Fótbolti

Sjáðu forsetann okkar leika sér í fótbolta með eiginkonunni á Bessastöðum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Herra Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og eiginkona hans Eliza Reid.
Herra Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og eiginkona hans Eliza Reid. Youtube/inspiredbyiceland
Herra Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og eiginkona hans Eliza Reid eru í aðalhlutverki í nýrri auglýsingaherferð Íslandsstofu en þar vekja þau athygli á því að lita Íslands verður með í heimsmeistarakeppninni í fótbolta í fyrsta sinn og setur þar heimsmet.

Í dag 8. mars eru hundrað dagar þar til að Íslands spilar sinn fyrsta leik á HM í fótbolta í Rússlandi sem verður á móti Argentínu í Mosvku 16. júní. Þetta verður sögulegur leikur því þennan dag verður Íslands fámennasta þjóðin til að eiga lið í úrslitakeppni HM.

Í auglýsingunni sýna Guðni og Eliza hæfileika sína í fótbolta en þau leika sér með fótbolta innanhúss í forsetabústaðnum á Bessastöðum. Guðni kallar líka eftir stuðningi við íslenska landsliðið í Rússlandi í sumar.

Það má sjá auglýsinguna hér fyrir neðan.

„Við erum ótrúlega stolt af liðinu okkar og afrekum þeirra, við sem erum aðeins 340 þúsund manna þjóða,“ segir Guðni meðal annars í myndbandinu.

„Hvort sem við vinnum eða töpum þá er alltaf spennandi að vera hluti af einhverju svo stóru og líka þrátt fyrir að við séum svona lítill,“ sagði Guðni.  

„Komið með okkur í liði Íslands á HM og styðjið íslenska liðið. Allir eru velkomnir. Sama hvaða lið þú styður og hvaðan þú ert, þá er pláss fyrir þig í okkar liði,“ sagði Eliza Reid.

Auglýsingin endar svo á því að Eliza Reid sakar forsetann um rembilæti með fótboltann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×