Fylkir bar sigurorð á Þór í riðli fjögur í A-deild í Lengjubikarnum í dag á meðan Íslandsmeistarar Vals fóru létt með Fram í riðli eitt.
Oddur Ingi Guðmundsson skoraði fyrra mark Fylkis á 22. mínútu en Hákon Ingi Jónsson skoraði seinna markið af vítapunktinum á 50. mínútu.
Íslandsmeistarar Vals áttu ekki í vandræðum með Fram en leiknum lauk með 4-0 sigri Vals. Fyrsta mark Íslandsmeistarana kom strax á 12. mínútu áður en Patrick Pedersen tvöfaldaði forystu Vals á 29. mínútu.
Tobias Thomsen átti frábæran leik í liði Vals í kvöld en hann skoraði þriðja mark Vals á36. mínútu og var staðan 3-0 í hálfleik.
Tobias bætti síðan við sínu öðru marki á 87. mínútu og fjórða marki Vals og þar við sat.
Eftir leikinn er Valur á toppnum með níu stig á meðan Fram er án stiga í neðsta sætinu.
Tobias Thomsen með tvö í sigri Vals | Fylkir vann
Dagur Lárusson skrifar

Mest lesið

„Þetta félag mun aldrei deyja“
Enski boltinn

„Við erum of mistækir“
Handbolti

Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér
Enski boltinn


LeBron frá í vikur frekar en daga
Körfubolti


Danski dómarinn aftur á börum af velli
Handbolti


„Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“
Íslenski boltinn
