Ter Stegen fékk nauðungarkost 10 ára: „Ferð í mark eða yfirgefur klúbbinn“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. febrúar 2018 14:00 Ter Stegen er markvörður númer eitt hjá Barcelona. vísir/getty Marc-Andre ter Stegen er einn fremsti markmaður heims, ver mark Barcelona og þýska landsliðsins. En hann má þakka furðulegum hlaupastíl fyrir það að hann varð markvörður. Afi hans sendi ter Stegen til æfinga hjá þýska félaginu Borussia Moenchengladbach þegar hann var aðeins fjögurra ára og hann var sín fyrstu ár að læra stöðu framherja. Þegar hann var 10 ára var hann beðinn um að fara í markið því markmaðurinn var með blóðnasir. „Ég var sá eini sem vildi fara í markið svo ég leysti hann af tvo leiki. Eftir þá sagði þjálfarinn við mig að ef ég yrði ekki markmaður þá þyrfti ég að yfirgefa félagið því honum líkaði ekki hlaupastíllinn minn,“ sagði ter Stegen í viðtali við Telegraph. „Mér leið vel í marki og vildi vera áfram með félögum mínum svo þetta var aldrei spurning.“ Stuðningsmenn Barcelona þakka þessum þjálfara væntanlega vel fyrir en Þjóðverjinn hefur verið frábær í vetur. Það líða að meðaltali 450 mínútur á milli marka hjá honum í Meistaradeild Evrópu í vetur, en það eru 5 heilir fótboltaleikir. Enginn markmaður nær betri tölfræði, David de Gea hjá Manchester United er næstur með 360 mínútur á milli marka. Þá er hann með næst besta hlutfall markvarsla í stærstu deildunum 5 í Evrópu og jafn de Gea í 2.-3. sæti yfir leiki þar sem hann nær að halda marki sínu hreinu, einum leik á eftir Jan Oblak hjá Atletico Madrid sem hefur haldið hreinu í 16 leikjum á Spáni. „Þeir sem hafa ekki reynt fyrir sér í marki vita ekki hversu erfitt það er. Allar stöður eru erfiðar en sem markmaður ertu í sviðsljósinu í öllum stóru sénsum andstæðingsins. Þú getur átt 10 frábærar vörslur en svo missiru af einu skoti eða hleypir sendingu inn og það er það sem allir sjá,“ sagði Marc-Andre ter Stegen. Þjóðverjinn verður að öllum líkindum á milli stanganna í kvöld þegar Barcelona mætir á Stamford Bridge og leikur við Chelsea í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst upphitun klukkan 19:15. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Sjá meira
Marc-Andre ter Stegen er einn fremsti markmaður heims, ver mark Barcelona og þýska landsliðsins. En hann má þakka furðulegum hlaupastíl fyrir það að hann varð markvörður. Afi hans sendi ter Stegen til æfinga hjá þýska félaginu Borussia Moenchengladbach þegar hann var aðeins fjögurra ára og hann var sín fyrstu ár að læra stöðu framherja. Þegar hann var 10 ára var hann beðinn um að fara í markið því markmaðurinn var með blóðnasir. „Ég var sá eini sem vildi fara í markið svo ég leysti hann af tvo leiki. Eftir þá sagði þjálfarinn við mig að ef ég yrði ekki markmaður þá þyrfti ég að yfirgefa félagið því honum líkaði ekki hlaupastíllinn minn,“ sagði ter Stegen í viðtali við Telegraph. „Mér leið vel í marki og vildi vera áfram með félögum mínum svo þetta var aldrei spurning.“ Stuðningsmenn Barcelona þakka þessum þjálfara væntanlega vel fyrir en Þjóðverjinn hefur verið frábær í vetur. Það líða að meðaltali 450 mínútur á milli marka hjá honum í Meistaradeild Evrópu í vetur, en það eru 5 heilir fótboltaleikir. Enginn markmaður nær betri tölfræði, David de Gea hjá Manchester United er næstur með 360 mínútur á milli marka. Þá er hann með næst besta hlutfall markvarsla í stærstu deildunum 5 í Evrópu og jafn de Gea í 2.-3. sæti yfir leiki þar sem hann nær að halda marki sínu hreinu, einum leik á eftir Jan Oblak hjá Atletico Madrid sem hefur haldið hreinu í 16 leikjum á Spáni. „Þeir sem hafa ekki reynt fyrir sér í marki vita ekki hversu erfitt það er. Allar stöður eru erfiðar en sem markmaður ertu í sviðsljósinu í öllum stóru sénsum andstæðingsins. Þú getur átt 10 frábærar vörslur en svo missiru af einu skoti eða hleypir sendingu inn og það er það sem allir sjá,“ sagði Marc-Andre ter Stegen. Þjóðverjinn verður að öllum líkindum á milli stanganna í kvöld þegar Barcelona mætir á Stamford Bridge og leikur við Chelsea í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst upphitun klukkan 19:15.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Sjá meira