Cristiano Ronaldo segir að allir sínir fóboltadraumar hafi þegar ræst og hann gæti glaður lagt fótboltaskóna upp á hillu.
Cristiano Ronaldo er orðinn 33 ára gamall og hefur unnið allt með félagsliðum sínum og nær öll einstaklingsverðlaun í boði. Hann varð líka Evrópumeistari með Portúgal sumarið 2016.
Ronaldo hefur hinsvegar aldrei unnið HM, hann hefur aldrei spilað úrslitaleik á HM og stærsti HM-leikur hans á ferlinum til þessa var undanúrslitaleikur á móti Frakklandi á HM 2006.
„Ég dreymdi aldrei um að vinna fimm gullbolta. Ef ég þyrfti að leggja skóna á hilluna í dag þá væri ég fullkomlega sáttur. Ég hef unnið allt,“ sagði Cristiano Ronaldo í viðtali við brasilísku Youtube-síðuna Desimpedidos.
„Ef ég vinn einn, tvo eða þrjá gullbolta í viðbót þá yrði ég ánægður en ég bara þegar búinn að vinna fimm.“ sagði Ronaldo sem var þá spurður hvort að það væri ekki draumur að vinna HM?
„Ef ég segi alveg eins og er þá á ég ekki fleiri drauma. Ég hef afrekað allt í fóboltanum sem mig dreymdi um. Ég hef afrekað svo mikið að ég á enga drauma lengur,“ sagði Ronaldo.
„Ef þú ert að spyrja mig um hvort ég vil halda áfram að vinna þá vil ég það auðvitað. Auðvitað myndi ég elska það að vinna heimsmeistaratitilinn en ef ferillinn minn endaði í dag þá væri ég mjög stoltur af honum. Ég hélt aldrei að ég ætti svona flottan feril,“ sagði Ronaldo.