Ólafía Þórunn í kennslustund í Ástralíu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. febrúar 2018 15:00 Ólafía og Carly Booth með ástralska leiðsögumanninum mynd/let Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og hin skoska Carly Booth kynntust menningu frumbyggja Ástralíu í dag þar sem þær fengu meðal annars kennslu í að stjaka brimbrettum frá áströlskum Ólympíufara. Kylfingarnir tveir fóru í ferð á vegum Evrópumótaraðarinnar þar sem þær lærðu að stjaka brimbrettum, heyrðu sögur af frumbyggjum og fengu að gangast undir svokallaða „bush tucker trial“ sem frægar eru í bresku raunveruleikaþáttunum I'm a Celebrity Get Me Out of Here þar sem keppendur þurfa að borða ýmsar dýraafurðir sem oftast eru ekki kenndar við átu. „Leiðsögumaðurinn okkar talaði mál frumbyggja og lét okkur smakka blóm og lauf. Það var frábært að prófa brettið, þetta var eitthvað sem ég hafði ekki gert áður. Ég var sú eina sem datt,“ sagði Ólafía í viðtali við heimasíðu Evrópumótaraðarinnar. Ástralski Ólympíufarinn Ky Hurst kenndi stelpunum á brettin. Svipmyndir frá deginum má sjá á Instagram aðgangi Evrópumótaraðarinnar, letgolf. Ólafía Þórunn keppir á Ladies Classic Bonville mótinu, sem er hluti af Evrópumótaröðinni, um helgina ásamt Valdísi Þóru Jónsdóttur. Ólafía á að hefja leik klukkan 13:30 að staðartíma á fimmtudaginn sem er klukkan 02:30 aðfaranótt fimmtudags á Íslandi. Icelandic golfer @olafiakri on the paddle board this morning with @wajaanayaam #coffscoast #sportsphotography #canon1dx A post shared by Tristan Jones (@tjsnapper) on Feb 19, 2018 at 10:40pm PST Golf Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og hin skoska Carly Booth kynntust menningu frumbyggja Ástralíu í dag þar sem þær fengu meðal annars kennslu í að stjaka brimbrettum frá áströlskum Ólympíufara. Kylfingarnir tveir fóru í ferð á vegum Evrópumótaraðarinnar þar sem þær lærðu að stjaka brimbrettum, heyrðu sögur af frumbyggjum og fengu að gangast undir svokallaða „bush tucker trial“ sem frægar eru í bresku raunveruleikaþáttunum I'm a Celebrity Get Me Out of Here þar sem keppendur þurfa að borða ýmsar dýraafurðir sem oftast eru ekki kenndar við átu. „Leiðsögumaðurinn okkar talaði mál frumbyggja og lét okkur smakka blóm og lauf. Það var frábært að prófa brettið, þetta var eitthvað sem ég hafði ekki gert áður. Ég var sú eina sem datt,“ sagði Ólafía í viðtali við heimasíðu Evrópumótaraðarinnar. Ástralski Ólympíufarinn Ky Hurst kenndi stelpunum á brettin. Svipmyndir frá deginum má sjá á Instagram aðgangi Evrópumótaraðarinnar, letgolf. Ólafía Þórunn keppir á Ladies Classic Bonville mótinu, sem er hluti af Evrópumótaröðinni, um helgina ásamt Valdísi Þóru Jónsdóttur. Ólafía á að hefja leik klukkan 13:30 að staðartíma á fimmtudaginn sem er klukkan 02:30 aðfaranótt fimmtudags á Íslandi. Icelandic golfer @olafiakri on the paddle board this morning with @wajaanayaam #coffscoast #sportsphotography #canon1dx A post shared by Tristan Jones (@tjsnapper) on Feb 19, 2018 at 10:40pm PST
Golf Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira