Segja launakostnað Icelandair Group vera fílinn í stofunni Kristinn Ingi Jónsson skrifar 28. febrúar 2018 06:00 Launakostnaður Icelandair jókst um 26 prósent í fyrra. VÍSIR/VILHELM Ef flugfélagið Icelandair lækkar ekki launakostnað gæti félagið orðið undir í verðsamkeppni við önnur flugfélög, að mati greinenda Capacent. Þeir segja launakostnað félagsins nær stjórnlausan og benda á að umræddur kostnaður hafa aukist langt umfram tekjur á hverju ári frá árinu 2012. Í nýlegu verðmati Capacent á Icelandair Group er bent á að launakostnaður, sem þeir kalla fílinn í stofunni í rekstri félagsins, hafi aukist um 26 prósent á síðasta ári en tekjurnar aðeins um ríflega 10 prósent. Á árunum 2016 og 2017 hafi launakostnaður sem hlutfall af tekjum farið úr 24,6 í 31,4 prósent. „Ljóst er að Icelandair þarf að keyra niður launakostnað og æskilegt er að draga úr vægi íslensku krónunnar í launakostnaði. Félag eins og Icelandair getur ekki treyst á guð og lukkuna,“ segir í verðmati Capacent. Aðstæður hafi verið félaginu hagfelldar á árunum 2011 til 2015. Raungengi hafi verið sögulegt lágt og launakostnaður því lægri og samkeppni minni. Nú sé samkeppnin hins vegar hörð og flugfélög keppi í verði. Of mikill kostnaður leiði til þess að flugfélög verði undir í verðsamkeppni. „Capacent treystir á að stjórnendur Icelandair séu í fullri alvöru að skoða þann möguleika og leita allra leiða til að lækka kostnað. Það er ljóst að ef verð verður ráðandi í ákvörðunartöku farþega í framtíðinni mun Icelandair standa höllum fæti.“ Sérfræðingar Capacent hafa lækkað verðmat sitt á Icelandair um 10 prósent í íslenskum krónum og meta nú gengi bréfa félagsins á 17,5 krónur á hlut. Til samanburðar var markaðsgengið um 16 krónur á hlut í gær. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Ef flugfélagið Icelandair lækkar ekki launakostnað gæti félagið orðið undir í verðsamkeppni við önnur flugfélög, að mati greinenda Capacent. Þeir segja launakostnað félagsins nær stjórnlausan og benda á að umræddur kostnaður hafa aukist langt umfram tekjur á hverju ári frá árinu 2012. Í nýlegu verðmati Capacent á Icelandair Group er bent á að launakostnaður, sem þeir kalla fílinn í stofunni í rekstri félagsins, hafi aukist um 26 prósent á síðasta ári en tekjurnar aðeins um ríflega 10 prósent. Á árunum 2016 og 2017 hafi launakostnaður sem hlutfall af tekjum farið úr 24,6 í 31,4 prósent. „Ljóst er að Icelandair þarf að keyra niður launakostnað og æskilegt er að draga úr vægi íslensku krónunnar í launakostnaði. Félag eins og Icelandair getur ekki treyst á guð og lukkuna,“ segir í verðmati Capacent. Aðstæður hafi verið félaginu hagfelldar á árunum 2011 til 2015. Raungengi hafi verið sögulegt lágt og launakostnaður því lægri og samkeppni minni. Nú sé samkeppnin hins vegar hörð og flugfélög keppi í verði. Of mikill kostnaður leiði til þess að flugfélög verði undir í verðsamkeppni. „Capacent treystir á að stjórnendur Icelandair séu í fullri alvöru að skoða þann möguleika og leita allra leiða til að lækka kostnað. Það er ljóst að ef verð verður ráðandi í ákvörðunartöku farþega í framtíðinni mun Icelandair standa höllum fæti.“ Sérfræðingar Capacent hafa lækkað verðmat sitt á Icelandair um 10 prósent í íslenskum krónum og meta nú gengi bréfa félagsins á 17,5 krónur á hlut. Til samanburðar var markaðsgengið um 16 krónur á hlut í gær.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira