Stuðningsmenn Íslands farnir að fá miðana sína Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. febrúar 2018 14:00 Það var gaman hjá Íslendingum á pöllunum á EM í Frakklandi. Vísir/Getty Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA vill ekki svara spurningum Vísis varðandi það hversu margar af 52.899 umsóknum frá stuðningsmönnum Íslands séu frá Íslendingum komnar. Þeir sem sóttu um miða í happdrætti um miða á leiki Íslands hafa ýmist fengið meldingu um að miðar séu komnir í hús eða að búið sé að strauja greiðslukort þeirra vegna miðakaupa. Stuðningsmennirnir gætu þurft að bíða allt fram í miðjan mars eftir staðfestingu hvort þeir hafi fengið miða eða ekki. Vissara er að stuðningsmenn gæti að því að heimild á greiðslukortum sé í lagi. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, hefur engin frekari svör fengið frá FIFA vegna miðaumsókna stuðningsmanna Íslands.vísir/ernir 53 þúsund umsóknir íslenskra stuðningsmanna Frá því var greint í janúar að 53 þúsund Íslendingar hefðu sótt um miða á leiki á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Óhætt er að segja að um mikinn fjölda sé að ræða enda tæplega tvisvar sinnum fleiri umsóknir en bárust frá stuðningsmönnum Íslands á Evrópumótið í Frakklandi sumarið 2016. Þá sóttu 27 þúsund stuðningsmenn Íslands um miða á leiki Íslands samkvæmt því sem fram kom á vef UEFA. Vísir sendi FIFA fyrirspurn til að fá nánari útlistun á þessum tæplega 53 þúsund umsóknum um miða, þ.e. hvernig þær skiptust á leikina þrjá í riðlakeppninni og hversu margar þeirra væru frá Íslendingum. Vel má vera að hluti umsóknanna 53 þúsund frá stuðningsmönnum Íslands séu að einhverju leyti Argentínumenn sem skrá sig sem stuðningsmenn Íslands í von um að komast á leik Íslands og Argentínu í Moskvu, svo dæmi sé tekið. Vísir reyndi að fá nánari skýringar á þessu hjá FIFA. Skemmst er að segja frá því að FIFA sagðist ekki myndu afla frekari upplýsinga varðandi miðaumsóknirnar. Þá var ítrekað að umsækjendur myndu í síðasta lagi fá upplýsingar um miðjan mars hvort þeir komist fái miða á leiki Íslands eða ekki. Ýmislegt stendur Íslendingum til boða varðandi ferðalag til Rússlands, þar á meðal sigling milil borga. KSÍ fær engin svör Knattspyrnusamband Íslands hefur sömuleiðis spurst fyrir um málið hjá FIFA. Framkvæmdastjórinn Klara Bjartmarz sagðist í samtali við Vísi í gær ekki hafa fengið nánari skýringar á fjölda umsókna í nafni íslenskra stuðningsmanna. Ísland fær um átta prósent miða á alla leiki Íslands sem gerir um 3.200 miða á hvern leik. Einhver fjöldi Íslendinga var búinn að tryggja sér miða á leikina í fyrsta miðasöluferlinu. Ljóst er að margir stuðningsmenn Íslands bíða með hjartað í buxunum eftir staðfestingu á því hvort þeir fái miða á leikina í riðlakeppninni; einn, tvo eða alla þrjá. Stuðningsmaður Íslands sem Vísir ræddi við í morgun var í skýjunum þegar hann sá að „Request Status“ á miðaumsókn hans hafði breyst úr „Pending“ í „Succesful“. Hann hafði sótt um miða fyrir sig, konuna og börnin tvö. Nú getur hann farið að huga að flugi og gistingu. Ýmsir valmöguleikar eru í boði þegar kemur að því að ferðast til Rússlands. Gamanferðir, Vita Sport, Úrval Útsýn og Tripical bjóða allar upp á ferðalög til Íslands með fararstjórum til Rússlands. Þá býður ferðaskrifstofan Bjarmaland upp á siglingu á milli leikstaða í Rússlandi. Þá er vakin athygli á því að stuðningsmenn Íslands þurfa að passa að sækja um svo kallað Fan ID, gæta að því að vegabréfið sé í fullu gildi auk þess að skoða ferðatryggingamál sín vel og vandlega og í tæka tíð fyrir ferðalagið til Rússlands. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Fleiri fréttir Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Sjá meira
Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA vill ekki svara spurningum Vísis varðandi það hversu margar af 52.899 umsóknum frá stuðningsmönnum Íslands séu frá Íslendingum komnar. Þeir sem sóttu um miða í happdrætti um miða á leiki Íslands hafa ýmist fengið meldingu um að miðar séu komnir í hús eða að búið sé að strauja greiðslukort þeirra vegna miðakaupa. Stuðningsmennirnir gætu þurft að bíða allt fram í miðjan mars eftir staðfestingu hvort þeir hafi fengið miða eða ekki. Vissara er að stuðningsmenn gæti að því að heimild á greiðslukortum sé í lagi. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, hefur engin frekari svör fengið frá FIFA vegna miðaumsókna stuðningsmanna Íslands.vísir/ernir 53 þúsund umsóknir íslenskra stuðningsmanna Frá því var greint í janúar að 53 þúsund Íslendingar hefðu sótt um miða á leiki á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Óhætt er að segja að um mikinn fjölda sé að ræða enda tæplega tvisvar sinnum fleiri umsóknir en bárust frá stuðningsmönnum Íslands á Evrópumótið í Frakklandi sumarið 2016. Þá sóttu 27 þúsund stuðningsmenn Íslands um miða á leiki Íslands samkvæmt því sem fram kom á vef UEFA. Vísir sendi FIFA fyrirspurn til að fá nánari útlistun á þessum tæplega 53 þúsund umsóknum um miða, þ.e. hvernig þær skiptust á leikina þrjá í riðlakeppninni og hversu margar þeirra væru frá Íslendingum. Vel má vera að hluti umsóknanna 53 þúsund frá stuðningsmönnum Íslands séu að einhverju leyti Argentínumenn sem skrá sig sem stuðningsmenn Íslands í von um að komast á leik Íslands og Argentínu í Moskvu, svo dæmi sé tekið. Vísir reyndi að fá nánari skýringar á þessu hjá FIFA. Skemmst er að segja frá því að FIFA sagðist ekki myndu afla frekari upplýsinga varðandi miðaumsóknirnar. Þá var ítrekað að umsækjendur myndu í síðasta lagi fá upplýsingar um miðjan mars hvort þeir komist fái miða á leiki Íslands eða ekki. Ýmislegt stendur Íslendingum til boða varðandi ferðalag til Rússlands, þar á meðal sigling milil borga. KSÍ fær engin svör Knattspyrnusamband Íslands hefur sömuleiðis spurst fyrir um málið hjá FIFA. Framkvæmdastjórinn Klara Bjartmarz sagðist í samtali við Vísi í gær ekki hafa fengið nánari skýringar á fjölda umsókna í nafni íslenskra stuðningsmanna. Ísland fær um átta prósent miða á alla leiki Íslands sem gerir um 3.200 miða á hvern leik. Einhver fjöldi Íslendinga var búinn að tryggja sér miða á leikina í fyrsta miðasöluferlinu. Ljóst er að margir stuðningsmenn Íslands bíða með hjartað í buxunum eftir staðfestingu á því hvort þeir fái miða á leikina í riðlakeppninni; einn, tvo eða alla þrjá. Stuðningsmaður Íslands sem Vísir ræddi við í morgun var í skýjunum þegar hann sá að „Request Status“ á miðaumsókn hans hafði breyst úr „Pending“ í „Succesful“. Hann hafði sótt um miða fyrir sig, konuna og börnin tvö. Nú getur hann farið að huga að flugi og gistingu. Ýmsir valmöguleikar eru í boði þegar kemur að því að ferðast til Rússlands. Gamanferðir, Vita Sport, Úrval Útsýn og Tripical bjóða allar upp á ferðalög til Íslands með fararstjórum til Rússlands. Þá býður ferðaskrifstofan Bjarmaland upp á siglingu á milli leikstaða í Rússlandi. Þá er vakin athygli á því að stuðningsmenn Íslands þurfa að passa að sækja um svo kallað Fan ID, gæta að því að vegabréfið sé í fullu gildi auk þess að skoða ferðatryggingamál sín vel og vandlega og í tæka tíð fyrir ferðalagið til Rússlands.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Fleiri fréttir Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Sjá meira