Bandaríkjastjórn gæti tilkynnt um verndartolla á stál og ál Kjartan Kjartansson skrifar 1. mars 2018 12:12 Trump hikaði ekki við að leggja á tuga prósenta verndartolla á innfluttar sólarsellur og þvottavélar í janúar. Vísir/AFP Hvíta húsið er sagt undirbúa meiriháttar tilkynningu um verndartolla á innflutt stál og ál í dag. Leynd ríkir yfir efni tilkynningarinnar en sumir repúblikanar hafa varað við því að verndartollarnir gætu hrundið af stað viðskiptastríði. Ákvörðun um að leggja tolla á innflutta málma yrði tekin á grundvelli niðurstöðu Wilburs Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, um að stórfelldur innflutningur á stáli og áli ógni þjóðaröryggi landsins. Enn liggur margt á huldu um tilkynninguna og Washington Post segir að mögulega verði henni frestað. Forstjórum stál- og álfyrirtækja hefur verið boðið á viðburð í Hvíta húsinu.Vara við áhrifunum á samskipti við bandalagsríkiSumir repúblikanar hafa reynt að koma í veg fyrir að Donald Trump forseti leggi verndartollana á. Politico segir að heitar rökræður hafi farið fram í Hvíta húsinu í gær um hvort rétt væri að tilkynna um tollana strax. Enn væri ekki búið að binda alla lausa enda hvað lagalegu hlið tollanna varðaði. Trump vilji leggja 25% toll á stálinnflutning og 10% á ál. Gary Cohn, efnahagsráðgjafi Trump, er hins vegar sagður hafa barist hatrammlega gegn tollunum á bak við tjöldin. Rex Tillerson, utanríkisráðherra, James Mattis, varnarmálaráðherra og H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, eru einnig allir sagðir hafa varað við tollunum. Þeir geti skaðað samskipti Bandaríkjanna við mikilvæg bandalagsríki. Háir verndartollar voru lagðir á sólarsellur og þvottavélar í janúar samkvæmt ákvörðun Trump forseta. Ódýrar innfluttar vörur voru sagðar skaða bandaríska framleiðendur. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump leggur háa verndartolla á innfluttar vörur Allt að þrjátíu prósent tollur verður lagður á ódýrar sólarsellur sem eru fluttar til Bandaríkjanna með ákvörðun Donalds Trump forseta. 22. janúar 2018 23:12 Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Hvíta húsið er sagt undirbúa meiriháttar tilkynningu um verndartolla á innflutt stál og ál í dag. Leynd ríkir yfir efni tilkynningarinnar en sumir repúblikanar hafa varað við því að verndartollarnir gætu hrundið af stað viðskiptastríði. Ákvörðun um að leggja tolla á innflutta málma yrði tekin á grundvelli niðurstöðu Wilburs Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, um að stórfelldur innflutningur á stáli og áli ógni þjóðaröryggi landsins. Enn liggur margt á huldu um tilkynninguna og Washington Post segir að mögulega verði henni frestað. Forstjórum stál- og álfyrirtækja hefur verið boðið á viðburð í Hvíta húsinu.Vara við áhrifunum á samskipti við bandalagsríkiSumir repúblikanar hafa reynt að koma í veg fyrir að Donald Trump forseti leggi verndartollana á. Politico segir að heitar rökræður hafi farið fram í Hvíta húsinu í gær um hvort rétt væri að tilkynna um tollana strax. Enn væri ekki búið að binda alla lausa enda hvað lagalegu hlið tollanna varðaði. Trump vilji leggja 25% toll á stálinnflutning og 10% á ál. Gary Cohn, efnahagsráðgjafi Trump, er hins vegar sagður hafa barist hatrammlega gegn tollunum á bak við tjöldin. Rex Tillerson, utanríkisráðherra, James Mattis, varnarmálaráðherra og H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, eru einnig allir sagðir hafa varað við tollunum. Þeir geti skaðað samskipti Bandaríkjanna við mikilvæg bandalagsríki. Háir verndartollar voru lagðir á sólarsellur og þvottavélar í janúar samkvæmt ákvörðun Trump forseta. Ódýrar innfluttar vörur voru sagðar skaða bandaríska framleiðendur.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump leggur háa verndartolla á innfluttar vörur Allt að þrjátíu prósent tollur verður lagður á ódýrar sólarsellur sem eru fluttar til Bandaríkjanna með ákvörðun Donalds Trump forseta. 22. janúar 2018 23:12 Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Trump leggur háa verndartolla á innfluttar vörur Allt að þrjátíu prósent tollur verður lagður á ódýrar sólarsellur sem eru fluttar til Bandaríkjanna með ákvörðun Donalds Trump forseta. 22. janúar 2018 23:12