Verður alltaf sveitastelpa Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 17. mars 2018 10:00 Katrín Halldóra Sigurðardóttir fór krókaleið að draumi sínum að verða leikkona. Vísir/Eyþór Katrín Halldóra Sigurðardóttir leik- og söngkona á að baki annasama og langa sýningartörn í hlutverki Ellyar á fjölum Borgarleikhússins. Sýningin er afar vinsæl, sextíu og fimm þúsund Íslendingar hafa séð hana. Sýningarnar eru orðnar 138 talsins og sú síðasta í bili í kvöld. Þær hefjast aftur í haust enda virðist ekkert lát á vinsældum. Þangað til leikur Katrín Halldóra í gamanleiknum Sýningin sem klikkar í leikstjórn Halldóru Geirharðsdóttur. Það er mikill erill í Borgarleikhúsinu þegar blaðamann ber að garði. Um leikhúsið allt er skrautklætt fólk á ferð, syngjandi og raulandi línurnar sínar. Frumsýning á Rocky Horror nálgast.Núllstillir sig Katrín hefur nánast búið í Borgarleikhúsinu undanfarið. Hún hefur líka verið í tveimur stórum verkefnum utan leikhússins. Hún er með hlutverk í Ófærð 2 og tók einnig þátt í Jólagestum Björgvins. „Já, maður er stundum alveg búinn á því eftir helgina. Mánudagar eru rólegir dagar, þá geri ég lítið. Reyni að sofa. Ná góðri hvíld. Einhver sagði að ein sýning jafnaðist á við heila vinnuviku á skrifstofu. Ég trúi þessu, maður gefur allt í þetta,“ segir Katrín sem segir álagið bæði andlegt og líkamlegt. Til að verja sig álaginu hugleiðir hún og stundar sjósund og kalda potta. „Eftir langa sýningartörn er ég algjörlega búin á því að öllu leyti og þá er nauðsynlegt að hlusta á líkamann og taka það alvarlega að hann þarf að hvíla. Annars myndi maður brenna út fljótlega. Ég reyni að sofa eins lengi og ég get í törnum, það er langbest fyrir röddina og þannig er líkaminn þá búinn að hlaða sig fyrir næstu átök. Eins hugleiði ég og fer mikið í gufubað, sjósund og kalda potta. Það er algjörlega brilljant að dýfa sér ofan í, núllstillir mann alveg – þú getur ekki hugsað um neitt annað en að anda inn og út og blóðflæðið í líkamanum spýtist af stað og manni líður svo vel eftir á.“Í miðasöluleik Katrín hefur alið með sér draum um að verða leikkona frá barnsaldri. Móðir hennar, Ragnheiður Kristín Hall, vann í miðasölunni í Þjóð- leikhúsinu. Katrín fékk oft að koma með henni í vinnuna. „Það var líf mitt og yndi að fá að vera þarna í leikhúsinu. Krakkar fóru í búðarleik þegar þeir voru litlir, ég fór hins vegar í miðasöluleik. Prentaði út miða og gaf fólki. Svo hélt ég heilu leiksýningarnar í fjölskylduboðum. Oft ansi dramatísk og þung verk. Lék kvalafulla dauðdaga á gólfinu. Mesta sportið fannst mér nefnilega að fara á fullorðinsleikritin. Ég var mikið þarna, að deyja úr draugahræðslu, þræða gangana og fylgjast með fyrstu fyrirmyndum mínum í leikhúsinu. Ein sýning er mér sérstaklega minnisstæð, Þrek og tár. Í henni léku Steinunn Ólína, Edda Heiðrún Backmann og Hilmir Snær. Ég horfði oft á þessa sýningu. Og líka eftir að hætt var að sýna hana, þá horfði ég á hana á spólu heima hjá mér. Ég man að þarna fann ég fyrst þessa ógurlega sterku tilfinningu, að mig langaði einn daginn til þess að standa á sviði. Og framkalla líka þessar sterku tilfinningar hjá áhorfendum,“ segir Katrín frá.Er „nobbari“ Katrín ólst upp í Mosfellsbæ þar til hún varð tíu ára. Þá flutti hún á Neskaupstað með fjölskyldu sinni. „Ég var þar öll unglingsárin. Ég segi alltaf að ég sé frá Neskaupstað. Þar er heima fyrir mér. En svo var ég reyndar að flytja í Mosfellsbæ núna og mér finnst það æðislegt. Allt í einu púslaðist allt saman. Mér fannst ég alltaf vera gestur í þeim hverfum þar sem ég bjó áður í Reykjavík en núna þegar ég er að keyra heim úr vinnunni, þá finnst mér ég vera að keyra heim. Ég vissi ekki að umhverfið hefði svona mikil áhrif á mig. Ég myndi auðvitað finna þessa tilfinningu líka á Neskaupstað. Þetta eru staðir þar sem mér finnst gott að vera,“ segir Katrín. „Ég segi alltaf að ég sé „nobbari“ því föðurættin er Norðfirðingar. Ég kemst sjaldan heim á Neskaupstað vegna vinnunnar. Áður fór ég alltaf um hver jól. Núna fer ég helst á sumrin. Þetta er algjör paradís,“ segir Katrín og nefnir nokkra staði sem koma upp í hugann.Katrín ólst upp í Mosfellsbæ þar til hún varð tíu ára. Þá flutti hún á Neskaupstað með fjölskyldu sinni.Vísir/Eyþór„Fannadalurinn, Seldalurinn, ég gæti haldið áfram. Mér þykir meira að segja vænt um Oddsskarðið sem ég þræddi við hvert tækifæri um leið og ég var komin með bílpróf, í öllum veðrum. Til að komast á böllin!“ Útskýrir hún og hlær. „Nú eru komin göng svo foreldrar þurfa ekki að liggja andvaka eftir unglingunum sínum. Ég skildi aldrei af hverju mamma beið alltaf eftir mér þegar ég var á balli. Ég skil það auð- vitað í dag.“ Katrín á tvö eldri systkini. Bæði starfa sem lögfræðingar. Faðir hennar, Sigurður Rúnar Ragnarsson, er sóknarprestur á Neskaupstað. Móðir hennar, Ragnheiður, vinnur á skrifstofu Síldarvinnslunnar. „Þau tengjast ekki leikhúsheiminum á nokkurn hátt. Ég hefði aldrei fengið þessa innsýn í heim leiklistar ef það hefði ekki verið vegna mömmu. Þó að nú væri ég flutt langt í burtu frá leikhúsinu þá var samt gott að flytja á Neskaupstað. Erfitt stundum að vera í fámenninu, en gott. Ég verð alltaf sveitastelpa. Það breytist aldrei. Ég þarf að hafa svolítið pláss, ég þarf að sjá til fjalla og hafa kyrrð. Það er það sem ég er alin upp við og sæki í.“Ekki á réttri hillu Katrín fór í framhaldsskóla í Neskaupstað. Að honum loknum fluttist hún til Reykjavíkur. Staðráðin í því að verða leikkona. Það átti hins vegar eftir að taka Katrínu þrjár tilraunir að hljóta inngöngu í Leiklistarskólann. „Það er erfitt að fá höfnun. En þetta átti allt að fara svona. Ég gerði margt á þessum árum áður en ég komst að í Leiklistarskólanum. Sumt gekk vel, annað ekki, segir hún og brosir út í annað. „Ég var til dæmis ekki á réttri hillu í íslenskunámi í Háskóla Íslands. Ég náði nokkrum mánuðum þar. Ég segi oft frá því að síðasta kennslustundin snerist um beygingarhátt þátíðar á tímum víkinga. Þá bara gafst ég upp og hætti að mæta. Ég hef líka mikla ástríðu fyrir matreiðslu. Ef ég væri ekki í leiklist eða söng, þá væri ég kokkur. Ég eldaði á veitingastöðum og á leikskóla Hjallastefnunnar. Naut þess mjög. Ég reyndi svo aftur inngöngu í Leiklistarskólann og var hafnað í annað sinn,“ segir Katrín sem ákvað að reyna fyrir sér í söng.Sterkari til leiks „Ég fór út til Danmerkur í söngnám og var þar í heilan vetur. Þegar ég kom heim komst ég inn í söngnám á djass- og rokkbraut í FÍH. Það var æðislegur tími, ég fílaði mig svo svakalega í djassinum. Í allri þeirri músík og senu. Ég fann að ég gæti gert þetta allan daginn. Allt lífið! En samt fann ég fyrir þessari löngun. Að læra leiklist. Ég ákvað að láta slag standa og sækja um í þriðja sinn og ef ég á að vera alveg hreinskilin þá var það bara svolítið erfitt fyrir egóið. Ég sagði til dæmis engum frá því að ég væri að þreyta prófin í þriðja sinn,“ segir hún. „En svo kemst ég inn. Og þá gerist það að ég finn fyrir sorg. Þyrfti ég að kveðja sönginn? En svo fer allt eins og það á að fara. Ég áttaði mig á því að ég kom sterkari til leiks með sönginn í farteskinu. Ég fann að ég gat haldið söngkonudraumnum lifandi í náminu. Ég var með frábæra söngkennara, Björk Jónsdóttur og Kjartan Valdimar píanóleikara. Stundum voru bestu stundir mínar í náminu með þeim. Ég finn fyrir svo sterkri frelsistilfinningu þegar ég syng. Og það skemmtilegasta sem ég geri er að leika. Að fá að gera hvort tveggja, það er nú gæfan ein.“Kraftur og frelsi Katrín fékk sitt fyrsta hlutverk í Þjóðleikhúsinu, í verkinu Í hjarta Hróa hattar. „Það var töfrum líkast að ég skyldi fá hlutverk í Þjóðleikhúsinu strax eftir útskrift. Og tengja þannig við æskudrauminn,“ segir Katrín. Katrínu hafði alltaf dreymt um að syngja lög Ellyar. Þegar Gísli Örn Garðarsson leikstjóri hafði samband við hana þurfti hún ekki að hugsa sig um. „Fólk sagði stundum við mig að ég líktist henni svolítið. Og ég var upp með mér. Mig hafði lengi langað að gera eitthvað úr lögum Ellyar. Svo er ákveðið að setja upp sýningu um Elly í Borgarleikhúsinu. Og ég fékk tilboð sem ég gat ekki hafnað. Ég þekki lögin hennar vel. Og tengi líka við margt sem Elly hefur sagt um sönginn. Til dæmis þegar hún talaði um þessa frelsistilfinningu í söng. Tilfinning sem er erfitt að útskýra. Kraftur, frelsi. Hún lýsti tilfinningunni þannig að hún byrjaði í tánum og færi upp eftir öllu og niður aftur, henni liði dásamlega vel. Mér líður eins,“ segir Katrín.Tilfinningaferðalag Katrín segir vissa áhættu hafa verið fólgna í því að taka að sér hlutverkið. „Ég var aðeins búin að vera að vinna í eitt og hálft ár. Ferillinn var nýhafinn. Þetta hefði getað orðið minn banabiti. Ég hugsaði, þá er eins gott að gera þetta vel. Ég setti mér það markmið að það yrði Elly sem væri á sviðinu. Ekki ég. Ég myndi segja hennar sögu. Mér finnst svo geggjað hjá Borgarleikhúsinu og Gísla Erni að hafa ákveðið að segja hennar sögu. Það hefði alveg verið hægt að setja upp sýninguna um Villa. Elly snertir einhverja taug í okkur öllum. Saga hennar er mögnuð og fyrir mig, nýútskrifaða, að fá að leika svona hlutverk var algjör draumur. Ég ákvað frá fyrsta degi að leggja allt í þetta. Ég finn það á sýningum að fólk hlustar á hverja nótu. Þessi lög eru hluti af okkur, þetta er tímavél og fólk fer í tilfinningaferðalag. Það er vandmeðfarið að fjalla um heila mannsævi í leiksýningu. Ég hef lagt hjartað að veði í þessa sýningu. Ég held það hafi skilað sér,“ segir Katrín.Hefur ekki breyst Og nú þegar hún lítur til baka. Yfir krókótta leiðina að leikhúsinu. Með alls kyns útúrdúrum. Með viðkomu í eldhúsi í leikskóla, þrælþungri beygingarfræði í Háskólanum og söngnámi í Danmörku. Er þá ekki óhætt að segja að draumurinn hafi ræst? Katrín játar og segir leiðina þó aldrei hafa getað orðið öðruvísi. „Ég er með margt gott í farteskinu einmitt þess vegna. Svona átti þetta að fara. Já, ég get sagt að draumurinn hafi ræst, ég er enn að klípa mig yfir að þetta sé ekki bara einn stór draumur. Ég fæ gífurlega mikið út úr því að leika og syngja og ég hef verið svo ótrúlega heppin með skemmtileg verkefni og samstarfsfólk,“ segir Katrín sem segir þó velgengnina ekki breyta miklu. Farsældin sé fyrst og fremst fólgin í því að fá að starfa við það sem hún elskar að fást við. „Velgengnin breytir engu sérstöku öðru en því að núna er ég stoppuð úti á götu og spurð: „Ert þú ekki Elly stelpan?” Líka af fólki sem vill tala um sýninguna og þakka fyrir sig, sem er bara krúttlegt. Ég hef ekkert breyst sem manneskja, vona ég. Ég reyni bara að taka þessu öllu saman með stóískri ró og njóta þess að takast á við verkefnin sem koma bæði stór og smá.“ Maður Katrínar er Hallgrímur Jón Hallgrímsson. Hann er skógarhöggsmaður hjá Reykjavíkurborg og trommuleikari í rokkbandinu Sólstöfum. „Ég er ekki rokkari, ég fæ bara svona að fylgjast með. Við höfum verið saman í átta ár. Hann er líka alinn upp í Mosfellsbæ svo að við deilum þeirri tilfinningu að finnast við vera komin heim,“ segir Katrín.Nú er Katrín að æfa hlutverk sitt í verkinu Sýningin sem klikkar. Vísir/EyþórÁ fullorðinn stjúpsonÞau Hallgrímur hittust í Reykjavík í gegnum sameiginlega vini. Katrín eignaðist stjúpson sem er nú að verða tvítugur. Hún segir þá feðga vera það dýrmætasta í sínu lífi. „Ég var svo ótrúlega heppin að hann Óðinn fylgdi með Hallgrími. Hann var reyndar bara 12 ára pjakkur þá en er allt í einu núna að verða tvítugur og að útskrifast sem bifvélavirki í vor! Hann er ofboðslega gott eintak og okkar samband hefur alla tíð verið gott, við erum miklir vinir. Það eru fáir með jafn góðan húmor og Óðinn, alveg frá því að ég kynntist honum hefur hann verið með hárfína kaldhæðni og hann sér skemmtilegar hliðar á hlutunum. Það eina sem er að er að við erum með mjög ólíkan smekk á kvikmyndum! En ég er held ég alveg að verða búin að kenna honum að horfa á eitthvað annað en amerískt fjöldaframleitt rusl. Það að Óðinn fylgdi með hefur bara hvatt mig til að vanda mig þeim mun betur, vera alltaf til staðar og vera fyrirmynd. Þeir feðgar eru það fallegasta og dýrmætasta sem ég á.“ Getur þú hugsað þér að eignast einhvern tíma börn? „Hefðir þú spurt mig fyrir nokkrum árum hefði ég sagt þvert nei. Ég ætlaði mér sko alls alls ekki að eignast börn. En í dag svara ég þessari spurningu játandi. Ég gæti vel hugsað mér að eignast börn í náinni framtíð og stækka fjölskylduna. Eftir að ég eignaðist hundinn, hana Edith, þá bráðnaði eitthvað í hjartanu á mér. Það að hugsa um eitthvað annað en rassgatið á sjálfum sér er öllum hollt, myndi ég halda, hvort sem það eru dýr eða börn. Það gefur manni ótrúlega mikið og stækkar mann sem manneskju. Foreldrahlutverkið er samt stærsta hlutverkið og maður þarf að vera alveg tilbúinn í það, þannig að það kemur bara að því þegar það kemur að því,“ segir Katrín. Fylgja henni á sviðið Flestir þeir sem leggja listsköpun fyrir sig þurfa að tengja við tilfinningar sínar og reynslu. Sorg og missir mótaði Katrínu og herti hana í að eltast við drauminn. „Ég missti ömmu mína, Katrínu Hall, og föðursystur, Hönnu Stínu, með stuttu millibili 2008. Það var mjög erfitt að ganga í gegnum þá sorg því þær báðar voru mér afar kærar og nánar. Ég átti fyrirmynd í þeim báðum og þessi missir mótaði mig mikið. Þær studdu mig báðar endalaust í leiklistinni, höfðu óbilandi trú á mér og þreyttust ekki á að segja mér hvað þær hlökkuðu til að sjá mig leika „á stóra sviðinu“ einn daginn. Þetta kenndi mér að taka heilsunni ekki sem sjálfsögðum hlut, lífið er oft hverfult og ógeðslega ósanngjarnt. Þær kenndu mér líka að standa á mínu, njóta lífsins á meðan það er og elta draumana mína. Báðar voru þær dásamlegar manneskjur, kærleiksríkar og hlýjar og með góðan húmor og mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk kemur til mín eftir sýningu og segist hafa fundið fyrir þeim með mér á sviðinu, þær eru alltaf með mér.“Mesta gæfusporið að hætta að drekka En svo er það gæfan sem hefur ekki síður mikil áhrif á það hvert leiðin liggur. Katrín segir eitt stærsta gæfusporið hafa verið að ákveða að hætta að drekka. „Ég gæti talið svo margt upp sem er gæfa í mínu lífi, til dæmis það að hafa farið í söngnámið og leikaranámið eða það að hafa kynnst Hallgrími og allan okkar tíma saman. En ég væri þó aldrei að telja þetta allt saman upp ef það hefði ekki verið fyrir þá stóru ákvörðun sem ég tók fyrir fimm árum að hætta að neyta áfengis. Ég fann að það átti ekki við mig lengur. Áfengisneysla bætti nákvæmlega ekki neinu við líf mitt, tók meira af mér en það var nokkurn tíma að gefa mér. Áfengið heldur manni líka svo mikið niðri og allt verður svo samdauna, tilfinningarnar í flækju og fylgikvillarnir oftast kvíði og vanlíðan. Það þarf hugrekki til þess að þora að horfast í augu við þetta, þora að viðurkenna það að þetta er ekki málið og þora að gera eitthvað í málunum. Ég elska að lifa áfengislausu lífi og það er gífurlegt frelsi þegar maður uppgötvar að maður þarf það alls ekki til þess að skemmta sér. Ég væri aldrei að gera það sem ég er að gera í dag ef ég væri alltaf á barnum, ég náði einhvern veginn aldrei að fylla upp í sjálfa mig. Ég fúnkera best sem ég sjálf og get tekist á við hvaða verkefni sem koma upp, í lífi og starfi, hvenær sem er og alltaf verið til staðar. Það er góð tilfinning og svo sannarlega var þetta mitt stærsta og fallegasta gæfuspor.“Að spegla sig og skoða Katrín segist aðspurð eiga sér ótal fyrirmyndir. Hún telur það mikilvægt. „Maður getur alltaf séð eitthvað í öllu sem hægt er að taka sér til fyrirmyndar. Það er gaman að spegla sig í öðrum og skoða sjálfan sig. Allir hafa eitthvað sem þú getur horft til, sem hefur áhrif á þig og líf þitt og hvetur þig áfram; brosið, hlýjuna, vinnusemina, opnunina, dugnaðinn, gáfurnar, hugarfarið, hæfileikana, skapgerðina, kærleikann. Það fer eftir hvað það er hverju sinni; vinkonan sem var að fæða sitt fyrsta barn, maðurinn sem situr við hliðina á þér á tónleikum og grætur, leikkonan sem þú horfir á í bíó eða einhver sem þú lest viðtal við í blöðunum, sá/sú sem skúrar gólfið í vinnunni eða jafnvel náttúran ef út í það er farið. Fyrirmyndirnar eru út um allt.“Liggja í hláturskasti á æfingumNú er Katrín að æfa hlutverk sitt í verkinu Sýningin sem klikkar. Verkið fjallar um leikhóp í Borgarleikhúsinu sem setur upp morðgátu og allt fer úrskeiðis. Verkið fékk Olivier-verðlaunin sem besti gamanleikurinn í Bretlandi árið 2015 og er enn í sýningum þar í landi. Halldóra Geirharðsdóttir leikstýrir og Katrín fer með hlutverk sýningarstjóra í verkinu. „Ég hélt alltaf að grínið yrði það fyrsta sem ég myndi gera eftir útskrift. Ég hef nefnilega mikið starfað með Improv Ísland. Núna er hins vegar loksins komið að því að ég fæ að grínast á sviði,“ segir Katrín og dásamar leikstjórn Halldóru. „Hún er ein okkar allra besta leikkona. Grínið er hennar element, hún er svo sjúklega klár og veit alveg hvað hún er að gera með okkur og hverju hún vill ná fram. Það er búið að vera svo fáránlega gaman á æfingum, svo gaman að við liggjum oft í hláturskasti og getum ekki æft. Um daginn var æfingin sjálf eins og grínskets, þar sem við vorum hvert í sínu horni að æfa hvernig á að rotast við að labba á hurð eða detta út um glugga eða detta á andlitið. Það er mjög erfitt að halda andliti á sviðinu því þau sem leika á móti mér í þessari sýningu eru svo fáránlega fyndin, geggjaður leikhópur. Þetta er sýning sem ég held að mestu fýlupúkar eigi eftir að skemmta sér mjög vel á. Fólk á eftir að koma í leikhúsið og hlæja heilt kvöld og fara svo út í vorið með bros á vör. Það er svo nærandi.“ Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér? „Framtíðin er full af alls konar verkefnum sem lífið býður upp á. Það verður nóg að gera næstu árin í vinnu og heima fyrir. Ég reyni bara að vera opin fyrir öllu og elta það sem kemur. Að treysta ferðalaginu og það leiðir mann alltaf í skemmtilegar áttir.“ Blaðamaður stenst ekki freistinguna að spyrja. Hvaða lag getur hún alls ekki sungið? „Það er sakbitin sæla að reyna við I Have Nothing með Whitney Houston, þetta er fáránlega erfitt lag og hún var náttúrulega drottning háu tónanna. Það verður seint hægt að toppa hana!“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Tengdar fréttir Margmenni á frumsýningu Elly Á laugardagskvöldið var leiksýningin Elly frumsýnd í Borgarleikhúsinu en sýningin hefur fengið frábærar viðtökur hér á landi. 22. mars 2017 11:30 Gáfum allt í Elly Leiksýningin Elly í Borgarleikhúsinu hefur slegið í gegn. Björgvin Franz Gíslason stekkur í fjölmörg hlutverk og þykir standa sig vel í að túlka hina ástsælu söngvara Vilhjálm Vilhjálmsson og Ragnar Bjarnason. 7. apríl 2017 16:30 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Sjá meira
Katrín Halldóra Sigurðardóttir leik- og söngkona á að baki annasama og langa sýningartörn í hlutverki Ellyar á fjölum Borgarleikhússins. Sýningin er afar vinsæl, sextíu og fimm þúsund Íslendingar hafa séð hana. Sýningarnar eru orðnar 138 talsins og sú síðasta í bili í kvöld. Þær hefjast aftur í haust enda virðist ekkert lát á vinsældum. Þangað til leikur Katrín Halldóra í gamanleiknum Sýningin sem klikkar í leikstjórn Halldóru Geirharðsdóttur. Það er mikill erill í Borgarleikhúsinu þegar blaðamann ber að garði. Um leikhúsið allt er skrautklætt fólk á ferð, syngjandi og raulandi línurnar sínar. Frumsýning á Rocky Horror nálgast.Núllstillir sig Katrín hefur nánast búið í Borgarleikhúsinu undanfarið. Hún hefur líka verið í tveimur stórum verkefnum utan leikhússins. Hún er með hlutverk í Ófærð 2 og tók einnig þátt í Jólagestum Björgvins. „Já, maður er stundum alveg búinn á því eftir helgina. Mánudagar eru rólegir dagar, þá geri ég lítið. Reyni að sofa. Ná góðri hvíld. Einhver sagði að ein sýning jafnaðist á við heila vinnuviku á skrifstofu. Ég trúi þessu, maður gefur allt í þetta,“ segir Katrín sem segir álagið bæði andlegt og líkamlegt. Til að verja sig álaginu hugleiðir hún og stundar sjósund og kalda potta. „Eftir langa sýningartörn er ég algjörlega búin á því að öllu leyti og þá er nauðsynlegt að hlusta á líkamann og taka það alvarlega að hann þarf að hvíla. Annars myndi maður brenna út fljótlega. Ég reyni að sofa eins lengi og ég get í törnum, það er langbest fyrir röddina og þannig er líkaminn þá búinn að hlaða sig fyrir næstu átök. Eins hugleiði ég og fer mikið í gufubað, sjósund og kalda potta. Það er algjörlega brilljant að dýfa sér ofan í, núllstillir mann alveg – þú getur ekki hugsað um neitt annað en að anda inn og út og blóðflæðið í líkamanum spýtist af stað og manni líður svo vel eftir á.“Í miðasöluleik Katrín hefur alið með sér draum um að verða leikkona frá barnsaldri. Móðir hennar, Ragnheiður Kristín Hall, vann í miðasölunni í Þjóð- leikhúsinu. Katrín fékk oft að koma með henni í vinnuna. „Það var líf mitt og yndi að fá að vera þarna í leikhúsinu. Krakkar fóru í búðarleik þegar þeir voru litlir, ég fór hins vegar í miðasöluleik. Prentaði út miða og gaf fólki. Svo hélt ég heilu leiksýningarnar í fjölskylduboðum. Oft ansi dramatísk og þung verk. Lék kvalafulla dauðdaga á gólfinu. Mesta sportið fannst mér nefnilega að fara á fullorðinsleikritin. Ég var mikið þarna, að deyja úr draugahræðslu, þræða gangana og fylgjast með fyrstu fyrirmyndum mínum í leikhúsinu. Ein sýning er mér sérstaklega minnisstæð, Þrek og tár. Í henni léku Steinunn Ólína, Edda Heiðrún Backmann og Hilmir Snær. Ég horfði oft á þessa sýningu. Og líka eftir að hætt var að sýna hana, þá horfði ég á hana á spólu heima hjá mér. Ég man að þarna fann ég fyrst þessa ógurlega sterku tilfinningu, að mig langaði einn daginn til þess að standa á sviði. Og framkalla líka þessar sterku tilfinningar hjá áhorfendum,“ segir Katrín frá.Er „nobbari“ Katrín ólst upp í Mosfellsbæ þar til hún varð tíu ára. Þá flutti hún á Neskaupstað með fjölskyldu sinni. „Ég var þar öll unglingsárin. Ég segi alltaf að ég sé frá Neskaupstað. Þar er heima fyrir mér. En svo var ég reyndar að flytja í Mosfellsbæ núna og mér finnst það æðislegt. Allt í einu púslaðist allt saman. Mér fannst ég alltaf vera gestur í þeim hverfum þar sem ég bjó áður í Reykjavík en núna þegar ég er að keyra heim úr vinnunni, þá finnst mér ég vera að keyra heim. Ég vissi ekki að umhverfið hefði svona mikil áhrif á mig. Ég myndi auðvitað finna þessa tilfinningu líka á Neskaupstað. Þetta eru staðir þar sem mér finnst gott að vera,“ segir Katrín. „Ég segi alltaf að ég sé „nobbari“ því föðurættin er Norðfirðingar. Ég kemst sjaldan heim á Neskaupstað vegna vinnunnar. Áður fór ég alltaf um hver jól. Núna fer ég helst á sumrin. Þetta er algjör paradís,“ segir Katrín og nefnir nokkra staði sem koma upp í hugann.Katrín ólst upp í Mosfellsbæ þar til hún varð tíu ára. Þá flutti hún á Neskaupstað með fjölskyldu sinni.Vísir/Eyþór„Fannadalurinn, Seldalurinn, ég gæti haldið áfram. Mér þykir meira að segja vænt um Oddsskarðið sem ég þræddi við hvert tækifæri um leið og ég var komin með bílpróf, í öllum veðrum. Til að komast á böllin!“ Útskýrir hún og hlær. „Nú eru komin göng svo foreldrar þurfa ekki að liggja andvaka eftir unglingunum sínum. Ég skildi aldrei af hverju mamma beið alltaf eftir mér þegar ég var á balli. Ég skil það auð- vitað í dag.“ Katrín á tvö eldri systkini. Bæði starfa sem lögfræðingar. Faðir hennar, Sigurður Rúnar Ragnarsson, er sóknarprestur á Neskaupstað. Móðir hennar, Ragnheiður, vinnur á skrifstofu Síldarvinnslunnar. „Þau tengjast ekki leikhúsheiminum á nokkurn hátt. Ég hefði aldrei fengið þessa innsýn í heim leiklistar ef það hefði ekki verið vegna mömmu. Þó að nú væri ég flutt langt í burtu frá leikhúsinu þá var samt gott að flytja á Neskaupstað. Erfitt stundum að vera í fámenninu, en gott. Ég verð alltaf sveitastelpa. Það breytist aldrei. Ég þarf að hafa svolítið pláss, ég þarf að sjá til fjalla og hafa kyrrð. Það er það sem ég er alin upp við og sæki í.“Ekki á réttri hillu Katrín fór í framhaldsskóla í Neskaupstað. Að honum loknum fluttist hún til Reykjavíkur. Staðráðin í því að verða leikkona. Það átti hins vegar eftir að taka Katrínu þrjár tilraunir að hljóta inngöngu í Leiklistarskólann. „Það er erfitt að fá höfnun. En þetta átti allt að fara svona. Ég gerði margt á þessum árum áður en ég komst að í Leiklistarskólanum. Sumt gekk vel, annað ekki, segir hún og brosir út í annað. „Ég var til dæmis ekki á réttri hillu í íslenskunámi í Háskóla Íslands. Ég náði nokkrum mánuðum þar. Ég segi oft frá því að síðasta kennslustundin snerist um beygingarhátt þátíðar á tímum víkinga. Þá bara gafst ég upp og hætti að mæta. Ég hef líka mikla ástríðu fyrir matreiðslu. Ef ég væri ekki í leiklist eða söng, þá væri ég kokkur. Ég eldaði á veitingastöðum og á leikskóla Hjallastefnunnar. Naut þess mjög. Ég reyndi svo aftur inngöngu í Leiklistarskólann og var hafnað í annað sinn,“ segir Katrín sem ákvað að reyna fyrir sér í söng.Sterkari til leiks „Ég fór út til Danmerkur í söngnám og var þar í heilan vetur. Þegar ég kom heim komst ég inn í söngnám á djass- og rokkbraut í FÍH. Það var æðislegur tími, ég fílaði mig svo svakalega í djassinum. Í allri þeirri músík og senu. Ég fann að ég gæti gert þetta allan daginn. Allt lífið! En samt fann ég fyrir þessari löngun. Að læra leiklist. Ég ákvað að láta slag standa og sækja um í þriðja sinn og ef ég á að vera alveg hreinskilin þá var það bara svolítið erfitt fyrir egóið. Ég sagði til dæmis engum frá því að ég væri að þreyta prófin í þriðja sinn,“ segir hún. „En svo kemst ég inn. Og þá gerist það að ég finn fyrir sorg. Þyrfti ég að kveðja sönginn? En svo fer allt eins og það á að fara. Ég áttaði mig á því að ég kom sterkari til leiks með sönginn í farteskinu. Ég fann að ég gat haldið söngkonudraumnum lifandi í náminu. Ég var með frábæra söngkennara, Björk Jónsdóttur og Kjartan Valdimar píanóleikara. Stundum voru bestu stundir mínar í náminu með þeim. Ég finn fyrir svo sterkri frelsistilfinningu þegar ég syng. Og það skemmtilegasta sem ég geri er að leika. Að fá að gera hvort tveggja, það er nú gæfan ein.“Kraftur og frelsi Katrín fékk sitt fyrsta hlutverk í Þjóðleikhúsinu, í verkinu Í hjarta Hróa hattar. „Það var töfrum líkast að ég skyldi fá hlutverk í Þjóðleikhúsinu strax eftir útskrift. Og tengja þannig við æskudrauminn,“ segir Katrín. Katrínu hafði alltaf dreymt um að syngja lög Ellyar. Þegar Gísli Örn Garðarsson leikstjóri hafði samband við hana þurfti hún ekki að hugsa sig um. „Fólk sagði stundum við mig að ég líktist henni svolítið. Og ég var upp með mér. Mig hafði lengi langað að gera eitthvað úr lögum Ellyar. Svo er ákveðið að setja upp sýningu um Elly í Borgarleikhúsinu. Og ég fékk tilboð sem ég gat ekki hafnað. Ég þekki lögin hennar vel. Og tengi líka við margt sem Elly hefur sagt um sönginn. Til dæmis þegar hún talaði um þessa frelsistilfinningu í söng. Tilfinning sem er erfitt að útskýra. Kraftur, frelsi. Hún lýsti tilfinningunni þannig að hún byrjaði í tánum og færi upp eftir öllu og niður aftur, henni liði dásamlega vel. Mér líður eins,“ segir Katrín.Tilfinningaferðalag Katrín segir vissa áhættu hafa verið fólgna í því að taka að sér hlutverkið. „Ég var aðeins búin að vera að vinna í eitt og hálft ár. Ferillinn var nýhafinn. Þetta hefði getað orðið minn banabiti. Ég hugsaði, þá er eins gott að gera þetta vel. Ég setti mér það markmið að það yrði Elly sem væri á sviðinu. Ekki ég. Ég myndi segja hennar sögu. Mér finnst svo geggjað hjá Borgarleikhúsinu og Gísla Erni að hafa ákveðið að segja hennar sögu. Það hefði alveg verið hægt að setja upp sýninguna um Villa. Elly snertir einhverja taug í okkur öllum. Saga hennar er mögnuð og fyrir mig, nýútskrifaða, að fá að leika svona hlutverk var algjör draumur. Ég ákvað frá fyrsta degi að leggja allt í þetta. Ég finn það á sýningum að fólk hlustar á hverja nótu. Þessi lög eru hluti af okkur, þetta er tímavél og fólk fer í tilfinningaferðalag. Það er vandmeðfarið að fjalla um heila mannsævi í leiksýningu. Ég hef lagt hjartað að veði í þessa sýningu. Ég held það hafi skilað sér,“ segir Katrín.Hefur ekki breyst Og nú þegar hún lítur til baka. Yfir krókótta leiðina að leikhúsinu. Með alls kyns útúrdúrum. Með viðkomu í eldhúsi í leikskóla, þrælþungri beygingarfræði í Háskólanum og söngnámi í Danmörku. Er þá ekki óhætt að segja að draumurinn hafi ræst? Katrín játar og segir leiðina þó aldrei hafa getað orðið öðruvísi. „Ég er með margt gott í farteskinu einmitt þess vegna. Svona átti þetta að fara. Já, ég get sagt að draumurinn hafi ræst, ég er enn að klípa mig yfir að þetta sé ekki bara einn stór draumur. Ég fæ gífurlega mikið út úr því að leika og syngja og ég hef verið svo ótrúlega heppin með skemmtileg verkefni og samstarfsfólk,“ segir Katrín sem segir þó velgengnina ekki breyta miklu. Farsældin sé fyrst og fremst fólgin í því að fá að starfa við það sem hún elskar að fást við. „Velgengnin breytir engu sérstöku öðru en því að núna er ég stoppuð úti á götu og spurð: „Ert þú ekki Elly stelpan?” Líka af fólki sem vill tala um sýninguna og þakka fyrir sig, sem er bara krúttlegt. Ég hef ekkert breyst sem manneskja, vona ég. Ég reyni bara að taka þessu öllu saman með stóískri ró og njóta þess að takast á við verkefnin sem koma bæði stór og smá.“ Maður Katrínar er Hallgrímur Jón Hallgrímsson. Hann er skógarhöggsmaður hjá Reykjavíkurborg og trommuleikari í rokkbandinu Sólstöfum. „Ég er ekki rokkari, ég fæ bara svona að fylgjast með. Við höfum verið saman í átta ár. Hann er líka alinn upp í Mosfellsbæ svo að við deilum þeirri tilfinningu að finnast við vera komin heim,“ segir Katrín.Nú er Katrín að æfa hlutverk sitt í verkinu Sýningin sem klikkar. Vísir/EyþórÁ fullorðinn stjúpsonÞau Hallgrímur hittust í Reykjavík í gegnum sameiginlega vini. Katrín eignaðist stjúpson sem er nú að verða tvítugur. Hún segir þá feðga vera það dýrmætasta í sínu lífi. „Ég var svo ótrúlega heppin að hann Óðinn fylgdi með Hallgrími. Hann var reyndar bara 12 ára pjakkur þá en er allt í einu núna að verða tvítugur og að útskrifast sem bifvélavirki í vor! Hann er ofboðslega gott eintak og okkar samband hefur alla tíð verið gott, við erum miklir vinir. Það eru fáir með jafn góðan húmor og Óðinn, alveg frá því að ég kynntist honum hefur hann verið með hárfína kaldhæðni og hann sér skemmtilegar hliðar á hlutunum. Það eina sem er að er að við erum með mjög ólíkan smekk á kvikmyndum! En ég er held ég alveg að verða búin að kenna honum að horfa á eitthvað annað en amerískt fjöldaframleitt rusl. Það að Óðinn fylgdi með hefur bara hvatt mig til að vanda mig þeim mun betur, vera alltaf til staðar og vera fyrirmynd. Þeir feðgar eru það fallegasta og dýrmætasta sem ég á.“ Getur þú hugsað þér að eignast einhvern tíma börn? „Hefðir þú spurt mig fyrir nokkrum árum hefði ég sagt þvert nei. Ég ætlaði mér sko alls alls ekki að eignast börn. En í dag svara ég þessari spurningu játandi. Ég gæti vel hugsað mér að eignast börn í náinni framtíð og stækka fjölskylduna. Eftir að ég eignaðist hundinn, hana Edith, þá bráðnaði eitthvað í hjartanu á mér. Það að hugsa um eitthvað annað en rassgatið á sjálfum sér er öllum hollt, myndi ég halda, hvort sem það eru dýr eða börn. Það gefur manni ótrúlega mikið og stækkar mann sem manneskju. Foreldrahlutverkið er samt stærsta hlutverkið og maður þarf að vera alveg tilbúinn í það, þannig að það kemur bara að því þegar það kemur að því,“ segir Katrín. Fylgja henni á sviðið Flestir þeir sem leggja listsköpun fyrir sig þurfa að tengja við tilfinningar sínar og reynslu. Sorg og missir mótaði Katrínu og herti hana í að eltast við drauminn. „Ég missti ömmu mína, Katrínu Hall, og föðursystur, Hönnu Stínu, með stuttu millibili 2008. Það var mjög erfitt að ganga í gegnum þá sorg því þær báðar voru mér afar kærar og nánar. Ég átti fyrirmynd í þeim báðum og þessi missir mótaði mig mikið. Þær studdu mig báðar endalaust í leiklistinni, höfðu óbilandi trú á mér og þreyttust ekki á að segja mér hvað þær hlökkuðu til að sjá mig leika „á stóra sviðinu“ einn daginn. Þetta kenndi mér að taka heilsunni ekki sem sjálfsögðum hlut, lífið er oft hverfult og ógeðslega ósanngjarnt. Þær kenndu mér líka að standa á mínu, njóta lífsins á meðan það er og elta draumana mína. Báðar voru þær dásamlegar manneskjur, kærleiksríkar og hlýjar og með góðan húmor og mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk kemur til mín eftir sýningu og segist hafa fundið fyrir þeim með mér á sviðinu, þær eru alltaf með mér.“Mesta gæfusporið að hætta að drekka En svo er það gæfan sem hefur ekki síður mikil áhrif á það hvert leiðin liggur. Katrín segir eitt stærsta gæfusporið hafa verið að ákveða að hætta að drekka. „Ég gæti talið svo margt upp sem er gæfa í mínu lífi, til dæmis það að hafa farið í söngnámið og leikaranámið eða það að hafa kynnst Hallgrími og allan okkar tíma saman. En ég væri þó aldrei að telja þetta allt saman upp ef það hefði ekki verið fyrir þá stóru ákvörðun sem ég tók fyrir fimm árum að hætta að neyta áfengis. Ég fann að það átti ekki við mig lengur. Áfengisneysla bætti nákvæmlega ekki neinu við líf mitt, tók meira af mér en það var nokkurn tíma að gefa mér. Áfengið heldur manni líka svo mikið niðri og allt verður svo samdauna, tilfinningarnar í flækju og fylgikvillarnir oftast kvíði og vanlíðan. Það þarf hugrekki til þess að þora að horfast í augu við þetta, þora að viðurkenna það að þetta er ekki málið og þora að gera eitthvað í málunum. Ég elska að lifa áfengislausu lífi og það er gífurlegt frelsi þegar maður uppgötvar að maður þarf það alls ekki til þess að skemmta sér. Ég væri aldrei að gera það sem ég er að gera í dag ef ég væri alltaf á barnum, ég náði einhvern veginn aldrei að fylla upp í sjálfa mig. Ég fúnkera best sem ég sjálf og get tekist á við hvaða verkefni sem koma upp, í lífi og starfi, hvenær sem er og alltaf verið til staðar. Það er góð tilfinning og svo sannarlega var þetta mitt stærsta og fallegasta gæfuspor.“Að spegla sig og skoða Katrín segist aðspurð eiga sér ótal fyrirmyndir. Hún telur það mikilvægt. „Maður getur alltaf séð eitthvað í öllu sem hægt er að taka sér til fyrirmyndar. Það er gaman að spegla sig í öðrum og skoða sjálfan sig. Allir hafa eitthvað sem þú getur horft til, sem hefur áhrif á þig og líf þitt og hvetur þig áfram; brosið, hlýjuna, vinnusemina, opnunina, dugnaðinn, gáfurnar, hugarfarið, hæfileikana, skapgerðina, kærleikann. Það fer eftir hvað það er hverju sinni; vinkonan sem var að fæða sitt fyrsta barn, maðurinn sem situr við hliðina á þér á tónleikum og grætur, leikkonan sem þú horfir á í bíó eða einhver sem þú lest viðtal við í blöðunum, sá/sú sem skúrar gólfið í vinnunni eða jafnvel náttúran ef út í það er farið. Fyrirmyndirnar eru út um allt.“Liggja í hláturskasti á æfingumNú er Katrín að æfa hlutverk sitt í verkinu Sýningin sem klikkar. Verkið fjallar um leikhóp í Borgarleikhúsinu sem setur upp morðgátu og allt fer úrskeiðis. Verkið fékk Olivier-verðlaunin sem besti gamanleikurinn í Bretlandi árið 2015 og er enn í sýningum þar í landi. Halldóra Geirharðsdóttir leikstýrir og Katrín fer með hlutverk sýningarstjóra í verkinu. „Ég hélt alltaf að grínið yrði það fyrsta sem ég myndi gera eftir útskrift. Ég hef nefnilega mikið starfað með Improv Ísland. Núna er hins vegar loksins komið að því að ég fæ að grínast á sviði,“ segir Katrín og dásamar leikstjórn Halldóru. „Hún er ein okkar allra besta leikkona. Grínið er hennar element, hún er svo sjúklega klár og veit alveg hvað hún er að gera með okkur og hverju hún vill ná fram. Það er búið að vera svo fáránlega gaman á æfingum, svo gaman að við liggjum oft í hláturskasti og getum ekki æft. Um daginn var æfingin sjálf eins og grínskets, þar sem við vorum hvert í sínu horni að æfa hvernig á að rotast við að labba á hurð eða detta út um glugga eða detta á andlitið. Það er mjög erfitt að halda andliti á sviðinu því þau sem leika á móti mér í þessari sýningu eru svo fáránlega fyndin, geggjaður leikhópur. Þetta er sýning sem ég held að mestu fýlupúkar eigi eftir að skemmta sér mjög vel á. Fólk á eftir að koma í leikhúsið og hlæja heilt kvöld og fara svo út í vorið með bros á vör. Það er svo nærandi.“ Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér? „Framtíðin er full af alls konar verkefnum sem lífið býður upp á. Það verður nóg að gera næstu árin í vinnu og heima fyrir. Ég reyni bara að vera opin fyrir öllu og elta það sem kemur. Að treysta ferðalaginu og það leiðir mann alltaf í skemmtilegar áttir.“ Blaðamaður stenst ekki freistinguna að spyrja. Hvaða lag getur hún alls ekki sungið? „Það er sakbitin sæla að reyna við I Have Nothing með Whitney Houston, þetta er fáránlega erfitt lag og hún var náttúrulega drottning háu tónanna. Það verður seint hægt að toppa hana!“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tengdar fréttir Margmenni á frumsýningu Elly Á laugardagskvöldið var leiksýningin Elly frumsýnd í Borgarleikhúsinu en sýningin hefur fengið frábærar viðtökur hér á landi. 22. mars 2017 11:30 Gáfum allt í Elly Leiksýningin Elly í Borgarleikhúsinu hefur slegið í gegn. Björgvin Franz Gíslason stekkur í fjölmörg hlutverk og þykir standa sig vel í að túlka hina ástsælu söngvara Vilhjálm Vilhjálmsson og Ragnar Bjarnason. 7. apríl 2017 16:30 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Sjá meira
Margmenni á frumsýningu Elly Á laugardagskvöldið var leiksýningin Elly frumsýnd í Borgarleikhúsinu en sýningin hefur fengið frábærar viðtökur hér á landi. 22. mars 2017 11:30
Gáfum allt í Elly Leiksýningin Elly í Borgarleikhúsinu hefur slegið í gegn. Björgvin Franz Gíslason stekkur í fjölmörg hlutverk og þykir standa sig vel í að túlka hina ástsælu söngvara Vilhjálm Vilhjálmsson og Ragnar Bjarnason. 7. apríl 2017 16:30