Sem fyrr var stutt í grín og glens hjá strákunum í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Þeir tóku saman helstu mistök og klaufaskap umferðarinnar undir merkjum liðsins Hætt'essu.
Einna mest var hlegið yfir Hákoni Daða Styrmissyni sem reyndi að reykspóla inn á völlinn á Ásvöllum en féll beint á andlitið í staðinn.
Þá þrumaði áhorfandi boltanum í auglýsingaskilti og Framarinn Andri Þór Helgason vippaði víti beint í hendurnar á markmanninum.
Þetta skemmtilega myndband má sjá í spilaranum hér að ofan.
Seinni bylgjan: Hætt'essu reykspóli
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mest lesið


„Nálguðumst leikinn vitlaust“
Fótbolti


Læti fyrir leik í Póllandi
Fótbolti


„Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“
Íslenski boltinn


United niðurlægt í Malasíu
Enski boltinn

