Hafði alltaf lúmskan áhuga á förðun Guðný Hrönn skrifar 13. mars 2018 06:00 Alexander var farinn að kenna sjálfur í Reykjavík Makeup School innan við ári eftir útskrift. Vísir/eyþór Förðunarfræðingurinn Alexander Sigurður Sigfússon er einn af fáum karlkyns förðunarfræðingum landsins. Hann útskrifaðist sem förðunarfræðingur fyrir rúmu ári og hefur á skömmum tíma tekist að skapa sér nafn í bransanum. Spurður út í hvernig hann byrjaði að fikra sig áfram í förðun segir Alexander áhugann hafa kviknað snemma. „Ég hef alltaf haft einhvern lúmskan áhuga á förðun. Þegar systir mín var að fara á böll þá fór ég að fikta við að mála hana og svo var ég alltaf að skipta mér af þegar vinkonur mínar voru að mála sig áður en við fórum eitthvað út saman. Ég var alltaf að koma með hugmyndir og fá að laga eitthvað hjá þeim, frekar pirrandi týpa,“ segir hann og hlær. „En ég íhugaði ekki að fara að læra þetta fyrr en einu og hálfu ári eftir útskrift úr menntaskóla,“ segir Alexander. Hann vann í fataverslun eftir útskrift úr menntaskóla og átti eftir að taka ákvörðun um næsta skref. Þá datt honum í hug að sækja um í Reykjavík Makeup School og komst inn. „Ég skráði mig bara til að prófa. Planið var ekki beint að fara að læra förðun til að vinna við þetta. Mig langaði í raun bara að bæta við mig þekkingu. En þegar ég byrjaði í skólanum þá varð ég bara ástfanginn af þessum heimi,“ segir Alexander sem var fyrsti strákurinn sem stundaði nám við Reykjavík Makeup School. Alexander útskrifaðist í desember árið 2016 og er í dag í fullri vinnu sem förðunarfræðingur og hefur vakið athygli sem slíkur. Hann segir þá staðreynd að Ísland sé lítið land hjálpa. „Um leið og maður fer að auglýsa sig og fá verkefni þar sem fólk er ánægt með mann þá er það fljótt að fréttast,“ útskýrir Alexander. Hann segir eigendur Reykjavík Makeup School einnig hafa hjálpað sér að koma sér á framfæri. Að lokum, spurður út í helstu fyrirmyndir í förðunarbransanum, nefnir hann fjögur nöfn. „Náttúrulega Sara og Silla, eigendur Reykjavík Makeup School. Svo fylgist ég mikið með Pat McGrath, hún er algjör snilld. Og Sir John er mjög klár líka. Þetta eru svona helstu fyrirmyndir mína.“ Áhugasömum er bent á fylgjast með Alexander á Instagram undir notendanafninu facebyalexsig. Þar birtir hann reglulega myndir frá verkefnum sem hann er að vinna að. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fárveik í París Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira
Förðunarfræðingurinn Alexander Sigurður Sigfússon er einn af fáum karlkyns förðunarfræðingum landsins. Hann útskrifaðist sem förðunarfræðingur fyrir rúmu ári og hefur á skömmum tíma tekist að skapa sér nafn í bransanum. Spurður út í hvernig hann byrjaði að fikra sig áfram í förðun segir Alexander áhugann hafa kviknað snemma. „Ég hef alltaf haft einhvern lúmskan áhuga á förðun. Þegar systir mín var að fara á böll þá fór ég að fikta við að mála hana og svo var ég alltaf að skipta mér af þegar vinkonur mínar voru að mála sig áður en við fórum eitthvað út saman. Ég var alltaf að koma með hugmyndir og fá að laga eitthvað hjá þeim, frekar pirrandi týpa,“ segir hann og hlær. „En ég íhugaði ekki að fara að læra þetta fyrr en einu og hálfu ári eftir útskrift úr menntaskóla,“ segir Alexander. Hann vann í fataverslun eftir útskrift úr menntaskóla og átti eftir að taka ákvörðun um næsta skref. Þá datt honum í hug að sækja um í Reykjavík Makeup School og komst inn. „Ég skráði mig bara til að prófa. Planið var ekki beint að fara að læra förðun til að vinna við þetta. Mig langaði í raun bara að bæta við mig þekkingu. En þegar ég byrjaði í skólanum þá varð ég bara ástfanginn af þessum heimi,“ segir Alexander sem var fyrsti strákurinn sem stundaði nám við Reykjavík Makeup School. Alexander útskrifaðist í desember árið 2016 og er í dag í fullri vinnu sem förðunarfræðingur og hefur vakið athygli sem slíkur. Hann segir þá staðreynd að Ísland sé lítið land hjálpa. „Um leið og maður fer að auglýsa sig og fá verkefni þar sem fólk er ánægt með mann þá er það fljótt að fréttast,“ útskýrir Alexander. Hann segir eigendur Reykjavík Makeup School einnig hafa hjálpað sér að koma sér á framfæri. Að lokum, spurður út í helstu fyrirmyndir í förðunarbransanum, nefnir hann fjögur nöfn. „Náttúrulega Sara og Silla, eigendur Reykjavík Makeup School. Svo fylgist ég mikið með Pat McGrath, hún er algjör snilld. Og Sir John er mjög klár líka. Þetta eru svona helstu fyrirmyndir mína.“ Áhugasömum er bent á fylgjast með Alexander á Instagram undir notendanafninu facebyalexsig. Þar birtir hann reglulega myndir frá verkefnum sem hann er að vinna að.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fárveik í París Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira