Hvatning til fólks um að virða söguna, landið og umhverfið Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. mars 2018 06:00 Borghildur að ganga frá gólfverki í Listasafni Árnesinga sem sýnir Þjórsá frá upptökum til ósa. „Forfeður mínir bjuggu á bökkum Þjórsár og þessi lengsta á landsins er mér hugstæð. Líka vegna hugmyndarinnar um að þar eigi að fara að umbreyta landinu vegna einnar virkjunarinnar enn,“ segir Borghildur um sýninguna Þjórsá sem hún opnar í Listasafni Árnesinga í Hveragerði á laugardaginn klukkan 14. Þar miðlar hún birtu, lit, hreyfingu, hljóðum, áferð, og öðrum eiginleikum umhverfisins, að því er segir í texta eftir Æsu Sigurjónsdóttur í sýningarskrá. „Ég er með tvö vídeóverk á sýningunni, annað þeirra í tvennu lagi. Svo er löng þula sem verður textaverk á vegg og því fylgir hljóð. Eitt atriðið er átta metra langt gólfverk undir gleri, sjálf Þjórsá frá upptökum til ósa,“ lýsir Borghildur. Hún tekur fram að hún standi ekki ein í framkvæmdinni þó hugmyndirnar séu hennar. Hún sé með alls konar hjálp, meðal annars við að taka upp vídeóið og hljóðverkið. Síðasta sýning Borghildar var í Ráðhúsi Reykjavíkur haustið 2016. Hún hét Umhverfismat vegna Skarðsels við Þjórsá. Hún segir Skarðsel vera tóftir eftir bæ forfeðra hennar og þær séu á því svæði sem Hvammsvirkjun er fyrirhuguð. Þar hafi verið búið fram á áratuginn 1930-40. „Hvammsvirkjun er fyrsta skrefið í að virkja neðri hluta Þjórsár og tóftirnar fara akkúrat undir stífluvegginn. Mér finnst það sárt.“ Í nýju sýningunni sleppir Borghildur þó frásögnum af fólkinu sínu en leggur áherslu á beina náttúrutengingu við fljótið langa sem kemur upp í Hofsjökli og fellur til sjávar vestan við Þykkvabæinn. Hún segir sýninguna vinsamlega hvatningu til fólks um að læra að þekkja og virða söguna, landið og umhverfið. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
„Forfeður mínir bjuggu á bökkum Þjórsár og þessi lengsta á landsins er mér hugstæð. Líka vegna hugmyndarinnar um að þar eigi að fara að umbreyta landinu vegna einnar virkjunarinnar enn,“ segir Borghildur um sýninguna Þjórsá sem hún opnar í Listasafni Árnesinga í Hveragerði á laugardaginn klukkan 14. Þar miðlar hún birtu, lit, hreyfingu, hljóðum, áferð, og öðrum eiginleikum umhverfisins, að því er segir í texta eftir Æsu Sigurjónsdóttur í sýningarskrá. „Ég er með tvö vídeóverk á sýningunni, annað þeirra í tvennu lagi. Svo er löng þula sem verður textaverk á vegg og því fylgir hljóð. Eitt atriðið er átta metra langt gólfverk undir gleri, sjálf Þjórsá frá upptökum til ósa,“ lýsir Borghildur. Hún tekur fram að hún standi ekki ein í framkvæmdinni þó hugmyndirnar séu hennar. Hún sé með alls konar hjálp, meðal annars við að taka upp vídeóið og hljóðverkið. Síðasta sýning Borghildar var í Ráðhúsi Reykjavíkur haustið 2016. Hún hét Umhverfismat vegna Skarðsels við Þjórsá. Hún segir Skarðsel vera tóftir eftir bæ forfeðra hennar og þær séu á því svæði sem Hvammsvirkjun er fyrirhuguð. Þar hafi verið búið fram á áratuginn 1930-40. „Hvammsvirkjun er fyrsta skrefið í að virkja neðri hluta Þjórsár og tóftirnar fara akkúrat undir stífluvegginn. Mér finnst það sárt.“ Í nýju sýningunni sleppir Borghildur þó frásögnum af fólkinu sínu en leggur áherslu á beina náttúrutengingu við fljótið langa sem kemur upp í Hofsjökli og fellur til sjávar vestan við Þykkvabæinn. Hún segir sýninguna vinsamlega hvatningu til fólks um að læra að þekkja og virða söguna, landið og umhverfið.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira