„Við myndum kalla þetta smá golu í Breiðholtinu“ Kristinn Páll Teitsson skrifar 1. mars 2018 06:45 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir í baráttunni við Pernille Harder í leiknum í gær. Vísir/EPA Fótbolti Ísland og Danmörk skildu jöfn 0-0 í fyrsta leik liðanna í Algarve-mótinu í knattspyrnu í gær en leikurinn var fyrsti leikur Íslands á þessu sterkasta æfingarmóti heims. Nokkra lykilleikmenn vantaði í íslenska liðið en stelpurnar stóðu vel í silfurliði síðasta Evrópumóts.Spilaðist upp í okkar hendur Íslenska liðið lék með vindinum í fyrri hálfleik og fékk þó nokkur góð færi þó að Danir hafi verið meira með boltann. Í seinni hálfleik lék danska liðið með vindinn í bakið og komust næst því að skora mark þegar Sandra Sigurðardóttir varði skot í slána í upphafi seinni hálfleiks. Danska liðið stýrði leiknum áfram og fékk betri færi í seinni hálfleik en fann ekki leið framhjá Söndru í marki íslenska liðsins og lauk leiknum því með markalausu jafntefli. Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska landsliðsins, fann heilmargt jákvætt við leikinn þegar Fréttablaðið heyrði í honum stuttu eftir leik. „Leikurinn spilaðist bara mjög vel og alveg eins og við lögðum upp með, þetta var kaflaskipt en við vorum að takast á við eitt besta lið heims og náðum að loka mjög vel á þær. Í seinni hálfleik fengum inn nokkra óreynda leikmenn sem leystu verkefni sín mjög vel og ég verð að hrósa öllu liðinu í heild sinni,“ sagði Freyr sem var ánægður með einbeitinguna í varnarleiknum í seinni hálfleik þegar liðið lék í mótvindi. „Við vorum að spila hápressu mjög vel og skiptum vel á milli, færslurnar í varnarleiknum voru algjörlega frábærlegar. Það klikkaði á köflum í fyrri hálfleik en þetta var allt annað í seinni. Upplagið okkar í þessum leik var að halda hreinu, fá nokkur færi og þegar þau kæmu að reyna að nýta að minnsta kosti eitt þeirra,“ en Freyr vildi ekki meina að það hefði verið rok þegar veðrið var borið undir hann: „Við myndum kalla þetta smá golu í Breiðholtinu.“ Íslenska liðið hélt sig við 3-5-2 kerfið og þótt það hafi vantað lykilleikmenn í gærkvöldi komu allir inn af krafti.Glódís Perla Viggósdóttir í baráttunni við Pernille Harder.Kljást við stærstu stjörnur heims „Það er kostur kerfisins að það er auðvelt að koma inn í það og breyta því á meðan á leik stendur og það getur hentað okkur vel. Við erum að reyna að bæta liðið og leikmannahópinn fyrir komandi undankeppni og í dag fengu sumir óreyndir leikmenn að kljást við bestu leikmenn heims og gerðu það vel. Nú er það þeirra að halda dampi, það þarf halda einbeitingu því það eru fleiri gríðarlega erfiðir leikir fram undan.“ Næsti leikur liðsins er gegn Japan á föstudaginn, annar erfiður mótherji og stutt hvíld á milli. Freyr sagðist ekki ætla að taka neina áhættu. „Ég geri tíu breytingar, ég ætla ekki að taka neina áhættu með leikmenn þegar það er svona stutt á milli. Það verður erfiður leikur en við þurfum að vera fljót að hefja undirbúninginn því þetta verður annar erfiður leikur. Japanska liðið er öðruvísi, þær eru kvikari og með meiri tækni,“ sagði Freyr en hann sagði úrslit dagsins ekki hafa hjálpað þegar Japan tapaði 6-2 gegn Hollandi. „Það er ekki að hjálpa að þær fengu risa skell gegn besta sóknarliði heims í Hollandi í gær, þær eiga eftir að vilja svara fyrir það gegn okkur en við þurfum bara að vera tilbúin.“ HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
Fótbolti Ísland og Danmörk skildu jöfn 0-0 í fyrsta leik liðanna í Algarve-mótinu í knattspyrnu í gær en leikurinn var fyrsti leikur Íslands á þessu sterkasta æfingarmóti heims. Nokkra lykilleikmenn vantaði í íslenska liðið en stelpurnar stóðu vel í silfurliði síðasta Evrópumóts.Spilaðist upp í okkar hendur Íslenska liðið lék með vindinum í fyrri hálfleik og fékk þó nokkur góð færi þó að Danir hafi verið meira með boltann. Í seinni hálfleik lék danska liðið með vindinn í bakið og komust næst því að skora mark þegar Sandra Sigurðardóttir varði skot í slána í upphafi seinni hálfleiks. Danska liðið stýrði leiknum áfram og fékk betri færi í seinni hálfleik en fann ekki leið framhjá Söndru í marki íslenska liðsins og lauk leiknum því með markalausu jafntefli. Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska landsliðsins, fann heilmargt jákvætt við leikinn þegar Fréttablaðið heyrði í honum stuttu eftir leik. „Leikurinn spilaðist bara mjög vel og alveg eins og við lögðum upp með, þetta var kaflaskipt en við vorum að takast á við eitt besta lið heims og náðum að loka mjög vel á þær. Í seinni hálfleik fengum inn nokkra óreynda leikmenn sem leystu verkefni sín mjög vel og ég verð að hrósa öllu liðinu í heild sinni,“ sagði Freyr sem var ánægður með einbeitinguna í varnarleiknum í seinni hálfleik þegar liðið lék í mótvindi. „Við vorum að spila hápressu mjög vel og skiptum vel á milli, færslurnar í varnarleiknum voru algjörlega frábærlegar. Það klikkaði á köflum í fyrri hálfleik en þetta var allt annað í seinni. Upplagið okkar í þessum leik var að halda hreinu, fá nokkur færi og þegar þau kæmu að reyna að nýta að minnsta kosti eitt þeirra,“ en Freyr vildi ekki meina að það hefði verið rok þegar veðrið var borið undir hann: „Við myndum kalla þetta smá golu í Breiðholtinu.“ Íslenska liðið hélt sig við 3-5-2 kerfið og þótt það hafi vantað lykilleikmenn í gærkvöldi komu allir inn af krafti.Glódís Perla Viggósdóttir í baráttunni við Pernille Harder.Kljást við stærstu stjörnur heims „Það er kostur kerfisins að það er auðvelt að koma inn í það og breyta því á meðan á leik stendur og það getur hentað okkur vel. Við erum að reyna að bæta liðið og leikmannahópinn fyrir komandi undankeppni og í dag fengu sumir óreyndir leikmenn að kljást við bestu leikmenn heims og gerðu það vel. Nú er það þeirra að halda dampi, það þarf halda einbeitingu því það eru fleiri gríðarlega erfiðir leikir fram undan.“ Næsti leikur liðsins er gegn Japan á föstudaginn, annar erfiður mótherji og stutt hvíld á milli. Freyr sagðist ekki ætla að taka neina áhættu. „Ég geri tíu breytingar, ég ætla ekki að taka neina áhættu með leikmenn þegar það er svona stutt á milli. Það verður erfiður leikur en við þurfum að vera fljót að hefja undirbúninginn því þetta verður annar erfiður leikur. Japanska liðið er öðruvísi, þær eru kvikari og með meiri tækni,“ sagði Freyr en hann sagði úrslit dagsins ekki hafa hjálpað þegar Japan tapaði 6-2 gegn Hollandi. „Það er ekki að hjálpa að þær fengu risa skell gegn besta sóknarliði heims í Hollandi í gær, þær eiga eftir að vilja svara fyrir það gegn okkur en við þurfum bara að vera tilbúin.“
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira