Pallborðsumræður um áhrif sjókvíaeldis Karl Lúðvíksson skrifar 19. mars 2018 10:14 Sjókvíaeldi er mjög umdeilt sem og áhrif þess á umhverfið. Mynd úr safni Íslenska fluguveiðisýningin verður haldin þann 21. mars í anddyri Háskólabíós og þar verða allir helstu aðilar í sölu veiðileyfa og þjónustu til veiðimanna að kynna þar sem þeir eru að bjóða uppá fyrir sumarið sem allir veiðimenn bíða spenntir eftir. Á meðal þess sem verður að auki boðið uppá á Íslensku fluguveiðisýningunni verður málstofa og pallborðsumræður um áhrif sjókvíaeldis á náttúruna og mögulegar aðrar leiðir til eldis. Benóný Jónsson, líffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, flytur erindi um áhrif norskra eldislaxa á villta stofna. Í pallborði, ásamt Benóný, verða Ingólfur Ásgeirsson frá Icelandic Wildlife Fund, Jón Helgi Björnsson formaður stjórnar Landssambands veiðifélaga og Jón Þór Ólason formaður stjórnar Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Fundarstjóri verður Gunnar Helgason. Hægt er að nálgast miða á sýninguna á Tix.is Veiðimenn sem og landeigendur og veiðileyfasalar hafi mótmælt áformum og frekara laxeldi í kvíum við strendur landsins enda hafa ítrekaðar slysasleppingar bæði hér við land og erlendis sýnt að kvíaeldi er langt frá því að vera öruggt. Veiðimenn eru hvattir til að mæta við þessar pallborðsumræður. Mest lesið Nýtt veiðisvæði hjá Fish Partner Veiði Leiðinleg veðurspá fyrstu veiðihelgina í rjúpu Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Góðar laxagöngur á Vesturlandi Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Velur hýsilinn vandlega Veiði 22 punda lax úr Þverá í Borgarfirði Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Góð opnun í Laxárdalnum Veiði 78 laxar á land síðustu 6 daga í Stóru Laxá Veiði
Íslenska fluguveiðisýningin verður haldin þann 21. mars í anddyri Háskólabíós og þar verða allir helstu aðilar í sölu veiðileyfa og þjónustu til veiðimanna að kynna þar sem þeir eru að bjóða uppá fyrir sumarið sem allir veiðimenn bíða spenntir eftir. Á meðal þess sem verður að auki boðið uppá á Íslensku fluguveiðisýningunni verður málstofa og pallborðsumræður um áhrif sjókvíaeldis á náttúruna og mögulegar aðrar leiðir til eldis. Benóný Jónsson, líffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, flytur erindi um áhrif norskra eldislaxa á villta stofna. Í pallborði, ásamt Benóný, verða Ingólfur Ásgeirsson frá Icelandic Wildlife Fund, Jón Helgi Björnsson formaður stjórnar Landssambands veiðifélaga og Jón Þór Ólason formaður stjórnar Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Fundarstjóri verður Gunnar Helgason. Hægt er að nálgast miða á sýninguna á Tix.is Veiðimenn sem og landeigendur og veiðileyfasalar hafi mótmælt áformum og frekara laxeldi í kvíum við strendur landsins enda hafa ítrekaðar slysasleppingar bæði hér við land og erlendis sýnt að kvíaeldi er langt frá því að vera öruggt. Veiðimenn eru hvattir til að mæta við þessar pallborðsumræður.
Mest lesið Nýtt veiðisvæði hjá Fish Partner Veiði Leiðinleg veðurspá fyrstu veiðihelgina í rjúpu Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Góðar laxagöngur á Vesturlandi Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Velur hýsilinn vandlega Veiði 22 punda lax úr Þverá í Borgarfirði Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Góð opnun í Laxárdalnum Veiði 78 laxar á land síðustu 6 daga í Stóru Laxá Veiði