Stelpurnar okkar taplausar í þremur leikjum á móti bestu liðum Evrópu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. mars 2018 10:00 Stelpurnar okkar tóku níunda sætið. vísir Leikmenn íslenska kvennalandsliðsins geta verið sáttir með eigin frammistöðu á Algarve-mótinu sem lauk í gær. Þá vann Ísland Danmörku í vítaspyrnukeppni, 5-4, eftir að staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-1. Sanne Troelsgaard-Nielsen kom Dönum yfir á 63. mínútu en sjö mínútum síðar jafnaði Hlín Eiríksdóttir metin með skalla eftir hornspyrnu Hallberu Gísladóttur. Þetta var fyrsta mark Hlínar í fimmta landsleiknum. Hlín er aðeins 17 ára og er fyrsti leikmaðurinn sem er fæddur á þessari öld til að skora fyrir íslenskt A-landslið í fótbolta. „Leikurinn var spilaður við mjög erfiðar. Það var grenjandi rigning allan tímann, völlurinn þungur og bauð ekki upp á mikinn fótbolta. Við lögðum upp með að vera sterkar í slagsmálunum og reyna að fara fram völlinn með fáum sendingum,“ sagði Ásmundur Haraldsson í samtali við Fréttablaðið eftir leik. Hann stýrði íslenska liðinu í fjarveru Freys Alexanderssonar. Ísland mætti Danmörku í fyrsta leiknum á mótinu og honum lyktaði með markalausu jafntefli. Sömu úrslit urðu í leik Íslands og Hollands á mánudaginn. Íslenska liðið var því ósigrað í þremur leikjum gegn liðunum sem léku til úrslita á EM á síðasta ári. „Við vorum búnar að mæta þeim áður og vissum nokkurn veginn hvernig þær myndu spila. Stelpurnar leystu það sem við lögðum upp með. Við pressuðum á þær, lokuðum svæðunum inni á miðjunni og sóttum hratt,“ sagði Ásmundur. Íslenska liðið var ógnandi í hornspyrnum og í fyrri hálfleik átti Sara Björk Gunnarsdóttir skalla í stöng. Jöfnunarmarkið kom svo eftir hornspyrnu eins og áður sagði. „Þetta var frábært mark. Hlín stangaði boltann í netið eftir frábæra hornspyrnu Hallberu,“ sagði Ásmundur. Hann segir að frammistaða Hlínar sé einn af ljósustu punktunum við Algarve-mótið í ár. „Hún var sultuslök með þetta allt. Hún leggur sig gríðarlega mikið fram og það gerist alltaf eitthvað þegar hún fær boltann. Hún heldur boltanum mjög vel og hefur komið gríðarlega sterk inn. Hún átti skilið að skora þetta mark.“ Að sögn Ásmundar var íslenska liðið ekki búið að undirbúa sig fyrir vítakeppnina. „Við óskuðum eftir spyrnumönnum og stelpurnar stigu fram og kláruðu þetta bara sjálfar,“ sagði Ásmundur. Ingibjörg Sigurðardóttir, Rakel Hönnudóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir, Agla María Albertsdóttir og Andrea Rán Hauksdóttir skoruðu úr spyrnum Íslands og Sonný Lára Þráinsdóttir varði eina spyrnu Dana. Íslenski boltinn Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Frá Skagafirði á Akranes Körfubolti Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Sjá meira
Leikmenn íslenska kvennalandsliðsins geta verið sáttir með eigin frammistöðu á Algarve-mótinu sem lauk í gær. Þá vann Ísland Danmörku í vítaspyrnukeppni, 5-4, eftir að staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-1. Sanne Troelsgaard-Nielsen kom Dönum yfir á 63. mínútu en sjö mínútum síðar jafnaði Hlín Eiríksdóttir metin með skalla eftir hornspyrnu Hallberu Gísladóttur. Þetta var fyrsta mark Hlínar í fimmta landsleiknum. Hlín er aðeins 17 ára og er fyrsti leikmaðurinn sem er fæddur á þessari öld til að skora fyrir íslenskt A-landslið í fótbolta. „Leikurinn var spilaður við mjög erfiðar. Það var grenjandi rigning allan tímann, völlurinn þungur og bauð ekki upp á mikinn fótbolta. Við lögðum upp með að vera sterkar í slagsmálunum og reyna að fara fram völlinn með fáum sendingum,“ sagði Ásmundur Haraldsson í samtali við Fréttablaðið eftir leik. Hann stýrði íslenska liðinu í fjarveru Freys Alexanderssonar. Ísland mætti Danmörku í fyrsta leiknum á mótinu og honum lyktaði með markalausu jafntefli. Sömu úrslit urðu í leik Íslands og Hollands á mánudaginn. Íslenska liðið var því ósigrað í þremur leikjum gegn liðunum sem léku til úrslita á EM á síðasta ári. „Við vorum búnar að mæta þeim áður og vissum nokkurn veginn hvernig þær myndu spila. Stelpurnar leystu það sem við lögðum upp með. Við pressuðum á þær, lokuðum svæðunum inni á miðjunni og sóttum hratt,“ sagði Ásmundur. Íslenska liðið var ógnandi í hornspyrnum og í fyrri hálfleik átti Sara Björk Gunnarsdóttir skalla í stöng. Jöfnunarmarkið kom svo eftir hornspyrnu eins og áður sagði. „Þetta var frábært mark. Hlín stangaði boltann í netið eftir frábæra hornspyrnu Hallberu,“ sagði Ásmundur. Hann segir að frammistaða Hlínar sé einn af ljósustu punktunum við Algarve-mótið í ár. „Hún var sultuslök með þetta allt. Hún leggur sig gríðarlega mikið fram og það gerist alltaf eitthvað þegar hún fær boltann. Hún heldur boltanum mjög vel og hefur komið gríðarlega sterk inn. Hún átti skilið að skora þetta mark.“ Að sögn Ásmundar var íslenska liðið ekki búið að undirbúa sig fyrir vítakeppnina. „Við óskuðum eftir spyrnumönnum og stelpurnar stigu fram og kláruðu þetta bara sjálfar,“ sagði Ásmundur. Ingibjörg Sigurðardóttir, Rakel Hönnudóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir, Agla María Albertsdóttir og Andrea Rán Hauksdóttir skoruðu úr spyrnum Íslands og Sonný Lára Þráinsdóttir varði eina spyrnu Dana.
Íslenski boltinn Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Frá Skagafirði á Akranes Körfubolti Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Sjá meira