Arsenal komst nokkuð þægilega í gegnum AC Milan í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar, en samanlagt vann enska liðið 5-1 sigur á þeim ítölsku.
Síðari leiknum í kvöld lauk með 3-1 sigri Arsenal, en eftir að AC Milan hafði komist yfir jafnaði Danny Welbeck af vítapunktinum eftir víti sem hann fiskaði sjálfur.
Það er óhætt að segja að vítið sem Arsenal fékk hafi verið afar, afar lítil snerting, ef einhver snerting. Sprotadómarinn dæmdi þetta og Jonas Eriksson, dómari leiksins, gat lítið annað gert en að treysta sínum manni.
Atvikið má sjá í glugganum efst í fréttinni. Dæmi nú hver fyrir sig.
Sprotadómarinn dæmdi víti eftir svakalega dýfu Welbeck │ Sjáðu dýfuna og mörkin
Anton Ingi Leifsson skrifar
Mest lesið

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti



„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn


Hamar jafnaði einvígið með stórsigri
Körfubolti


Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við
Enski boltinn