Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Fram 26-35 | Stórsigur Framara á nesinu Ástrós Ýr Eggertsdóttir í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi skrifar 22. febrúar 2018 21:30 Vísir/Stefán Fram vann öruggan sigur á Gróttu á Seltjarnarnesinu í kvöld í Olís deild karla og fór langt með að tryggja sæti sitt í deild hinna bestu að ári liðnu. Það vantaði lykilmenn í lið Gróttu en sigurinn var þó óþarflega auðveldur fyrir gestina í Fram. Þeir komust sex mörkum yfir undir lok fyrri hálfleiks og eftir það voru úrslitin svo gott sem ráðinn. Nokkuð jafnræði var með liðunum framan af en þó voru Framararnir beittari og voru skrefinu á undan. Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, tók leikhlé þegar tæpar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik og Fram var 10-12 yfir. Eftir leikhléið skoruðu Framarar fimm mörk á móti einu frá heimamönnum og komust í 11-17. Nökkvi Dan Elliðason náði að laga stöðuna aðeins rétt fyrir leikhléið, 12-17 í hálfleik. Grótta skoraði fyrsta mark seinni hálfleiks en gestirnir svöruðu með tveimur mörkum í röð og það sást að þessi leikur var ekki að fara að enda öðru vísi en með sigri Fram. Það vantaði alla baráttu í Seltirninga og fyrir hvert mark sem þeir skoruðu skoruðu Framararnir tvö. Fram náði 5-0 kafla og komst í níu marka forystu þegar rétt tæpar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Þá leystist spilið upp í sprell, leikmenn fóru að reyna sirkussendingar og hefði í raun bara mátt flauta leikinn af. Lokatölur urðu 26-35.Afhverju vann Fram? Gestirnir mættu sterkari til leiks. Daði Laxdal Gautason var á skýrslu en kom lítið sem ekkert við sögu og Bjarni Ófeigur Valdimarsson spilaði aðeins fyrstu 10 mínúturnar vegna veikinda, en leikmenn Gróttu hefðu samt sem áður getað boðið upp á meiri baráttu og gert leikinn spennandi. Fram spilaði mjög góða vörn í leiknum og Viktor Gísli Hallgrímsson stóð sig mjög vel í markinu, var með yfir 30 prósent markvörslu.Hverjir stóðu upp úr? Arnar Birkir Hálfdánsson átti virkilega góðan dag á skrifstofunni. Hann skoraði sex mörk og var öflugur í varnarleiknum. Þá var Þorsteinn Gauti Hjálmarsson virkilega heitur, markahæstur með 7 mörk og það engin smá mörk heldur þrumuskot sem oftast voru algjörlega óverjandi. Hreiðar Levý Guðmundsson var fínn í fyrri hálfleik í marki Gróttu en hann hrundi með restinni af liðinu í seinni hálfleik. Pétur Hauksson og Júlíus Þórir Stefánsson drógu liðið áfram eins og þeir gátu, en það dugði þó ekki til.Hvað gekk illa? Leikmönnum gekk illa að hitta almennilega á markið í fyrri hálfleik. Nærri helmingur skotanna átti einhverja viðkomu í tréverkinu, þó sum skotin hafi vissulega endað í netinu. Sendingar voru oft á tíðum misheppnaðar, það má kannski rekja eitthvað til þess að leikmenn höfðu í raun ekki um neitt að keppa undir lokin og vönduðu sig kannski ekki nógu vel. Þá hrundi varnarleikur Gróttu seint í fyrri hálfleik og var lítið sjáanlegur í þeim seinni.Hvað gerist næst? Það er spilað þétt í Olís deildinni um þessar mundir. Næsta umferð hefst á sunnudaginn. Fram fá stórt próf þegar Íslandsmeistarar Vals koma í heimsókn og prófið er ekki mikið minna fyrir Gróttu sem fer á Selfoss og mætir sjóðheitu unglingunum hans Patreks Jóhannessonar.Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram.Vísir/AntonGuðmundur: Ætlum í úrslitakeppnina „Frábær sigur hjá mínum mönnum. Þeir mættu verulega tilbúnir í þennan leik og ég er mjög ánægður með stemminguna í liðinu í dag,“ sagði Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, eftir leikinn. „Varnarleikur fyrst og fremst,“ sagði Guðmundur hafa verið lykilinn að sigrinum. „Sérstaklega í fyrri hálfleik. Um leið og það gerist þá fáum við hraðaupphlaup og mikið með því, en það var fyrst og fremst varnarleikurinn sem var góður.“ „Grótta var ekki lík sjálfri sér í dag. Þeir gáfust allt of snemma upp að mínu mati. En ég er mjög ánægður með mína menn að halda áfram og klára þetta með níu mörkum.“ Guðmundi var nokkuð sama um það þótt undirrituð hefði haft orð á því við hann að sigurinn hefði farið langt með að tryggja sætið í deildinni, þó tölfræðilega væri það þó ekki komið. „Við ætlum í átta liða. Það hefur verið markmiðið og enginn feluleikur með það, við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að komast þangað. Þegar þangað er komið er svo allt hægt,“ sagði Guðmundur Helgi Pálsson.Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu.Vísir/StefánKári: Vorum aldrei líklegir „Það var ansi margt sem fór úrskeiðis í dag,“ sagði Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, eftir leikinn. „Við hittum á afar slakan dag.“ „Framararnir voru miklu grimmari frá fyrstu mínútu. Við reyndum að bregðast við einhverju en það gekk ekki og við töpum illa hérna í dag.“ „Við reyndum að breyta einhverju í seinni hálfleik til að koma þeim aðeins á óvart, en við vorum bara aldrei líklegir til þess. Við áttum mjög slappan dag. Það vantar Daða og Bjarni Ófeigur spilar lítið svo það munar um það, en við áttum að geta gert miklu betur.“ Kári vildi þó ekki skrifa þetta tap bara á andleysi, það ætti ekki að vera til staðar í eins mikilvægum leik og þessum. „Þetta er rosalega mikilvægur leikur, mikið undir. Erfitt að henda skýringunni á andleysi, en ég veit það ekki, það verður bara að koma í ljós, en þetta eru mikil vonbrigði.“ Tapið var stórt skarð í vonir Gróttu um úrslitakeppnina, en öfugt við kollega sinn úr Safamýrinni sagðist Kári ekki velta henni fyrir sér, heldur væri hann meira að hugsa um sætið í deildinni. „Ég er enn í því að reyna að falla ekki úr þessari deild, ég tala ekki um annað fyrr en við náum því. Við fórum ekki skrefinu nær (úrslitakeppninni) í dag, það er ljóst,“ sagði Kári Garðarsson.Andri Þór Helgason skoraði sex mörk í dagVísir/AntonAndri Þór: Karakterinn og stemmingin okkar megin „Frábært að koma hingað út á Nes. Þetta er fínn útivöllur og Grótta var búin að vera á siglingu eins og og við og við vissum að við værum að mæta í erfiðan leik. Við mættum bara klárari en þeir og uppskárum sigur,“ sagði Andri Þór Helgason, leikmaður Fram, eftir leikinn. „Þeir komu með tvö áhlaup held ég, en við leyfðum þeim ekki að komast of nálægt heldur keyrðum bara yfir þá og þeir misstu móðinn.“ „Við spiluðum hörku varnarleik og agaðan sóknarleik,“ sagði Andri aðspurður hvað hafi skilað þeim sigrinum. „Karakterinn og stemmingin var okkar megin. Manni fannst það allan leikinn að við vorum með þetta í okkar höndum.“ Andri sagði það eðlilegt að leikurinn hafi farið út í hálfgert sprell undir lokin. „Já, það gerist stundum þegar leikir eru að vinnast með 10 mörkum að það kemur fyrir að þetta fari út í sprell, en það er bara allt í lagi,“ sagði Andri Þór Helgason. Olís-deild karla
Fram vann öruggan sigur á Gróttu á Seltjarnarnesinu í kvöld í Olís deild karla og fór langt með að tryggja sæti sitt í deild hinna bestu að ári liðnu. Það vantaði lykilmenn í lið Gróttu en sigurinn var þó óþarflega auðveldur fyrir gestina í Fram. Þeir komust sex mörkum yfir undir lok fyrri hálfleiks og eftir það voru úrslitin svo gott sem ráðinn. Nokkuð jafnræði var með liðunum framan af en þó voru Framararnir beittari og voru skrefinu á undan. Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, tók leikhlé þegar tæpar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik og Fram var 10-12 yfir. Eftir leikhléið skoruðu Framarar fimm mörk á móti einu frá heimamönnum og komust í 11-17. Nökkvi Dan Elliðason náði að laga stöðuna aðeins rétt fyrir leikhléið, 12-17 í hálfleik. Grótta skoraði fyrsta mark seinni hálfleiks en gestirnir svöruðu með tveimur mörkum í röð og það sást að þessi leikur var ekki að fara að enda öðru vísi en með sigri Fram. Það vantaði alla baráttu í Seltirninga og fyrir hvert mark sem þeir skoruðu skoruðu Framararnir tvö. Fram náði 5-0 kafla og komst í níu marka forystu þegar rétt tæpar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Þá leystist spilið upp í sprell, leikmenn fóru að reyna sirkussendingar og hefði í raun bara mátt flauta leikinn af. Lokatölur urðu 26-35.Afhverju vann Fram? Gestirnir mættu sterkari til leiks. Daði Laxdal Gautason var á skýrslu en kom lítið sem ekkert við sögu og Bjarni Ófeigur Valdimarsson spilaði aðeins fyrstu 10 mínúturnar vegna veikinda, en leikmenn Gróttu hefðu samt sem áður getað boðið upp á meiri baráttu og gert leikinn spennandi. Fram spilaði mjög góða vörn í leiknum og Viktor Gísli Hallgrímsson stóð sig mjög vel í markinu, var með yfir 30 prósent markvörslu.Hverjir stóðu upp úr? Arnar Birkir Hálfdánsson átti virkilega góðan dag á skrifstofunni. Hann skoraði sex mörk og var öflugur í varnarleiknum. Þá var Þorsteinn Gauti Hjálmarsson virkilega heitur, markahæstur með 7 mörk og það engin smá mörk heldur þrumuskot sem oftast voru algjörlega óverjandi. Hreiðar Levý Guðmundsson var fínn í fyrri hálfleik í marki Gróttu en hann hrundi með restinni af liðinu í seinni hálfleik. Pétur Hauksson og Júlíus Þórir Stefánsson drógu liðið áfram eins og þeir gátu, en það dugði þó ekki til.Hvað gekk illa? Leikmönnum gekk illa að hitta almennilega á markið í fyrri hálfleik. Nærri helmingur skotanna átti einhverja viðkomu í tréverkinu, þó sum skotin hafi vissulega endað í netinu. Sendingar voru oft á tíðum misheppnaðar, það má kannski rekja eitthvað til þess að leikmenn höfðu í raun ekki um neitt að keppa undir lokin og vönduðu sig kannski ekki nógu vel. Þá hrundi varnarleikur Gróttu seint í fyrri hálfleik og var lítið sjáanlegur í þeim seinni.Hvað gerist næst? Það er spilað þétt í Olís deildinni um þessar mundir. Næsta umferð hefst á sunnudaginn. Fram fá stórt próf þegar Íslandsmeistarar Vals koma í heimsókn og prófið er ekki mikið minna fyrir Gróttu sem fer á Selfoss og mætir sjóðheitu unglingunum hans Patreks Jóhannessonar.Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram.Vísir/AntonGuðmundur: Ætlum í úrslitakeppnina „Frábær sigur hjá mínum mönnum. Þeir mættu verulega tilbúnir í þennan leik og ég er mjög ánægður með stemminguna í liðinu í dag,“ sagði Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, eftir leikinn. „Varnarleikur fyrst og fremst,“ sagði Guðmundur hafa verið lykilinn að sigrinum. „Sérstaklega í fyrri hálfleik. Um leið og það gerist þá fáum við hraðaupphlaup og mikið með því, en það var fyrst og fremst varnarleikurinn sem var góður.“ „Grótta var ekki lík sjálfri sér í dag. Þeir gáfust allt of snemma upp að mínu mati. En ég er mjög ánægður með mína menn að halda áfram og klára þetta með níu mörkum.“ Guðmundi var nokkuð sama um það þótt undirrituð hefði haft orð á því við hann að sigurinn hefði farið langt með að tryggja sætið í deildinni, þó tölfræðilega væri það þó ekki komið. „Við ætlum í átta liða. Það hefur verið markmiðið og enginn feluleikur með það, við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að komast þangað. Þegar þangað er komið er svo allt hægt,“ sagði Guðmundur Helgi Pálsson.Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu.Vísir/StefánKári: Vorum aldrei líklegir „Það var ansi margt sem fór úrskeiðis í dag,“ sagði Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, eftir leikinn. „Við hittum á afar slakan dag.“ „Framararnir voru miklu grimmari frá fyrstu mínútu. Við reyndum að bregðast við einhverju en það gekk ekki og við töpum illa hérna í dag.“ „Við reyndum að breyta einhverju í seinni hálfleik til að koma þeim aðeins á óvart, en við vorum bara aldrei líklegir til þess. Við áttum mjög slappan dag. Það vantar Daða og Bjarni Ófeigur spilar lítið svo það munar um það, en við áttum að geta gert miklu betur.“ Kári vildi þó ekki skrifa þetta tap bara á andleysi, það ætti ekki að vera til staðar í eins mikilvægum leik og þessum. „Þetta er rosalega mikilvægur leikur, mikið undir. Erfitt að henda skýringunni á andleysi, en ég veit það ekki, það verður bara að koma í ljós, en þetta eru mikil vonbrigði.“ Tapið var stórt skarð í vonir Gróttu um úrslitakeppnina, en öfugt við kollega sinn úr Safamýrinni sagðist Kári ekki velta henni fyrir sér, heldur væri hann meira að hugsa um sætið í deildinni. „Ég er enn í því að reyna að falla ekki úr þessari deild, ég tala ekki um annað fyrr en við náum því. Við fórum ekki skrefinu nær (úrslitakeppninni) í dag, það er ljóst,“ sagði Kári Garðarsson.Andri Þór Helgason skoraði sex mörk í dagVísir/AntonAndri Þór: Karakterinn og stemmingin okkar megin „Frábært að koma hingað út á Nes. Þetta er fínn útivöllur og Grótta var búin að vera á siglingu eins og og við og við vissum að við værum að mæta í erfiðan leik. Við mættum bara klárari en þeir og uppskárum sigur,“ sagði Andri Þór Helgason, leikmaður Fram, eftir leikinn. „Þeir komu með tvö áhlaup held ég, en við leyfðum þeim ekki að komast of nálægt heldur keyrðum bara yfir þá og þeir misstu móðinn.“ „Við spiluðum hörku varnarleik og agaðan sóknarleik,“ sagði Andri aðspurður hvað hafi skilað þeim sigrinum. „Karakterinn og stemmingin var okkar megin. Manni fannst það allan leikinn að við vorum með þetta í okkar höndum.“ Andri sagði það eðlilegt að leikurinn hafi farið út í hálfgert sprell undir lokin. „Já, það gerist stundum þegar leikir eru að vinnast með 10 mörkum að það kemur fyrir að þetta fari út í sprell, en það er bara allt í lagi,“ sagði Andri Þór Helgason.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti