Kingdom Come Deliverance: Stórkostleg hræra af böggum Samúel Karl Ólason skrifar 25. febrúar 2018 09:00 Leiknum hefur verið lýst sem Skyrim án galdra og það á svo sem ágætlega við. Warhorse Kingdom Come: Deliverance er í senn stórkostlegur og böggaður í drasl, ef svo má að orði komast. Ævintýri Henry í Heilaga rómverska keisaraveldinu hafa fangað mig algjörlega, þrátt fyrir fjölmarga og oft á tíðum hræðilega galla. Leiknum hefur verið lýst sem Skyrim án galdra og það á svo sem ágætlega við. Henry berst við óvini sína, og fullt af öðru fólki, með sverði og boga og notast ekki við galdra. Það eru engin skrímsli í Bóhemíu nema þessi hefðbundnu í mannaformi og ég hef aðeins rekist á eitt verkefni sem snýr að draugum. Eða í þessu tilfelli draug sem var að herja á hjátrúarfulla konu.Framleiðendur KCD, Warhorse Studios, hafa reynt að fanga miðaldirnar vel og það er einstaklega auðvelt að gleyma sér í leiknum. Eftir að ég lenti í smá basli með að komast áfram í sögu leiksins, aðallega vegna þess að ég gat ekki rænt fólk, ákvað ég að breyta til og leggja brynjunni í smá stund. Þess í stað klæddi ég Henry í dökk og lét föt sem lítið heyrðist í og læddist um bæi að nóttu til leitandi að læstum hurðum og kistum til að æfa mig á.Innan skamms var ég þó farinn að stunda veiðiþjófnað, reyna að uppræta gengi veiðiþjófa, taka þátt í kappreiðum, hjálpa eftirlýstum aðalsmanni að hreinsa nafn sitt og að hjálpa gamalli hóru (Hún heitir það) að ná sér niður á fyrrverandi eiginmanni sínum, hélt ég. Mig grunaði þó að ekki væri allt með felldu og það reyndist rétt. Hún drap fyrrverandi karlinn sinn og nýju eiginkonu hans og flúði. Spilarar þurfa að huga að mörgu í leiknum. Þeir þurfa að passa að Henry borði, sofi og láti laga klæðnað sinn og vopn. Þá þarf að þrífa Henry og föt hans einnig og klæðnaðurinn skiptir jafnvel máli þegar hann er að tala við fólk. Maður þarf að koma vel fram og vera flottur í tauinu þegar aðalsmenn eru ávarpaðir. Það er mjög mikilvægt.Klukkustundir fara út um gluggann Þó það sé auðvelt að gleyma sér í KCD getur það líka reynst algjört rassgat. Leikurinn vistar eingöngu þegar eitthvað mikilvægt gerist og þegar Henry sefur. Spilarar geta einnig vistað með því að detta aðeins í það en það er dýrt og auðvelt að gleyma því. Þetta veldur því að þegar spilarar (lesist ég) gleyma sér er auðvelt að gleyma því að vista leikinn líka. Það hefur komið fyrir, oftar en einu sinni, að ég hef tapað heilu klukkustundunum eftir að leikurinn hrynur. Sem er óþolandi og þá sérstaklega í eitt skiptið sem ég var búinn að vera heillengi að eltast við smávægilega hluti, þvert og kruss um kortið. Framleiðendurnir, Warhorse, vinna nú að fjölda plástra fyrir leikinn sem bæði eiga að laga biluð verkefni og hina ýmsu galla leiksins. Þá ætla þeir að styðja vel við bakið á Moddurum og veita aðgang að byggingartólum leiksins. Sem er einstaklega frábært. Með moddum verður líftími leiksins lengdur gífurlega og moddarar eiga eftir að fínpússa hann og bæta við hann um áraraðir. Jafnvel bæta við fjölspilun. Þar að auki eru starfsmenn Warhorse að skoða hvernig hægt sé að leyfa fólki að vista oftar.Umhverfi KCD er mjög svo flott.WarhorseÞar sem KCD stendur sig hvað best er líklega í sögugerð leiksins. Saga hans, sem snýr að valdabaráttu, stríði og hetjudáð er skemmtileg, áhrifamikil og grípandi. Það er auðvelt að sökkva miklum tíma í þennan leik en mér finnst þó líklegt að KDC sé ekki allra. Aukaverkefnin geta einnig verið algjörlega frábær. Sérstaklega er vert að benda á „verkefni“ sem fól í sér að fara á fyllerí með presti og þurfa svo að halda messu fyrir hann. Það var mjög gaman.Bardagakerfið er einnig mjög skemmtilegt. Að flestu leyti. Einn á einn er það frábært og sömuleiðis einn á móti nokkrum. (Henry er yfirleitt einn) Þegar fleiri bætast í hópinn og í stórum orrustum fellur bardagakerfið saman. Best er að hlaupa bara um að höggva óvara óvini í spað á meðan þeir eru að berjast við aðra.Hæfileikakerfi leiksins minnir á Oblivion þar sem Henry verður betri í að gera hluti eins og að berjast með því að berjast. Hann verður líka betri í þjófnaði með því að stunda þjófnað, betri í drykkju með því að drekka og koll af kolli. Sem kemur mjög vel út og þá sérstaklega varðandi bardagakerfið. Á sama tíma og spilarinn nær betri tökum á bardögum lærir Henry það einnig og lærir ný högg, gerir meiri skaða og fleira. Þetta helst mjög vel í hendur.Samantekt-ish Á heildina litið er Kingdom Come Deliverance frábær. Þó mikið sé um galla í leiknum efast ég ekki um að ég muni spila hann aftur og aftur. Sérstaklega með tilliti til þess að Moddarar muna betrumbæta leikinn og breyta honum á næstu árum. Ég hef alltaf átt auðvelt með að fyrirgefa galla í leikjum sem snúa að útlit og öðru á meðan mér þykir spilunin góð. Ég á þó ekki erfitt með að fyrirgefa það að tíma mínum sé sóað. Ég get séð um það sjálfur og geri að reglulega. Mér finnst, yfirleitt, gaman af því þegar leikjaframleiðendur vanda sig við að hafa leiki raunverulega. Hins vegar finnst mér ekki gaman að gera sömu hlutina aftur og að sóa tíma mínum. Það er einfaldlega óþolandi að hafa eytt helling af tíma í að gera eitthvað og tapa því svo vegna galla í leiknum. Það er líka óþolandi að tapa miklum tíma þegar maður deyr. Ég er að verða sífellt minna hrifinn af því að vera refsað mikið fyrir að mistakast í leikjum og þá sérstaklega þegar manni er refsað þannig að maður þarf að endurtaka stóra hluta leiksins. Hver hefur tíma í það? Leikjadómar Leikjavísir Tengdar fréttir Monster Hunter World: Skrímslin falla í tugatali Það ætti enginn að verða fyrir vonbrigðum með Monster Hunter World, ef hinn sami er tilbúinn til að gefa sér góðan tíma í hann og þó hann sé stundum pirrandi. 2. febrúar 2018 10:30 UFC 3: Betri og skemmtilegri en breytinga er þörf EA Sports UFC 3 er betri en síðasti leikurinn í seríunni og hefur ýmislegt verið bætt. Sá hluti leiksins sem þurfti þó hvað mest á endurbótum að halda hefur ekki verið snertur. 14. febrúar 2018 08:45 Shadow of the Colossus: Frábær endurgerð á klassískum leik Eitt af því sem heillar svo mikið við SOTC er hvað þetta er í raun hreinn leikur. 8. febrúar 2018 08:45 Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Kingdom Come: Deliverance er í senn stórkostlegur og böggaður í drasl, ef svo má að orði komast. Ævintýri Henry í Heilaga rómverska keisaraveldinu hafa fangað mig algjörlega, þrátt fyrir fjölmarga og oft á tíðum hræðilega galla. Leiknum hefur verið lýst sem Skyrim án galdra og það á svo sem ágætlega við. Henry berst við óvini sína, og fullt af öðru fólki, með sverði og boga og notast ekki við galdra. Það eru engin skrímsli í Bóhemíu nema þessi hefðbundnu í mannaformi og ég hef aðeins rekist á eitt verkefni sem snýr að draugum. Eða í þessu tilfelli draug sem var að herja á hjátrúarfulla konu.Framleiðendur KCD, Warhorse Studios, hafa reynt að fanga miðaldirnar vel og það er einstaklega auðvelt að gleyma sér í leiknum. Eftir að ég lenti í smá basli með að komast áfram í sögu leiksins, aðallega vegna þess að ég gat ekki rænt fólk, ákvað ég að breyta til og leggja brynjunni í smá stund. Þess í stað klæddi ég Henry í dökk og lét föt sem lítið heyrðist í og læddist um bæi að nóttu til leitandi að læstum hurðum og kistum til að æfa mig á.Innan skamms var ég þó farinn að stunda veiðiþjófnað, reyna að uppræta gengi veiðiþjófa, taka þátt í kappreiðum, hjálpa eftirlýstum aðalsmanni að hreinsa nafn sitt og að hjálpa gamalli hóru (Hún heitir það) að ná sér niður á fyrrverandi eiginmanni sínum, hélt ég. Mig grunaði þó að ekki væri allt með felldu og það reyndist rétt. Hún drap fyrrverandi karlinn sinn og nýju eiginkonu hans og flúði. Spilarar þurfa að huga að mörgu í leiknum. Þeir þurfa að passa að Henry borði, sofi og láti laga klæðnað sinn og vopn. Þá þarf að þrífa Henry og föt hans einnig og klæðnaðurinn skiptir jafnvel máli þegar hann er að tala við fólk. Maður þarf að koma vel fram og vera flottur í tauinu þegar aðalsmenn eru ávarpaðir. Það er mjög mikilvægt.Klukkustundir fara út um gluggann Þó það sé auðvelt að gleyma sér í KCD getur það líka reynst algjört rassgat. Leikurinn vistar eingöngu þegar eitthvað mikilvægt gerist og þegar Henry sefur. Spilarar geta einnig vistað með því að detta aðeins í það en það er dýrt og auðvelt að gleyma því. Þetta veldur því að þegar spilarar (lesist ég) gleyma sér er auðvelt að gleyma því að vista leikinn líka. Það hefur komið fyrir, oftar en einu sinni, að ég hef tapað heilu klukkustundunum eftir að leikurinn hrynur. Sem er óþolandi og þá sérstaklega í eitt skiptið sem ég var búinn að vera heillengi að eltast við smávægilega hluti, þvert og kruss um kortið. Framleiðendurnir, Warhorse, vinna nú að fjölda plástra fyrir leikinn sem bæði eiga að laga biluð verkefni og hina ýmsu galla leiksins. Þá ætla þeir að styðja vel við bakið á Moddurum og veita aðgang að byggingartólum leiksins. Sem er einstaklega frábært. Með moddum verður líftími leiksins lengdur gífurlega og moddarar eiga eftir að fínpússa hann og bæta við hann um áraraðir. Jafnvel bæta við fjölspilun. Þar að auki eru starfsmenn Warhorse að skoða hvernig hægt sé að leyfa fólki að vista oftar.Umhverfi KCD er mjög svo flott.WarhorseÞar sem KCD stendur sig hvað best er líklega í sögugerð leiksins. Saga hans, sem snýr að valdabaráttu, stríði og hetjudáð er skemmtileg, áhrifamikil og grípandi. Það er auðvelt að sökkva miklum tíma í þennan leik en mér finnst þó líklegt að KDC sé ekki allra. Aukaverkefnin geta einnig verið algjörlega frábær. Sérstaklega er vert að benda á „verkefni“ sem fól í sér að fara á fyllerí með presti og þurfa svo að halda messu fyrir hann. Það var mjög gaman.Bardagakerfið er einnig mjög skemmtilegt. Að flestu leyti. Einn á einn er það frábært og sömuleiðis einn á móti nokkrum. (Henry er yfirleitt einn) Þegar fleiri bætast í hópinn og í stórum orrustum fellur bardagakerfið saman. Best er að hlaupa bara um að höggva óvara óvini í spað á meðan þeir eru að berjast við aðra.Hæfileikakerfi leiksins minnir á Oblivion þar sem Henry verður betri í að gera hluti eins og að berjast með því að berjast. Hann verður líka betri í þjófnaði með því að stunda þjófnað, betri í drykkju með því að drekka og koll af kolli. Sem kemur mjög vel út og þá sérstaklega varðandi bardagakerfið. Á sama tíma og spilarinn nær betri tökum á bardögum lærir Henry það einnig og lærir ný högg, gerir meiri skaða og fleira. Þetta helst mjög vel í hendur.Samantekt-ish Á heildina litið er Kingdom Come Deliverance frábær. Þó mikið sé um galla í leiknum efast ég ekki um að ég muni spila hann aftur og aftur. Sérstaklega með tilliti til þess að Moddarar muna betrumbæta leikinn og breyta honum á næstu árum. Ég hef alltaf átt auðvelt með að fyrirgefa galla í leikjum sem snúa að útlit og öðru á meðan mér þykir spilunin góð. Ég á þó ekki erfitt með að fyrirgefa það að tíma mínum sé sóað. Ég get séð um það sjálfur og geri að reglulega. Mér finnst, yfirleitt, gaman af því þegar leikjaframleiðendur vanda sig við að hafa leiki raunverulega. Hins vegar finnst mér ekki gaman að gera sömu hlutina aftur og að sóa tíma mínum. Það er einfaldlega óþolandi að hafa eytt helling af tíma í að gera eitthvað og tapa því svo vegna galla í leiknum. Það er líka óþolandi að tapa miklum tíma þegar maður deyr. Ég er að verða sífellt minna hrifinn af því að vera refsað mikið fyrir að mistakast í leikjum og þá sérstaklega þegar manni er refsað þannig að maður þarf að endurtaka stóra hluta leiksins. Hver hefur tíma í það?
Leikjadómar Leikjavísir Tengdar fréttir Monster Hunter World: Skrímslin falla í tugatali Það ætti enginn að verða fyrir vonbrigðum með Monster Hunter World, ef hinn sami er tilbúinn til að gefa sér góðan tíma í hann og þó hann sé stundum pirrandi. 2. febrúar 2018 10:30 UFC 3: Betri og skemmtilegri en breytinga er þörf EA Sports UFC 3 er betri en síðasti leikurinn í seríunni og hefur ýmislegt verið bætt. Sá hluti leiksins sem þurfti þó hvað mest á endurbótum að halda hefur ekki verið snertur. 14. febrúar 2018 08:45 Shadow of the Colossus: Frábær endurgerð á klassískum leik Eitt af því sem heillar svo mikið við SOTC er hvað þetta er í raun hreinn leikur. 8. febrúar 2018 08:45 Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Monster Hunter World: Skrímslin falla í tugatali Það ætti enginn að verða fyrir vonbrigðum með Monster Hunter World, ef hinn sami er tilbúinn til að gefa sér góðan tíma í hann og þó hann sé stundum pirrandi. 2. febrúar 2018 10:30
UFC 3: Betri og skemmtilegri en breytinga er þörf EA Sports UFC 3 er betri en síðasti leikurinn í seríunni og hefur ýmislegt verið bætt. Sá hluti leiksins sem þurfti þó hvað mest á endurbótum að halda hefur ekki verið snertur. 14. febrúar 2018 08:45
Shadow of the Colossus: Frábær endurgerð á klassískum leik Eitt af því sem heillar svo mikið við SOTC er hvað þetta er í raun hreinn leikur. 8. febrúar 2018 08:45