Borussia Dortmund er komið áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar þökk sé Marcel Schmelzer. Salzburg henti Real Sociedad úr keppni og FH-banarnir í Braga náðu ekki að snúa við taflinu gegn Marseille.
Marcel Schmelzer skaut Dortmund áfram gegn Atalanta, en Schmelzer jafnaði metin á Ítalíu sjö mínútum fyrir leikslok. Jöfnunarmarkið þýddi að Dortmund sigraði einvígið 4-3.
AC Milan kláraði formsatriðin gegn Ludogorets á heimavelli í kvöld, en Ítalarnir leiddu 4-0 eftir fyrri leik liðanna. Bilbao virtist ætla að glata niður góðri stöðu á Spáni, en skaust áfram að lokum.
Salzburg fer áfram í 16-liða úrslitin eftir samtals 4-3 sigur á Real Sociedad og Marseille vinnur samanlagt 3-1 sigur á Braga.
Úrslit kvöldsins (samanlögð úrslit):
AC Milan - Ludogorets 1-0 (5-0)
Atalanta - Borussia Dortmund 1-1 (3-4)
Athletic Bilbao - Spartak Moskvu 1-2 (4-3)
Braga - Marseille 1-0 (1-3)
Salzburg - Real Sociedad 2-1 (4-3)
