Tiger Woods hélt áfram að spila vel á Valspar meistarmótinu í Flórída í gærkvöldi en hann lék á fjórum höggum undir pari eða 67 höggum.
Kanadíski nýliðinn, Corey Conners, er þó í efsta sætinu á mótinu en hann hefur komið öllum á óvart með spilamennsku sinni. Hann er á 9 undir pari á meðan Tiger, Justin Rose og Brandt Snedeker eru allir á 8 undir pari.
Þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem Tiger Woods er í toppbaráttunni á PGA móti en hann hefur auðvitað verið að glíma við erfið meiðsli á síðustu árum.
Fjórði hringurinn hefst klukkan 17:00 og verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni.

