Rauður augnskuggi og neongul hárkolla Ritstjórn skrifar 15. mars 2018 15:00 Emily Ratajkowski Glamour/Getty Það er svo margt að gerast um helgina, Sónar í Hörpu og svo ýmislegt í boði á Hönnunarmars. Sama hvað þú hefur í hyggju að gera um helgina, þá erum við með förðunina fyrir þig. Hvort sem það er frá Jennifer Lawrence eða frá tískupalli Off-White, þá er hér förðun fyrir hvert tilefni.Jourdan Dunn hjá Jeremy Scott.Ertu á leiðinni á Sónar? Þá er þetta útlitið fyrir þig. Neongul hárkolla og bleikur augnskuggi, það passar alveg saman. Kaia Gerber á sýningu Off-WhiteKaia Gerber var flott máluð á sýningu Off-White, þar sem hennar sterku augabrúnir hennar nutu sín. Einnig er mikill glans á vörum hennar og á húðinni, og er útlit hennar ferskt fyrir vikið. Jennifer LawrenceJennifer Lawrence var mjög flott máluð á Óskarverðlaunahátíðinni, með gull á augum og brúnrauðum varalit. Fullkomið útlit fyrir þá sem eru að fara út á lífið. Margot RobbieMargot Robbie er yfirleitt glæsilega máluð, og þarna var engin undantekning. Rauður varalitur í aðalhlutverki og augnmálningin látlaus. Þetta útlit hentar fyrir hvaða tilefni sem er. ChromatLitir, litir, litir! Blár litur undir augum og appelsínurauður varalitur. Þetta er sannkallað vor útlit. Bella Hadid hjá Alberta FerrettiAugnblýanturinn fær að njóta sín á Bellu Hadid, og öll önnur förðun er í lágmarki. Carolina HerreraDökk augu og sterkar augabrúnir voru þemað á sýningu Carolina Herrera, þar sem silfurlitaður var hafður í augnkrókunum og dekkri litur á augnlokinu. HönnunarMars Tíska og hönnun Mest lesið MTV EMA: Best klæddu stjörnurnar Glamour Sienna Miller er nýtt andlit Lindex Glamour Óskarinn 2016: Glamour fylgist með Glamour Heitasta flík sumarsins: Íslenska landsliðstreyjan Glamour Druslugangan 2017: Áhersla á stafrænt kynferðisofbeldi Glamour Svona verður hárið þitt eins og á Olsen tvíburunum Glamour Pabbarnir mættir á tískupallinn Glamour Láttu slabbið ekki stoppa þig Glamour Vorherferð Gucci er villt og lífleg Glamour Rihanna og Drake staðfesta ást sína Glamour
Það er svo margt að gerast um helgina, Sónar í Hörpu og svo ýmislegt í boði á Hönnunarmars. Sama hvað þú hefur í hyggju að gera um helgina, þá erum við með förðunina fyrir þig. Hvort sem það er frá Jennifer Lawrence eða frá tískupalli Off-White, þá er hér förðun fyrir hvert tilefni.Jourdan Dunn hjá Jeremy Scott.Ertu á leiðinni á Sónar? Þá er þetta útlitið fyrir þig. Neongul hárkolla og bleikur augnskuggi, það passar alveg saman. Kaia Gerber á sýningu Off-WhiteKaia Gerber var flott máluð á sýningu Off-White, þar sem hennar sterku augabrúnir hennar nutu sín. Einnig er mikill glans á vörum hennar og á húðinni, og er útlit hennar ferskt fyrir vikið. Jennifer LawrenceJennifer Lawrence var mjög flott máluð á Óskarverðlaunahátíðinni, með gull á augum og brúnrauðum varalit. Fullkomið útlit fyrir þá sem eru að fara út á lífið. Margot RobbieMargot Robbie er yfirleitt glæsilega máluð, og þarna var engin undantekning. Rauður varalitur í aðalhlutverki og augnmálningin látlaus. Þetta útlit hentar fyrir hvaða tilefni sem er. ChromatLitir, litir, litir! Blár litur undir augum og appelsínurauður varalitur. Þetta er sannkallað vor útlit. Bella Hadid hjá Alberta FerrettiAugnblýanturinn fær að njóta sín á Bellu Hadid, og öll önnur förðun er í lágmarki. Carolina HerreraDökk augu og sterkar augabrúnir voru þemað á sýningu Carolina Herrera, þar sem silfurlitaður var hafður í augnkrókunum og dekkri litur á augnlokinu.
HönnunarMars Tíska og hönnun Mest lesið MTV EMA: Best klæddu stjörnurnar Glamour Sienna Miller er nýtt andlit Lindex Glamour Óskarinn 2016: Glamour fylgist með Glamour Heitasta flík sumarsins: Íslenska landsliðstreyjan Glamour Druslugangan 2017: Áhersla á stafrænt kynferðisofbeldi Glamour Svona verður hárið þitt eins og á Olsen tvíburunum Glamour Pabbarnir mættir á tískupallinn Glamour Láttu slabbið ekki stoppa þig Glamour Vorherferð Gucci er villt og lífleg Glamour Rihanna og Drake staðfesta ást sína Glamour