágúst á til að gleyma sér í málalengingum, orðagríni og almennu glensi sem er klárlega ætlað þeim þroskaðri. Þarna hefði leikstjórinn líka þurft að taka í taumana, skafa í burtu óþarfa stúss á sviðinu og skera af óþarfa málþóf líkt og langdregna latínuspaugið. Ágústa er reynslumikill leikstjóri og sumar senurnar springa fallega út en aðrar stökkbreytast í endaleysu. Þó hentar stöðuga rofið á framvindunni, þegar sögufólkið bætir við útskýringum og glensi, sýningu sem þessari vel þar sem hádramatísk framvindan er sett í annað samhengi en áhorfendur eru vanir. Þau Karl Ágúst og Kristjana Skúladóttir fara með öll hlutverkin, sem er ekki lítið fjall að klífa, fyrir utan Skugga-Svein sjálfan en Eyvindur sinnir því. Léttleikinn ræður hér för og á Karl Ágúst auðvelt með að ná til áhorfenda með liprum tímasetningum og framkomu. Kristjana nær ekki að draga upp jafn skýrar persónur og mótleikari hennar en nýtur sín þegar tækifæri gefst líkt og í hlutverki Ketils. Raddbeiting Eyvindar er fantagóð en hann er of stífur undir lokin þegar Skugga-Sveinn mætir örlögum sínum. Ekki skal efast um hæfni Karls Ágústs í söngtextasmíðum. Hér fá hæfileikar hans að njóta sín þar sem hvert lagið rekur annað og draga þau upp dýpri mynd af umhverfi verksins. Eins og áður segir sér Eyvindur að mestu um hljóðfæraleikinn og tekst að mestu vel til. Veikasta lag sýningarinnar er söngur Ástu, þó að Kristjana syngi langið mæta vel þá virkar þetta uppbrot ekki nægilega vel því saga Ástu fær ekki það vægi innan sögunnar sem hún á skilið.Skemmtanagildi sýningarinnar er oft á tíðum hið fínasta.Í sameiningu skapa þær Guðrún Öyahals og Vala Halldórsdóttir áferðarfagurt svið og sviðsverur, sú fyrri sér um leikmynd og búninga á meðan sú seinni töfrar fram gervin og grímurnar. Breidd sviðsins er ekki nægilega vel nýtt en dýptin er það svo sannarlega með áhrifaríku baksviði þar sem ómögulegt er að skynja mun á milli manna og vætta, líkt og í íslenskri náttúru. Gaflaraleikhúsið hýsir eitt áhugaverðasta svið landsins hvað varðar víddir, breiddir og möguleika. Þess væri óskandi að fleiri atvinnuhópar nýttu sér þetta magnaða pláss miklu betur en raun ber vitni. Ein sýning á ári er alls ekki nóg. Hvað Skugga-Svein varðar þá eiga þau eldri sem þekkja til sögunnar eftir að upplifa verk Matthíasar á nýjan máta og skemmtanagildið er oft á tíðum hið fínasta. Annað er með þau yngri því hugtakið „fjölskyldusöngleikur“ á varla við þessa sýningu enda virðist bróðurpartur hennar gerður fyrir þá eldri.Niðurstaða: Lipur túlkun á klassísku verki en of löng og tyrfin. Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Menning Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Síðastliðinn sunnudag frumsýndi Gaflaraleikhúsið í Hafnarfirði fjölskyldusöngleikinn Í skugga Sveins þar sem Ágústa Skúladóttir, í samvinnu við tónlistarmanninn Eyvind Karlsson og leikskáldið Karl Ágúst Úlfsson, sviðsetur nýja og músíkalska túlkun á Skugga-Sveini eða Útilegumönnunum eftir Matthías Jochumsson sem má teljast til hornsteins í íslenskri leikhússögu. Persónugallerí Matthíasar í upprunalega leikverkinu, sem er rúmlega 150 ára gamalt, er auðvitað magnað og auðveldlega hægt að finna innblástur úr ógleymanlegum karakterum líkt og Grasa-Guddu, Haraldi, Ástu, Lárentínusi og svo auðvitað Skugga-Sveini sjálfum. Leikverkið og fyrri uppsetningar eru órjúfanlegur hluti af íslenskri menningarsögu og hugmyndin að kynna þennan hulduheim fortíðarinnar fyrir yngri kynslóðinni í gegnum upphaflega listform verksins er ansi snjöll.Karl Ágúst og Kristjana Skúladóttir fara með öll hlutverkin.Sýningin er auglýst sem fjölskyldusöngleikur, fljótlega kemur þó í ljós að talsmáti og efnistök eru með fullorðinslegra móti, sem og lengdin en sýningin spannar nærri tímana tvo. Auðvitað á ekki að tala niður til yngri leikhúsáhorfenda, þvert á móti hljóta þeir að hafa gott af málfræðilegum ögrunum og að heyra orð sem aldrei hafa smokrað sér inn fyrir þeirra eyru áður. En höfundurinn Karl Ágúst á til að gleyma sér í málalengingum, orðagríni og almennu glensi sem er klárlega ætlað þeim þroskaðri. Þarna hefði leikstjórinn líka þurft að taka í taumana, skafa í burtu óþarfa stúss á sviðinu og skera af óþarfa málþóf líkt og langdregna latínuspaugið. Ágústa er reynslumikill leikstjóri og sumar senurnar springa fallega út en aðrar stökkbreytast í endaleysu. Þó hentar stöðuga rofið á framvindunni, þegar sögufólkið bætir við útskýringum og glensi, sýningu sem þessari vel þar sem hádramatísk framvindan er sett í annað samhengi en áhorfendur eru vanir. Þau Karl Ágúst og Kristjana Skúladóttir fara með öll hlutverkin, sem er ekki lítið fjall að klífa, fyrir utan Skugga-Svein sjálfan en Eyvindur sinnir því. Léttleikinn ræður hér för og á Karl Ágúst auðvelt með að ná til áhorfenda með liprum tímasetningum og framkomu. Kristjana nær ekki að draga upp jafn skýrar persónur og mótleikari hennar en nýtur sín þegar tækifæri gefst líkt og í hlutverki Ketils. Raddbeiting Eyvindar er fantagóð en hann er of stífur undir lokin þegar Skugga-Sveinn mætir örlögum sínum. Ekki skal efast um hæfni Karls Ágústs í söngtextasmíðum. Hér fá hæfileikar hans að njóta sín þar sem hvert lagið rekur annað og draga þau upp dýpri mynd af umhverfi verksins. Eins og áður segir sér Eyvindur að mestu um hljóðfæraleikinn og tekst að mestu vel til. Veikasta lag sýningarinnar er söngur Ástu, þó að Kristjana syngi langið mæta vel þá virkar þetta uppbrot ekki nægilega vel því saga Ástu fær ekki það vægi innan sögunnar sem hún á skilið.Skemmtanagildi sýningarinnar er oft á tíðum hið fínasta.Í sameiningu skapa þær Guðrún Öyahals og Vala Halldórsdóttir áferðarfagurt svið og sviðsverur, sú fyrri sér um leikmynd og búninga á meðan sú seinni töfrar fram gervin og grímurnar. Breidd sviðsins er ekki nægilega vel nýtt en dýptin er það svo sannarlega með áhrifaríku baksviði þar sem ómögulegt er að skynja mun á milli manna og vætta, líkt og í íslenskri náttúru. Gaflaraleikhúsið hýsir eitt áhugaverðasta svið landsins hvað varðar víddir, breiddir og möguleika. Þess væri óskandi að fleiri atvinnuhópar nýttu sér þetta magnaða pláss miklu betur en raun ber vitni. Ein sýning á ári er alls ekki nóg. Hvað Skugga-Svein varðar þá eiga þau eldri sem þekkja til sögunnar eftir að upplifa verk Matthíasar á nýjan máta og skemmtanagildið er oft á tíðum hið fínasta. Annað er með þau yngri því hugtakið „fjölskyldusöngleikur“ á varla við þessa sýningu enda virðist bróðurpartur hennar gerður fyrir þá eldri.Niðurstaða: Lipur túlkun á klassísku verki en of löng og tyrfin.
Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Menning Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira