„Treyjan á að endurspegla kraftinn sem býr innra með þjóðinni“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2018 16:00 Guðni Bergsson, Guðni Th. Jóhannesson og Þorvaldur Ólafsson. Vísir/Rakel Ósk Fyrsta HM keppnistreyja Íslands í knattspyrnu hefur litið dagsins ljós en búningurinn var kynntur undir stúkunni á Laugardalsvellinum í dag. Búningur íslenska fótboltalandsliðsins er hannaður með þarfir og óskir leikmanna að leiðarljósi. Errea og KSÍ hafa lengi verið í samstarfi og ítalska fyrirtækið hefur verið einn helsti stuðningsaðili KSÍ í mörg ár eða allt frá árinu 2002. „Þetta er stund sem margir hafa beðið eftir, enda búningur, eða treyja sem meirihluti þjóðarinnar mun líklega klæðast í sumar. Við erum gríðarlega sátt við útkomuna, enda var tekið tillit til allra okkar þarfa við hönnun treyjunnar og hún er flott,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ, í fréttatilkynningu frá Knattspyrnusambandi Íslands. Ís, vatn eldur og hverir.ErreaGrunnhugmyndin á bakvið hönnunina er vísun í einkenni landsins, eldinn, ísinn, hraunið og vatnið. Hönnunin var í höndum hins margreynda Filippo Affani, en hann hefur mikla reynslu þegar kemur að útliti og efnisvali íþróttafatnaðar. Affani er líka mikill Íslandsvinur. „Við erum gríðarlega stolt í dag þegar við afhendum fyrstu treyjurnar. Það er ekki einfalt að hanna og framleiða keppnistreyju landsliðs þar sem taka þarf tillit til óska og þarfa þeirra sem verða í henni. Treyjan á að endurspegla kraftinn sem býr innra með þjóðinni og áræðnina þrátt fyrir smæð,“ sagði Þorvaldur Ólafsson, framkvæmdastjóri Errea á Íslandi í fréttatilkynningu KSÍ. „Eftir EM ævintýrið árið 2016 erum við hjá Errea reynslunni ríkari og munum leggja okkur fram um að svara eftirspurn þjóðarinnar og tökum þannig þátt og styðjum strákana,“ sagði Þorvaldur en hér fyrir neðan má sjá erindi hans á blaðamannafundinum í Laugardal fyrr í dag. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Svona lítur HM-búningur Íslands út Knattspyrnusamband Íslands og Errea Sport kynntu í dag nýjan búning íslenska knattspyrnulandsliðsins en það var gert í dag með viðhöfn í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardalnum. 15. mars 2018 15:30 Forsetinn um nýju treyjuna: „Mér finnst hún í alvörunni fín“ Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, líst vel á nýja landsliðsbúninginn í knattspyrnu sem kynntur var í höfuðstöðvum KSÍ nú síðdegis. 15. mars 2018 15:47 HM-búningur Íslands fer í sölu í dag Nýr búningur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er nú orðinn opinber og það má búast við mikilli eftirspurn allstaðar að úr heiminum. 15. mars 2018 15:45 Bein útsending: HM-búningur Íslands afhjúpaður Biðin langa er á enda. Í dag verður hulunni loksins svipt af búningunum sem strákarnir okkar spila í er þeir mæta til leiks á HM í Rússlandi. 15. mars 2018 14:45 Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Fleiri fréttir Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Sjáðu mörkin frá sögulegu lokakvöldi Meistaradeildarinnar Sjá meira
Fyrsta HM keppnistreyja Íslands í knattspyrnu hefur litið dagsins ljós en búningurinn var kynntur undir stúkunni á Laugardalsvellinum í dag. Búningur íslenska fótboltalandsliðsins er hannaður með þarfir og óskir leikmanna að leiðarljósi. Errea og KSÍ hafa lengi verið í samstarfi og ítalska fyrirtækið hefur verið einn helsti stuðningsaðili KSÍ í mörg ár eða allt frá árinu 2002. „Þetta er stund sem margir hafa beðið eftir, enda búningur, eða treyja sem meirihluti þjóðarinnar mun líklega klæðast í sumar. Við erum gríðarlega sátt við útkomuna, enda var tekið tillit til allra okkar þarfa við hönnun treyjunnar og hún er flott,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ, í fréttatilkynningu frá Knattspyrnusambandi Íslands. Ís, vatn eldur og hverir.ErreaGrunnhugmyndin á bakvið hönnunina er vísun í einkenni landsins, eldinn, ísinn, hraunið og vatnið. Hönnunin var í höndum hins margreynda Filippo Affani, en hann hefur mikla reynslu þegar kemur að útliti og efnisvali íþróttafatnaðar. Affani er líka mikill Íslandsvinur. „Við erum gríðarlega stolt í dag þegar við afhendum fyrstu treyjurnar. Það er ekki einfalt að hanna og framleiða keppnistreyju landsliðs þar sem taka þarf tillit til óska og þarfa þeirra sem verða í henni. Treyjan á að endurspegla kraftinn sem býr innra með þjóðinni og áræðnina þrátt fyrir smæð,“ sagði Þorvaldur Ólafsson, framkvæmdastjóri Errea á Íslandi í fréttatilkynningu KSÍ. „Eftir EM ævintýrið árið 2016 erum við hjá Errea reynslunni ríkari og munum leggja okkur fram um að svara eftirspurn þjóðarinnar og tökum þannig þátt og styðjum strákana,“ sagði Þorvaldur en hér fyrir neðan má sjá erindi hans á blaðamannafundinum í Laugardal fyrr í dag.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Svona lítur HM-búningur Íslands út Knattspyrnusamband Íslands og Errea Sport kynntu í dag nýjan búning íslenska knattspyrnulandsliðsins en það var gert í dag með viðhöfn í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardalnum. 15. mars 2018 15:30 Forsetinn um nýju treyjuna: „Mér finnst hún í alvörunni fín“ Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, líst vel á nýja landsliðsbúninginn í knattspyrnu sem kynntur var í höfuðstöðvum KSÍ nú síðdegis. 15. mars 2018 15:47 HM-búningur Íslands fer í sölu í dag Nýr búningur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er nú orðinn opinber og það má búast við mikilli eftirspurn allstaðar að úr heiminum. 15. mars 2018 15:45 Bein útsending: HM-búningur Íslands afhjúpaður Biðin langa er á enda. Í dag verður hulunni loksins svipt af búningunum sem strákarnir okkar spila í er þeir mæta til leiks á HM í Rússlandi. 15. mars 2018 14:45 Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Fleiri fréttir Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Sjáðu mörkin frá sögulegu lokakvöldi Meistaradeildarinnar Sjá meira
Svona lítur HM-búningur Íslands út Knattspyrnusamband Íslands og Errea Sport kynntu í dag nýjan búning íslenska knattspyrnulandsliðsins en það var gert í dag með viðhöfn í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardalnum. 15. mars 2018 15:30
Forsetinn um nýju treyjuna: „Mér finnst hún í alvörunni fín“ Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, líst vel á nýja landsliðsbúninginn í knattspyrnu sem kynntur var í höfuðstöðvum KSÍ nú síðdegis. 15. mars 2018 15:47
HM-búningur Íslands fer í sölu í dag Nýr búningur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er nú orðinn opinber og það má búast við mikilli eftirspurn allstaðar að úr heiminum. 15. mars 2018 15:45
Bein útsending: HM-búningur Íslands afhjúpaður Biðin langa er á enda. Í dag verður hulunni loksins svipt af búningunum sem strákarnir okkar spila í er þeir mæta til leiks á HM í Rússlandi. 15. mars 2018 14:45