Líklegt að sameinað fyrirtæki losi um eignir Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. mars 2018 06:00 Finnur Árnason er forstjóri Haga. Vísir/Eyþór Sérfræðingur í samkeppnisrétti telur að verði af sameiningu Haga, Olís og fasteignafélagsins DGV þurfi hið nýja fyrirtæki mögulega að sæta skilyrðum um að losa sig við eignir. Hagar drógu í gær samrunatilkynningu vegna fyrirhugaðrar sameiningar fyrirtækjanna þriggja til baka, en mun senda inn nýja samrunatilkynningu innan skamms. „Mig grunar að Hagar hafi séð af viðbrögðum Samkeppniseftirlitsins að skilyrði samrunans yrðu umfangsmikil og þung í utanumhaldi. Í stað þess að fara í samningaviðræður um þetta þá hafi þeir talið vænlegra að endurhanna samrunann og hafa hann ekki jafn yfirgripsmikinn,“ segir Eggert B. Ólafsson, lögmaður og sérfræðingur á sviði samkeppnisréttar. Mögulega þurfi Olís og N1 að skipta upp Olíudreifingu. Eggert segir að skoða þurfi þennan fyrrnefnda samruna í samhengi við annan samruna sem stendur fyrir dyrum. Það er samruni olíufélagsins N1 og Festar, sem rekur meðal annars Krónuna og Nóatún. Þar sé strúktúrinn sá sami og komi til með að hafa áhrif á markaðsstöðuna. Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir fyrirhugaðan samruna N1 og Festar þó ekki hafa spilað inn í ákvörðunina um að draga samrunatilkynninguna til baka. „Við teljum okkur geta boðið heildstæð skilyrði sem séu til þess fallin að leysa málið. Því er þessi leið farin.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Á von á umfangsmiklum skilyrðum Sérfræðingur í samkeppnisrétti telur líklegt að Samkeppniseftirlitið samþykki kaup Haga á Olís. Hins vegar vilji yfirvöld sennilega setja kaupunum skilyrði í því augnamiði að ýta úr vegi aðgangshindrunum að eldsneytismarkaðinum. 1. febrúar 2018 07:00 Hagar drógu samrunatilkynningu til baka á síðustu stundu Ekki er búið að hætta við samrunann þar sem Hagar ætla að senda inn nýja samrunatilkynningu. 8. mars 2018 16:41 Samkeppniseftirlitið samþykkir ekki samruna Olís og Haga án skilyrða Samkeppniseftirlitið hefur sent Högum andmælaskjal vegna kaupa félagsins á Olíuverzlun Íslands hf., Olís, og fasteignafélagsins DGV ehf. 29. janúar 2018 08:53 Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Stefna á milljarð í veltu innan tveggja til þriggja ára Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira
Sérfræðingur í samkeppnisrétti telur að verði af sameiningu Haga, Olís og fasteignafélagsins DGV þurfi hið nýja fyrirtæki mögulega að sæta skilyrðum um að losa sig við eignir. Hagar drógu í gær samrunatilkynningu vegna fyrirhugaðrar sameiningar fyrirtækjanna þriggja til baka, en mun senda inn nýja samrunatilkynningu innan skamms. „Mig grunar að Hagar hafi séð af viðbrögðum Samkeppniseftirlitsins að skilyrði samrunans yrðu umfangsmikil og þung í utanumhaldi. Í stað þess að fara í samningaviðræður um þetta þá hafi þeir talið vænlegra að endurhanna samrunann og hafa hann ekki jafn yfirgripsmikinn,“ segir Eggert B. Ólafsson, lögmaður og sérfræðingur á sviði samkeppnisréttar. Mögulega þurfi Olís og N1 að skipta upp Olíudreifingu. Eggert segir að skoða þurfi þennan fyrrnefnda samruna í samhengi við annan samruna sem stendur fyrir dyrum. Það er samruni olíufélagsins N1 og Festar, sem rekur meðal annars Krónuna og Nóatún. Þar sé strúktúrinn sá sami og komi til með að hafa áhrif á markaðsstöðuna. Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir fyrirhugaðan samruna N1 og Festar þó ekki hafa spilað inn í ákvörðunina um að draga samrunatilkynninguna til baka. „Við teljum okkur geta boðið heildstæð skilyrði sem séu til þess fallin að leysa málið. Því er þessi leið farin.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Á von á umfangsmiklum skilyrðum Sérfræðingur í samkeppnisrétti telur líklegt að Samkeppniseftirlitið samþykki kaup Haga á Olís. Hins vegar vilji yfirvöld sennilega setja kaupunum skilyrði í því augnamiði að ýta úr vegi aðgangshindrunum að eldsneytismarkaðinum. 1. febrúar 2018 07:00 Hagar drógu samrunatilkynningu til baka á síðustu stundu Ekki er búið að hætta við samrunann þar sem Hagar ætla að senda inn nýja samrunatilkynningu. 8. mars 2018 16:41 Samkeppniseftirlitið samþykkir ekki samruna Olís og Haga án skilyrða Samkeppniseftirlitið hefur sent Högum andmælaskjal vegna kaupa félagsins á Olíuverzlun Íslands hf., Olís, og fasteignafélagsins DGV ehf. 29. janúar 2018 08:53 Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Stefna á milljarð í veltu innan tveggja til þriggja ára Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira
Á von á umfangsmiklum skilyrðum Sérfræðingur í samkeppnisrétti telur líklegt að Samkeppniseftirlitið samþykki kaup Haga á Olís. Hins vegar vilji yfirvöld sennilega setja kaupunum skilyrði í því augnamiði að ýta úr vegi aðgangshindrunum að eldsneytismarkaðinum. 1. febrúar 2018 07:00
Hagar drógu samrunatilkynningu til baka á síðustu stundu Ekki er búið að hætta við samrunann þar sem Hagar ætla að senda inn nýja samrunatilkynningu. 8. mars 2018 16:41
Samkeppniseftirlitið samþykkir ekki samruna Olís og Haga án skilyrða Samkeppniseftirlitið hefur sent Högum andmælaskjal vegna kaupa félagsins á Olíuverzlun Íslands hf., Olís, og fasteignafélagsins DGV ehf. 29. janúar 2018 08:53