Leika sónötur í rómantískum stíl og líka falleg sönglög Liszts Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. mars 2018 11:00 Edda og Bryndís Halla tóku smá hlé frá spilamennskunni. Vísir/anton Sónötur og ljóðræn smálög munu hljóma í Kaldalóni, Hörpu á morgun, sunnudag. Á tónleikum sem hefjast klukkan 17 flytja þær Bryndís Halla Gylfadóttir og Edda Erlendsdóttir verk fyrir selló og píanó eftir Liszt, Bridge og Brahms. Þegar ég hringi í Eddu segir hún þær akkúrat í þögn í miðri æfingu á einni af sónötu Bridge! Spurð hvort þær kunni þetta ekki allt svarar hún glaðlega: „Það er aldrei góðs viti að þykjast of öruggur en við erum búnar að vinna mjög vel síðan ég kom heim og vorum búnar að taka skorpu fyrr í vetur. Við erum samtaka í að vilja vinna svona verkefni á löngum tíma. Edda segir tónlistina sem þær eru að æfa ótrúlega fallega. „Sónatan eftir Frank Bridge er samin 1919 í mjög rómantískum stíl og undir áhrifum frá Brahms og Rachmaninoff. Svo eru sönglög sem Liszt útsetti sjálfur fyrir píanó og selló. Þau eru ekkert oft flutt en hann skrifaði mörg falleg sönglög.“ En það er enginn að syngja með ykkur, eða hvað? „Nei, það er sellóið sem syngur og ég reyni að vera auðmjúkur meðleikari,“ segir Edda. „Svo er Brahms-sónata eftir hlé. Hún fær að standa alveg sér og ein.“ Edda hefur búið yfir 40 ár í París. Kennt við tónlistarháskólana í Lyon og Versölum og spilað mikið í Frakklandi og víðar í Evrópu. En nú kveðst hún tekin að flakka milli Íslands og meginlandsins. „Þegar ég fór á eftirlaun úti kom upp í hendur mínar spennandi starf sem gestakennari við Listaháskólann hér og svo fleiri verkefni í framhaldinu. Nú er ég að kenna masterklassnemendum í Tónlistarskóla Kópavogs og Nýja tónlistarskólanum, vinna með ungum söngvurum og við Bryndís Halla ætlum að halda þrenna tónleika úti á landi. Nú er vor hér en snjór og kuldi í París og maðurinn minn á leiðinni hingað.“ Tónleikarnir í Kaldalóni tilheyra tónleikaröðinni Sígildir sunnudagar í Hörpu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Sónötur og ljóðræn smálög munu hljóma í Kaldalóni, Hörpu á morgun, sunnudag. Á tónleikum sem hefjast klukkan 17 flytja þær Bryndís Halla Gylfadóttir og Edda Erlendsdóttir verk fyrir selló og píanó eftir Liszt, Bridge og Brahms. Þegar ég hringi í Eddu segir hún þær akkúrat í þögn í miðri æfingu á einni af sónötu Bridge! Spurð hvort þær kunni þetta ekki allt svarar hún glaðlega: „Það er aldrei góðs viti að þykjast of öruggur en við erum búnar að vinna mjög vel síðan ég kom heim og vorum búnar að taka skorpu fyrr í vetur. Við erum samtaka í að vilja vinna svona verkefni á löngum tíma. Edda segir tónlistina sem þær eru að æfa ótrúlega fallega. „Sónatan eftir Frank Bridge er samin 1919 í mjög rómantískum stíl og undir áhrifum frá Brahms og Rachmaninoff. Svo eru sönglög sem Liszt útsetti sjálfur fyrir píanó og selló. Þau eru ekkert oft flutt en hann skrifaði mörg falleg sönglög.“ En það er enginn að syngja með ykkur, eða hvað? „Nei, það er sellóið sem syngur og ég reyni að vera auðmjúkur meðleikari,“ segir Edda. „Svo er Brahms-sónata eftir hlé. Hún fær að standa alveg sér og ein.“ Edda hefur búið yfir 40 ár í París. Kennt við tónlistarháskólana í Lyon og Versölum og spilað mikið í Frakklandi og víðar í Evrópu. En nú kveðst hún tekin að flakka milli Íslands og meginlandsins. „Þegar ég fór á eftirlaun úti kom upp í hendur mínar spennandi starf sem gestakennari við Listaháskólann hér og svo fleiri verkefni í framhaldinu. Nú er ég að kenna masterklassnemendum í Tónlistarskóla Kópavogs og Nýja tónlistarskólanum, vinna með ungum söngvurum og við Bryndís Halla ætlum að halda þrenna tónleika úti á landi. Nú er vor hér en snjór og kuldi í París og maðurinn minn á leiðinni hingað.“ Tónleikarnir í Kaldalóni tilheyra tónleikaröðinni Sígildir sunnudagar í Hörpu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira