Tækifærin finnast víðar en í bóknámi Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. mars 2018 10:00 Hinn fjórtán ára gamli Davíð Thor Morgan segir að sér finnist gaman að vinna með höndunum og því henti starfið í Bauhaus honum vel. Vísir/Vilhelm Við mælum okkur mót við Brúarskólanema í verslun Bauhaus rétt við Úlfarsfellið. Davíð Thor Morgan er fjórtán ára, en alveg að verða fimmtán. Hann er einn nemenda í grunnskólum Reykjavíkur sem taka þátt í verkefninu Atvinnutengt nám. Verkefnið er ætlað nemendum sem hafa dregist verulega aftur úr í námi og líður ekki vel í hefðbundnum grunnskóla. Nemendurnir sem taka þátt í því eru launþegar hjá Reykjavíkurborg en starfa víðsvegar í einkafyrirtækjum og opinberum stofnunum um borgina. Þeir sem eru í 9. bekk frá rúmar 600 krónur á tímann en þeir sem eru í 10. bekk fá rúmar 800 krónur. „Ég bara er ekki viss, kannski svona þrjá til fjóra mánuði. Ég er bara hérna á miðvikudögum frá 9-13,“ segir Davíð þegar hann er spurður að því hvað hann sé búinn að vera lengi hjá Bauhaus. Davíð segist ekki kunna sérlega vel við sig í Brúarskóla. „Það eru allt of strangar reglur þar,“ segir hann. „Ég hef áhuga á að gera eitthvað, að vinna með höndunum. Þetta er góður staður fyrir það,“ segir Davíð um vinnuna í Bauhaus. Hann segist sinna þeim verkefnum sem lögð eru fyrir hann. „Stundum er ég að vörumerkja og eitthvað. Svo er ég að pakka inn og stundum er ég ekki að gera neitt,“ bætir hann við. Davíð segir starfsfólkið í Bauhaus taka sér mjög vel. „Það er góður andi hérna,“ segir hann og segist vel geta hugsað sér að vinna í Bauhaus þegar hann er útskrifaður úr 10. bekk í Brúarskóla, eða fara í framhaldsskóla.Arna Hrönn Aradóttir, starfsmaður Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts, hefur umsjón með Atvinnutengdu námi af hálfu Reykjavíkurborgar. Hún heldur utan um skráningu, sér til þess að nemendur fái greitt fyrir sína vinnu og er tengiliður við grunnskóla og vinnustaði nemenda. Arna segir að ein rannsókn hafi verið gerð á verkefninu, árið 2013. Þá var könnuð staðan á krökkum sem höfðu lokið námi í grunnskóla og höfðu gengið í gegnum verkefnið. Ungmennin voru spurð í rannsókninni hvernig þau hefðu upplifað verkefnið og hver staða þeirra væri þegar rannsóknin var gerð. „Við vildum vita hvernig þeim fannst þetta verkefni, hvernig þeim leið eftir að þau byrjuðu í verkefninu og hvernig mætingin, líðanin og námsárangurinn hefði batnað,“ segir Arna og bætir við að niðurstaðan hafi orðið sú að nemendum hefði liðið betur eftir að þau byrjuðu. Úrtakið í rannsókninni var 109 nemendur og af þeim tókst að ná í 84. Niðurstaðan var að 60 prósent nemenda sem svöruðu voru í námi, einhverjir voru í vinnu og enn aðrir að gera eitthvað annað. Einungis einn eða tveir höfðu ekkert fyrir stafni og fengu þeir viðeigandi aðstoð. „Það er mjög ánægjulegt að þau fóru öll að gera eitthvað tengt því sem þau fengu að taka þátt í þegar þau voru í atvinnutengda náminu. Þau voru að stefna á kokkanám, þau voru að stefna á leikskólakennara, á háriðn, einhver í bifvélavirkjun og einhver í málmiðn. Öll voru þau að stefna á eitthvað og það er auðvitað það sem við viljum,“ segir Arna. Hún segir að það sé alltaf grunnskólans að meta það hvort barn þurfi á verkefninu að halda og skólinn geti þá mælt með þessu úrræði. „Barnið þarf að uppfylla ákveðin atriði þannig að skólinn fari að mæla með þessu úrræði.“ Arna segir að eftirspurn eftir þátttöku í verkefninu sé mjög mikil. Þess vegna sé mjög mikilvægt að atvinnurekendur sýni því áhuga og séu fúsir til að taka nemendur að sér. Þeir atvinnurekendur sem Fréttablaðið hefur rætt við eru ánægðir með hvernig til hefur tekist og margir þeirra fá nemendur til sín ár eftir ár. Einn þeirra er Ásgeir Bachmann, framkvæmdastjóri Bauhaus. „Þegar vel tekst til þá sér maður ánægða unga einstaklinga sem öðlast sjálfstraust og vilja til að leggja eitthvað af mörkum. Oft er það þannig að unga fólkinu sem nær ekki að sinna skólanum finnst það vera út undan gagnvart jafningjum sínum og jafnöldrum. Það kemur oft ekki með fullt sjálfstraust. Um leið og ungmennin fara að vinna með fullorðnu fólki sem hjálpar því áleiðis með fyrstu skrefin og þau fá síðan verkefni við hæfi þá sjá þau að þau geta þetta líka. Þá kemur trúin og það skiptir miklu máli,“ segir Ásgeir. Hann segir að Bauhaus hafi tekið að sér einn til tvo nemendur á hverju einasta ári. Ásgeir starfaði hjá Byko áður en hann fór til Bauhaus og þar tók hann líka á móti nemendum í tengslum við þetta verkefni. Hann segir flesta einstaklinga hafa komið vel út hjá sér. „En þá skiptir líka máli að foreldrarnir séu jákvæðir fyrir þessu, að börnin fái stuðning fyrir þetta heima fyrir,“ segir Ásgeir og viðurkennir að það sé allur gangur á því hvort börnin fái þennan mikilvæga stuðning heima fyrir. Ásgeir segir starfsmenn vera mjög jákvæða gagnvart verkefninu. Hvort sem það er hér eða í Byko þá hafa starfsmenn aldrei tekið neikvætt í þetta. Þeir hafa bara tekið mjög vel utan um krakkana og hjálpað þeim áleiðis. Það er algjörlega til fyrirmyndar.“ Hann segir dæmi um að börn komi síðar í launuð störf hjá Bauhaus eftir að hafa verið þar í atvinnutengdu námi. „Já, já. Það eru alveg dæmi um það. Þá eru það yfirleitt helgarstörf með skóla og þvíumlíkt.“ Mörgum þeim sem hafa farið í atvinnutengt nám hefur farnast vel á eftir. Einn þeirra er Theódór Páll Theódórsson kokkur, sem ólst upp í Grafarvogi og gekk í Engjaskóla. Hann er með lesblindu og var í sérdeildarbekk í grunnskóla. Hann segir að bóklegt nám hafi aldrei höfðað til sín. „Eina fagið sem mér fannst skemmtilegt í grunnskóla var heimilisfræði. Eftir það langaði mig alltaf til að vinna í eldhúsi og verða kokkur,“ segir Theódór. Hann fékk pláss á Grand Hóteli tvisvar í viku í atvinnutengda náminu. „Ég var á þriðjudögum í eldhúsinu. Þá var ég að hjálpa til með hópa og með undirbúning. Á fimmtudögum var ég meira í bakaríinu með bökurum. Að undirbúa brauðbakstur og svona,“ segir hann. Um leið og Theódór Páll útskrifaðist úr grunnskóla fór hann með ferilskrá og labbaði inn á hvern einasta veitingastað sem hann fann til að leita að vinnu. Hann var um stutta stund á Orange, en hætti fljótlega þar. Eftir það gekk atvinnuleitin ekki eins og best varð á kosið fyrr en Theodór Páll talaði við heimilisfræðikennarann sinn úr grunnskóla sem kom honum að á samning hjá La Primavera. Síðar fylgdi hann eiganda La Primavera yfir í Hörpuna. Hann útskrifaðist sem kokkur árið 2013. Þá sótti hann um starf á Hótel Reynihlíð, þar sem hann var yfirkokkur í tvö og hálft ár. „Að vera tvítugur og yfirkokkur úti á landi, það var svolítið stórt stökk,“ segir hann. Eftir starfið á Hótel Reynihlíð hefur Theodór Páll unnið á Húsavík, Egilsstöðum og víðar. Nú er hann í afleysingum hjá HB Granda og ætlar svo að vera í veiðihúsi við Blöndu í sumar. Theódór Páll lætur mjög vel af atvinnutengda náminu á grunnskólaárunum. „Ég hef séð fullt af fólki sem er í skóla án þess að bóknám henti því og ég veit um fullt af fólki sem hefur flosnað upp frá skóla af því að bóklegi parturinn er erfiður,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Við mælum okkur mót við Brúarskólanema í verslun Bauhaus rétt við Úlfarsfellið. Davíð Thor Morgan er fjórtán ára, en alveg að verða fimmtán. Hann er einn nemenda í grunnskólum Reykjavíkur sem taka þátt í verkefninu Atvinnutengt nám. Verkefnið er ætlað nemendum sem hafa dregist verulega aftur úr í námi og líður ekki vel í hefðbundnum grunnskóla. Nemendurnir sem taka þátt í því eru launþegar hjá Reykjavíkurborg en starfa víðsvegar í einkafyrirtækjum og opinberum stofnunum um borgina. Þeir sem eru í 9. bekk frá rúmar 600 krónur á tímann en þeir sem eru í 10. bekk fá rúmar 800 krónur. „Ég bara er ekki viss, kannski svona þrjá til fjóra mánuði. Ég er bara hérna á miðvikudögum frá 9-13,“ segir Davíð þegar hann er spurður að því hvað hann sé búinn að vera lengi hjá Bauhaus. Davíð segist ekki kunna sérlega vel við sig í Brúarskóla. „Það eru allt of strangar reglur þar,“ segir hann. „Ég hef áhuga á að gera eitthvað, að vinna með höndunum. Þetta er góður staður fyrir það,“ segir Davíð um vinnuna í Bauhaus. Hann segist sinna þeim verkefnum sem lögð eru fyrir hann. „Stundum er ég að vörumerkja og eitthvað. Svo er ég að pakka inn og stundum er ég ekki að gera neitt,“ bætir hann við. Davíð segir starfsfólkið í Bauhaus taka sér mjög vel. „Það er góður andi hérna,“ segir hann og segist vel geta hugsað sér að vinna í Bauhaus þegar hann er útskrifaður úr 10. bekk í Brúarskóla, eða fara í framhaldsskóla.Arna Hrönn Aradóttir, starfsmaður Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts, hefur umsjón með Atvinnutengdu námi af hálfu Reykjavíkurborgar. Hún heldur utan um skráningu, sér til þess að nemendur fái greitt fyrir sína vinnu og er tengiliður við grunnskóla og vinnustaði nemenda. Arna segir að ein rannsókn hafi verið gerð á verkefninu, árið 2013. Þá var könnuð staðan á krökkum sem höfðu lokið námi í grunnskóla og höfðu gengið í gegnum verkefnið. Ungmennin voru spurð í rannsókninni hvernig þau hefðu upplifað verkefnið og hver staða þeirra væri þegar rannsóknin var gerð. „Við vildum vita hvernig þeim fannst þetta verkefni, hvernig þeim leið eftir að þau byrjuðu í verkefninu og hvernig mætingin, líðanin og námsárangurinn hefði batnað,“ segir Arna og bætir við að niðurstaðan hafi orðið sú að nemendum hefði liðið betur eftir að þau byrjuðu. Úrtakið í rannsókninni var 109 nemendur og af þeim tókst að ná í 84. Niðurstaðan var að 60 prósent nemenda sem svöruðu voru í námi, einhverjir voru í vinnu og enn aðrir að gera eitthvað annað. Einungis einn eða tveir höfðu ekkert fyrir stafni og fengu þeir viðeigandi aðstoð. „Það er mjög ánægjulegt að þau fóru öll að gera eitthvað tengt því sem þau fengu að taka þátt í þegar þau voru í atvinnutengda náminu. Þau voru að stefna á kokkanám, þau voru að stefna á leikskólakennara, á háriðn, einhver í bifvélavirkjun og einhver í málmiðn. Öll voru þau að stefna á eitthvað og það er auðvitað það sem við viljum,“ segir Arna. Hún segir að það sé alltaf grunnskólans að meta það hvort barn þurfi á verkefninu að halda og skólinn geti þá mælt með þessu úrræði. „Barnið þarf að uppfylla ákveðin atriði þannig að skólinn fari að mæla með þessu úrræði.“ Arna segir að eftirspurn eftir þátttöku í verkefninu sé mjög mikil. Þess vegna sé mjög mikilvægt að atvinnurekendur sýni því áhuga og séu fúsir til að taka nemendur að sér. Þeir atvinnurekendur sem Fréttablaðið hefur rætt við eru ánægðir með hvernig til hefur tekist og margir þeirra fá nemendur til sín ár eftir ár. Einn þeirra er Ásgeir Bachmann, framkvæmdastjóri Bauhaus. „Þegar vel tekst til þá sér maður ánægða unga einstaklinga sem öðlast sjálfstraust og vilja til að leggja eitthvað af mörkum. Oft er það þannig að unga fólkinu sem nær ekki að sinna skólanum finnst það vera út undan gagnvart jafningjum sínum og jafnöldrum. Það kemur oft ekki með fullt sjálfstraust. Um leið og ungmennin fara að vinna með fullorðnu fólki sem hjálpar því áleiðis með fyrstu skrefin og þau fá síðan verkefni við hæfi þá sjá þau að þau geta þetta líka. Þá kemur trúin og það skiptir miklu máli,“ segir Ásgeir. Hann segir að Bauhaus hafi tekið að sér einn til tvo nemendur á hverju einasta ári. Ásgeir starfaði hjá Byko áður en hann fór til Bauhaus og þar tók hann líka á móti nemendum í tengslum við þetta verkefni. Hann segir flesta einstaklinga hafa komið vel út hjá sér. „En þá skiptir líka máli að foreldrarnir séu jákvæðir fyrir þessu, að börnin fái stuðning fyrir þetta heima fyrir,“ segir Ásgeir og viðurkennir að það sé allur gangur á því hvort börnin fái þennan mikilvæga stuðning heima fyrir. Ásgeir segir starfsmenn vera mjög jákvæða gagnvart verkefninu. Hvort sem það er hér eða í Byko þá hafa starfsmenn aldrei tekið neikvætt í þetta. Þeir hafa bara tekið mjög vel utan um krakkana og hjálpað þeim áleiðis. Það er algjörlega til fyrirmyndar.“ Hann segir dæmi um að börn komi síðar í launuð störf hjá Bauhaus eftir að hafa verið þar í atvinnutengdu námi. „Já, já. Það eru alveg dæmi um það. Þá eru það yfirleitt helgarstörf með skóla og þvíumlíkt.“ Mörgum þeim sem hafa farið í atvinnutengt nám hefur farnast vel á eftir. Einn þeirra er Theódór Páll Theódórsson kokkur, sem ólst upp í Grafarvogi og gekk í Engjaskóla. Hann er með lesblindu og var í sérdeildarbekk í grunnskóla. Hann segir að bóklegt nám hafi aldrei höfðað til sín. „Eina fagið sem mér fannst skemmtilegt í grunnskóla var heimilisfræði. Eftir það langaði mig alltaf til að vinna í eldhúsi og verða kokkur,“ segir Theódór. Hann fékk pláss á Grand Hóteli tvisvar í viku í atvinnutengda náminu. „Ég var á þriðjudögum í eldhúsinu. Þá var ég að hjálpa til með hópa og með undirbúning. Á fimmtudögum var ég meira í bakaríinu með bökurum. Að undirbúa brauðbakstur og svona,“ segir hann. Um leið og Theódór Páll útskrifaðist úr grunnskóla fór hann með ferilskrá og labbaði inn á hvern einasta veitingastað sem hann fann til að leita að vinnu. Hann var um stutta stund á Orange, en hætti fljótlega þar. Eftir það gekk atvinnuleitin ekki eins og best varð á kosið fyrr en Theodór Páll talaði við heimilisfræðikennarann sinn úr grunnskóla sem kom honum að á samning hjá La Primavera. Síðar fylgdi hann eiganda La Primavera yfir í Hörpuna. Hann útskrifaðist sem kokkur árið 2013. Þá sótti hann um starf á Hótel Reynihlíð, þar sem hann var yfirkokkur í tvö og hálft ár. „Að vera tvítugur og yfirkokkur úti á landi, það var svolítið stórt stökk,“ segir hann. Eftir starfið á Hótel Reynihlíð hefur Theodór Páll unnið á Húsavík, Egilsstöðum og víðar. Nú er hann í afleysingum hjá HB Granda og ætlar svo að vera í veiðihúsi við Blöndu í sumar. Theódór Páll lætur mjög vel af atvinnutengda náminu á grunnskólaárunum. „Ég hef séð fullt af fólki sem er í skóla án þess að bóknám henti því og ég veit um fullt af fólki sem hefur flosnað upp frá skóla af því að bóklegi parturinn er erfiður,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira