Finnst alltaf gaman saman Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 10. mars 2018 11:30 Dagný og Ómar eru útivistarfólk og eiga stutt í ósnortna náttúru. Þetta er í fyrsta skipti sem ég er boðaður í viðtal og það undir nafni. Hingað til hef ég bara verið „kærastinn“ eða „kærastinn hennar Dagnýjar“!“ segir Ómar Páll Sigurbjartsson rafvirki hlæjandi um leið og hann hendist út úr RARIK-bíl við heimili sitt á Selfossi. Við höfðum mælt okkur þar mót. Sambýliskona hans, fótboltastjarnan Dagný Brynjarsdóttir, býður okkur velkomin þegar við stígum inn en biður um frest á viðtalinu í nokkrar mínútur meðan hún bursti tennur og þvoi framan úr sér, morgunógleði vegna óléttu sé að hrella hana og nú hafi ferðaþreyta bæst við. Ómar Páll upplýsir að þau séu nýkomin heim eftir tveggja vikna ferðalag til Bandaríkjanna og tímamismunurinn segi líka til sín. Svartur og hvítur köttur mætir okkur, forvitinn, það er Batman. Dagný á hann. „Kettir eru nú hlöðudýr í mínum huga,“ segir Ómar Páll brosandi. „Ég er ekki gæludýramaður en það er Dagný hins vegar.“Búin að æla í 14 vikur Íbúðin þeirra er í raðhúsi á einni hæð í nýju hverfi út með Ölfusánni. Allt í kring er verið að byggja og athygli vekur tveggja hæða hús sem er að rísa skammt utan við stofugluggann. „Þegar við fluttum inn í fyrrasumar höfðum við útsýni hér til Eyrarbakka,“ segir Ómar sem er vanur víðáttu úr Þykkvabænum þar sem hann ólst upp við sveitastörf, einkum kartöflurækt. Dagný er frá Hellu og þau eru búin að vera par í rúm tíu ár. „Ómar var fimmtán og ég sextán þegar við byrjuðum saman. Ég var í Fjölbraut á Selfossi og hann í grunnskóla á Hellu,“ rifjar hún upp. „Við kynntumst náttúrlega í skóla og fótbolta á Hellu og vorum orðin skotin en ekki byrjuð sem kærustupar. Það komst ekkert annað að en fótbolti hjá mér.“ „Það er svo sem enn þannig í dag,“ laumar Ómar inn. Hún kveðst hafa tilkynnt honum þegar þau byrjuðu saman að hann yrði bara að vera númer tvö og hann hefði gengið að því. En hvernig líkar henni þá þetta nýja líf, að vera orðin húsfreyja á Selfossi og eiga von á barni í júlí? „Viltu að ég sé hreinskilin? Mér finnst það mjög erfitt. Vinkonur mínar eiga börn og systkini okkar Ómars, mér fannst það bara nóg, ég ætlaði jú einhvern tíma að eignast barn – en ekki alveg strax. Svo segja allir við mig eftir að ég varð ólétt: „Ó, til hamingju, þetta er yndislegur tími, þú átt eftir að glansa,“ – og ég er búin að æla í fjórtán vikur. Hugsa á hverjum morgni: Hvenær kemur þessi yndislegi tími? Það sem heldur mér gangandi er að þrátt fyrir allt er ég með mikla orku og þarf hreyfingu og þó ég hafi ekki matarlyst hugsa ég: Ég verð að borða svo ég geti farið að æfa.“ Hún kveðst æfa fótbolta tvisvar í viku með stelpunum í meistaraflokki Selfoss. Auk þess lyfti hún þrisvar í viku og reyni að hlaupa einu sinni í viku. Hversu langt fram eftir meðgöngunni er henni ráðlagt að halda þessu áfram? „Ljósmóðirin mín er mikið tengd inn í íþróttaheiminn og hún segir að um leið og ég finni einhver veikleikamerki í grindinni eigi ég að trappa mig niður. Auðvitað verð ég að vera skynsöm og á fótboltaæfingum sleppi ég tæklingum og spila öðruvísi leik en venjulega. En mér finnst geggjað að geta spilað.“ Aðspurður kveðst Ómar ekki hafa teljandi áhyggjur af Dagnýju og fóstrinu heldur treysti dómgreind hennar. „Hún hefur samt lent í að gera aðeins of mikið, meira en líkaminn segir henni að gera,“ bendir hann á og það viðurkennir hún hreinskilnislega. Dagný er atvinnumanneskja í fótbolta, síðustu árin hjá Portland í Bandaríkjunum og kveðst ekki hafa verið tilbúin til að koma alveg strax heim. „En þegar ég komst að því að ég væri ólétt sagði ég við Ómar: Þú verður að lofa að koma með mér út. Þannig að planið er að fara aftur út og hafa Ómar og barnið með. Ég veit enn ekki hvert. Kannski aftur til Portland.“Margir héldu að sambandið mundi ekki þola fjarlægðina og tímamismuninn en annað hefur komið á daginn. Nú eiga þau Dagný og Ómar Páll von á sínu fyrsta barni. Fréttablaðið/EyþórGaman í útivinnu og brasi Ómar starfar hjá RARIK og segir það eiga vel við hann. „Þetta er frábært framhald á því sem ég var vanur að gera í sveitinni, að vera úti í einhverju drullumalli og veseni. Ég hef gaman af því. Pabbi hennar Dagnýjar er hjá RARIK á Hvolsvelli og dró mig með sér í vinnuna í kringum jólin 2012. Nokkrum dögum seinna varð stórtjón á línum í óveðri vestur á Snæfellsnesi, fjöldi staura brotnaði og við vorum viku í viðgerðum í snjó og erfiðum aðstæðum – ekta brasi. Haustið eftir fór ég að læra rafvirkjun og útskrifaðist 2014 frá Tækniskólanum. Er svo að bæta við mig rafiðnfræði og á einn áfanga eftir við Háskólann í Reykjavík. Þar næ ég í meistararéttindi.“ Ómar segir vinnu við háspennulínur geta tekið í. „Ég finn alveg fyrir því að klifra upp í 10 til 20 staura á dag þó ég sé 25 ára og telji mig fullfrískan, meðan helmingi eldri menn, sem hafa unnið við fagið í áratugi, blása ekki úr nös. Það er líka áskorun að fara í viðgerðir í hvaða veðri sem er en það á alveg við mig, að minnsta kosti þar til ég er orðinn illa þreyttur,“ segir hann og kveðst ekki lofthræddur. „En við strákarnir segjum stundum að við séum fallhræddir.“ Nú vil ég vita meira um sambandið. Hvenær sáust þau fyrst? Dagný lítur á Ómar. „Má ég segja? Við mættum á fótboltaæfingu á Hellu, hann líklega sex ára og ég sjö og hann var alveg að drepast úr feimni. Mamma hans var með honum og sagði: „Þarna er Dagný, þú þekkir hana nú.“ Þetta er fyrsta minning mín af honum.“ Hún kveðst yfirleitt hafa verið eina stelpan í fótboltanum á Hellu. Ómar er því spurður hvort hann hafi ekki lent í gríðarlegri samkeppni um hana. „Jú, en Dagný man ekkert eftir því. Hún var bara venjuleg fótboltastelpa – eða eiginlega fótboltastrákur,“ svarar hann. „Já, mér fannst ég bara ein af strákunum,“ viðurkennir hún. „Var ber að ofan alveg þangað til í sjöunda bekk.“fdasdRökræður yfir hafið erfiðar Áður fyrr voru það karlmennirnir sem sigldu og konur sátu heima í festum árum saman. Nú hefur Dagný dvalið mikið erlendis undanfarin ár en Ómar þurft að taka á þolinmæðinni. Hann kveðst samt hafa reynt að heimsækja hana þegar úrslitaleikir voru, hún að útskrifast úr háskólanum eða eitthvað annað stórt var um að vera. Einn veturinn hafi hann líka verið hjá henni í sex mánuði. „Það hafði enginn trú á að sambandið myndi endast – og við á þessum aldri. Auðvitað koma upp árekstrar þegar fólk er svona aðskilið mánuðum og árum saman en einhvern veginn hefur þetta haldið,“ segir hann. Þegar Dagný var á förum út í háskólann í Flórída fyrir rúmum sex árum kveðst hún hafa verið spurð: „Bíddu, ætlið þið ekki að hætta saman áður en þú ferð?“ „Nei,“ svaraði ég. „Ég hætti bara með honum á Skype ef þess þarf.““ En voru þau aldrei hrædd um að hitt héldi framhjá? Dagný er fyrri til svars. „Ég held við séum bæði svo opin að við myndum segja hinu upp áður. Ef ég hefði orðið skotin í strák úti hefði ég bara hringt og sagt: „Ómar, þetta er búið.“ Ég hef alveg verið spurð: „Varstu aldrei með einhverjum öðrum? En eitthvað smá?“ Nei, er svarið.“ Ómar kveðst ekki beint hafa óttast framhjáhald af hennar hálfu. „Auðvitað poppaði stundum upp – hvað ef? Dagný á rosalega marga karlkyns vini því það eru aðallega karlmenn kringum fótboltann þarna úti. Eina kvenfólkið sem hún umgekkst var liðsfélagarnir.“ Hún tekur undir það. „En ég bara ólst mikið upp með strákum og í hópverkefnum í skólum enda ég einhvern veginn alltaf á að vera með strákum. Enda spurði Ómar stundum: „Eru engar stelpur í þessum áföngum með þér?“ Jú, þær voru þarna en mér fannst ég ekki eiga neina samleið með þeim.“ Ómar segir rökræður yfir hafið stundum hafa tekið á. „Það getur bara verið drulluerfitt ef það koma upp vandamál og við erum ekki sammála um eitthvað að geta ekki verið saman að rífast um það, heldur hvort í sinni heimsálfu.“ „Ég gat bara skellt á,“ skýtur Dagný inn í. „Já, þá gat ég ekki hlaupið á eftir henni og útskýrt hlutina heldur þurfti að hringja og hringja. Og mér fannst líka erfitt þegar vel gekk hjá henni að geta ekki verið á leiknum og faðmað hana á eftir og fagnað með henni,“ segir Ómar sem kveðst alltaf hafa reynt að fylgjast með þegar hún var að spila, þó hann þyrfti að vaka á nóttunni til þess. Þau segjast hafa gengið í gegnum samskiptabyltingu í tölvunum. „Fyrst var eitthvert forrit sem hét Viber, eftir það kom Skype, svo Imessage, síðan Facetime, við fylgdum bara þróuninni,“ lýsir Ómar og Dagný tekur við: „Stundum var þetta erfitt út af tímamismuninum. Ég var upptekin þegar Ómar var laus og hann þegar ég var laus. Það gátu alveg liðið þrír dagar þannig að við komumst ekki í símann en þá gátum við alltaf sent SMS. Við reyndum líka að láta ekki líða meira en þrjá mánuði milli þess sem við hittumst. Ef það dróst lengur varð tíminn alltof lengi að líða. Mér fannst það erfiðast.“Við erum bæði ljón, það er stál í stál að sögn stjörnufræðinga, segir Dagný. Vísir/EyþórUrðu vinir fyrst Dagný kveðst alltaf hafa komið heim um jól og auðvitað líka til að spila með landsliðinu og þá hafi Ómar sótt hana á völlinn og verið með henni allan tímann nema leikdag og nóttina fyrir hann. „Ég gat samt ekki bara eytt tíma með honum, ég varð líka að rækta tengslin við fjölskyldu mína og hans, vera með landsliðinu og stundum hitta aðra vini mína. En við vorum eins mikið saman og hægt var. Ómar lenti samt oft í því að vera bara með – hálfgert úti í horni.“ „Það var kannski stundum pirrandi meðan það leið en svo þegar maður hugsar aftur í tímann þá situr það ekkert í mér, enda er ég ekkert eini maðurinn í heiminum hennar Dagnýjar, hún á líka fjölskyldu og vini,“ segir Ómar skilningsríkur. Vilja þau kannski gefa öðrum pörum góð ráð sem eru í fjarbúð? „Ég held að ef fólk er nógu góðir vinir þá gangi þetta upp. Við urðum vinir áður en við urðum kærustupar og það er góð undirstaða,“ segir Dagný. Ómar er sama sinnis. „Okkur finnst alltaf gaman saman. Vissum að einn daginn kæmi að því að fótboltaferillinn tæki enda og þá tæki við aðeins venjulegra líf.“ Hann viðurkennir að hafa beðið þeirrar stundar. „Ég vissi líka að mig langaði að klára skóla, finna mér vinnu og eignast heimili. Nú er það allt komið og við getum ekki verið lengur hvort í sinni heimsálfu eftir að barnið fæðist,“ segir hann en sver einlæglega af sér að hafa beitt einhverju trixi til að Dagný yrði ólétt. „Ég myndi segja frá því ef það væri þannig. Það var sko ekki.“ Dagný kveðst hafa verið að fresta barneignum en forlögin tóku í taumana. „Eftir EM, eftir HM, hugsaði ég og hélt svo að ég gæti lengt frestinn þar til ég legði skóna á hilluna en nú er barnið á leiðinni. Mér finnst ég samt eiga smá inni til að verða betri í boltanum og þykir enn ótrúlega gaman í atvinnumennsku erlendis svo ég stefni ótrauð út – með Ómar og barnið.“ Talið berst að tekjumöguleikum í boltanum og Dagný lýsir reynslu sinni af þeim. „Þegar ég fór frá Val hélt ég til Bandaríkjanna í háskóla, þar sem skólagjöldin voru felld niður vegna þátttöku minnar í fótboltaliði skólans. Önnin kostar svona fimm milljónir og ég fékk allt frítt, bækur, skóla, allt. Það er besti samningur sem ég hugsanlega gat fengið, miðað við kvennabolta. Svo fór ég til Bayern München, það var mjög lélegur samningur og mér líkaði illa bæði þar og í Þýskalandi almennt. Þá fór ég til Portland í Bandaríkjunum og fékk vel borgað.“Bæði dálítið kappsöm Dagný stundar nám í Keili, tók einkaþjálfaranám í fjarnámi þegar hún var úti í atvinnumennsku og nú er það styrktarþjálfun sem hún leggur stund á. „Þetta er ein önn sem ég bæti við mig, bæði bóklegt og verklegt nám. Það bóklega tek ég í fjarnámi en þarf að mæta í Keflavík eða Reykjavík tvær helgar í mánuði til að læra æfingarnar sjálf og hvernig ég á að koma þeim áfram. Ég kann svo sem flestar æfingarnar enda búin að vera lengi í íþróttum en það er verið að fínpússa þær. Ég þarf líka að fara yfir íþrótta- og næringarfræðina til að geta aðstoðað aðra. Svo er ég þjálfari yngri flokka hér á Selfossi. Var að hugsa um að fara að vinna eitthvað en hefði aldrei getað það, miðað við hvað ég er búin að vera lasin á meðgöngunni.“ Spurningu um hvort litið sé á hana sem stjörnu á Selfossi svarar Dagný: „Ég held fólk sé ánægt að hafa mig hér. Þegar ég sagði yfirþjálfara yngri flokkanna af ástandi mínu, áður en við sögðum foreldrum okkar frá því, varð hann mjög glaður, (hlæjandi) lá við að hann fagnaði meira en Ómar!“ „Það fer ekki framhjá manni í búðinni að fólk veit hver hún er,“ segir Ómar. „En það eru allir rosalega almennilegir, bara Íslendingar almennt, þeir eru ekkert að trufla okkur.“ „Það var frekar þegar við vorum á Tene,“ segir Dagný. „Og svo langar yngri krakkana að fá selfí með mér, það er bara ekkert mál.“ Þeim Dagnýju og Ómari líður greinilega vel saman og innt eftir hvernig þau skemmti sér best svarar hann: „Ég held við skemmtum okkur best í Þykkvabænum í einhverju fjórhjólaveseni. „Já, úti að leika okkur og líka í íþróttahúsinu þar,“ segir hún og bætir við brosandi: „En oft þegar við komum heim úr íþróttunum tölum við reyndar ekki saman, það er aðeins of mikil keppni milli okkar. Lilja, mamma hans Ómars, hefur sagt: „Jæja, á ég að búa um í hinu herberginu?““ „Já, við erum bæði dálítið kappsöm,“ viðurkennir Ómar brosandi. „Sérstaklega þegar við erum hvort gegnt öðru. Ef við horfum á íþróttir í sjónvarpinu reynum við að halda ekki með sama liði eða keppnismanneskju, til að hafa smá spennu.“ „Við erum bæði ljón, það er stál í stál að sögn stjörnufræðinga,“ botnar Dagný. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira
Þetta er í fyrsta skipti sem ég er boðaður í viðtal og það undir nafni. Hingað til hef ég bara verið „kærastinn“ eða „kærastinn hennar Dagnýjar“!“ segir Ómar Páll Sigurbjartsson rafvirki hlæjandi um leið og hann hendist út úr RARIK-bíl við heimili sitt á Selfossi. Við höfðum mælt okkur þar mót. Sambýliskona hans, fótboltastjarnan Dagný Brynjarsdóttir, býður okkur velkomin þegar við stígum inn en biður um frest á viðtalinu í nokkrar mínútur meðan hún bursti tennur og þvoi framan úr sér, morgunógleði vegna óléttu sé að hrella hana og nú hafi ferðaþreyta bæst við. Ómar Páll upplýsir að þau séu nýkomin heim eftir tveggja vikna ferðalag til Bandaríkjanna og tímamismunurinn segi líka til sín. Svartur og hvítur köttur mætir okkur, forvitinn, það er Batman. Dagný á hann. „Kettir eru nú hlöðudýr í mínum huga,“ segir Ómar Páll brosandi. „Ég er ekki gæludýramaður en það er Dagný hins vegar.“Búin að æla í 14 vikur Íbúðin þeirra er í raðhúsi á einni hæð í nýju hverfi út með Ölfusánni. Allt í kring er verið að byggja og athygli vekur tveggja hæða hús sem er að rísa skammt utan við stofugluggann. „Þegar við fluttum inn í fyrrasumar höfðum við útsýni hér til Eyrarbakka,“ segir Ómar sem er vanur víðáttu úr Þykkvabænum þar sem hann ólst upp við sveitastörf, einkum kartöflurækt. Dagný er frá Hellu og þau eru búin að vera par í rúm tíu ár. „Ómar var fimmtán og ég sextán þegar við byrjuðum saman. Ég var í Fjölbraut á Selfossi og hann í grunnskóla á Hellu,“ rifjar hún upp. „Við kynntumst náttúrlega í skóla og fótbolta á Hellu og vorum orðin skotin en ekki byrjuð sem kærustupar. Það komst ekkert annað að en fótbolti hjá mér.“ „Það er svo sem enn þannig í dag,“ laumar Ómar inn. Hún kveðst hafa tilkynnt honum þegar þau byrjuðu saman að hann yrði bara að vera númer tvö og hann hefði gengið að því. En hvernig líkar henni þá þetta nýja líf, að vera orðin húsfreyja á Selfossi og eiga von á barni í júlí? „Viltu að ég sé hreinskilin? Mér finnst það mjög erfitt. Vinkonur mínar eiga börn og systkini okkar Ómars, mér fannst það bara nóg, ég ætlaði jú einhvern tíma að eignast barn – en ekki alveg strax. Svo segja allir við mig eftir að ég varð ólétt: „Ó, til hamingju, þetta er yndislegur tími, þú átt eftir að glansa,“ – og ég er búin að æla í fjórtán vikur. Hugsa á hverjum morgni: Hvenær kemur þessi yndislegi tími? Það sem heldur mér gangandi er að þrátt fyrir allt er ég með mikla orku og þarf hreyfingu og þó ég hafi ekki matarlyst hugsa ég: Ég verð að borða svo ég geti farið að æfa.“ Hún kveðst æfa fótbolta tvisvar í viku með stelpunum í meistaraflokki Selfoss. Auk þess lyfti hún þrisvar í viku og reyni að hlaupa einu sinni í viku. Hversu langt fram eftir meðgöngunni er henni ráðlagt að halda þessu áfram? „Ljósmóðirin mín er mikið tengd inn í íþróttaheiminn og hún segir að um leið og ég finni einhver veikleikamerki í grindinni eigi ég að trappa mig niður. Auðvitað verð ég að vera skynsöm og á fótboltaæfingum sleppi ég tæklingum og spila öðruvísi leik en venjulega. En mér finnst geggjað að geta spilað.“ Aðspurður kveðst Ómar ekki hafa teljandi áhyggjur af Dagnýju og fóstrinu heldur treysti dómgreind hennar. „Hún hefur samt lent í að gera aðeins of mikið, meira en líkaminn segir henni að gera,“ bendir hann á og það viðurkennir hún hreinskilnislega. Dagný er atvinnumanneskja í fótbolta, síðustu árin hjá Portland í Bandaríkjunum og kveðst ekki hafa verið tilbúin til að koma alveg strax heim. „En þegar ég komst að því að ég væri ólétt sagði ég við Ómar: Þú verður að lofa að koma með mér út. Þannig að planið er að fara aftur út og hafa Ómar og barnið með. Ég veit enn ekki hvert. Kannski aftur til Portland.“Margir héldu að sambandið mundi ekki þola fjarlægðina og tímamismuninn en annað hefur komið á daginn. Nú eiga þau Dagný og Ómar Páll von á sínu fyrsta barni. Fréttablaðið/EyþórGaman í útivinnu og brasi Ómar starfar hjá RARIK og segir það eiga vel við hann. „Þetta er frábært framhald á því sem ég var vanur að gera í sveitinni, að vera úti í einhverju drullumalli og veseni. Ég hef gaman af því. Pabbi hennar Dagnýjar er hjá RARIK á Hvolsvelli og dró mig með sér í vinnuna í kringum jólin 2012. Nokkrum dögum seinna varð stórtjón á línum í óveðri vestur á Snæfellsnesi, fjöldi staura brotnaði og við vorum viku í viðgerðum í snjó og erfiðum aðstæðum – ekta brasi. Haustið eftir fór ég að læra rafvirkjun og útskrifaðist 2014 frá Tækniskólanum. Er svo að bæta við mig rafiðnfræði og á einn áfanga eftir við Háskólann í Reykjavík. Þar næ ég í meistararéttindi.“ Ómar segir vinnu við háspennulínur geta tekið í. „Ég finn alveg fyrir því að klifra upp í 10 til 20 staura á dag þó ég sé 25 ára og telji mig fullfrískan, meðan helmingi eldri menn, sem hafa unnið við fagið í áratugi, blása ekki úr nös. Það er líka áskorun að fara í viðgerðir í hvaða veðri sem er en það á alveg við mig, að minnsta kosti þar til ég er orðinn illa þreyttur,“ segir hann og kveðst ekki lofthræddur. „En við strákarnir segjum stundum að við séum fallhræddir.“ Nú vil ég vita meira um sambandið. Hvenær sáust þau fyrst? Dagný lítur á Ómar. „Má ég segja? Við mættum á fótboltaæfingu á Hellu, hann líklega sex ára og ég sjö og hann var alveg að drepast úr feimni. Mamma hans var með honum og sagði: „Þarna er Dagný, þú þekkir hana nú.“ Þetta er fyrsta minning mín af honum.“ Hún kveðst yfirleitt hafa verið eina stelpan í fótboltanum á Hellu. Ómar er því spurður hvort hann hafi ekki lent í gríðarlegri samkeppni um hana. „Jú, en Dagný man ekkert eftir því. Hún var bara venjuleg fótboltastelpa – eða eiginlega fótboltastrákur,“ svarar hann. „Já, mér fannst ég bara ein af strákunum,“ viðurkennir hún. „Var ber að ofan alveg þangað til í sjöunda bekk.“fdasdRökræður yfir hafið erfiðar Áður fyrr voru það karlmennirnir sem sigldu og konur sátu heima í festum árum saman. Nú hefur Dagný dvalið mikið erlendis undanfarin ár en Ómar þurft að taka á þolinmæðinni. Hann kveðst samt hafa reynt að heimsækja hana þegar úrslitaleikir voru, hún að útskrifast úr háskólanum eða eitthvað annað stórt var um að vera. Einn veturinn hafi hann líka verið hjá henni í sex mánuði. „Það hafði enginn trú á að sambandið myndi endast – og við á þessum aldri. Auðvitað koma upp árekstrar þegar fólk er svona aðskilið mánuðum og árum saman en einhvern veginn hefur þetta haldið,“ segir hann. Þegar Dagný var á förum út í háskólann í Flórída fyrir rúmum sex árum kveðst hún hafa verið spurð: „Bíddu, ætlið þið ekki að hætta saman áður en þú ferð?“ „Nei,“ svaraði ég. „Ég hætti bara með honum á Skype ef þess þarf.““ En voru þau aldrei hrædd um að hitt héldi framhjá? Dagný er fyrri til svars. „Ég held við séum bæði svo opin að við myndum segja hinu upp áður. Ef ég hefði orðið skotin í strák úti hefði ég bara hringt og sagt: „Ómar, þetta er búið.“ Ég hef alveg verið spurð: „Varstu aldrei með einhverjum öðrum? En eitthvað smá?“ Nei, er svarið.“ Ómar kveðst ekki beint hafa óttast framhjáhald af hennar hálfu. „Auðvitað poppaði stundum upp – hvað ef? Dagný á rosalega marga karlkyns vini því það eru aðallega karlmenn kringum fótboltann þarna úti. Eina kvenfólkið sem hún umgekkst var liðsfélagarnir.“ Hún tekur undir það. „En ég bara ólst mikið upp með strákum og í hópverkefnum í skólum enda ég einhvern veginn alltaf á að vera með strákum. Enda spurði Ómar stundum: „Eru engar stelpur í þessum áföngum með þér?“ Jú, þær voru þarna en mér fannst ég ekki eiga neina samleið með þeim.“ Ómar segir rökræður yfir hafið stundum hafa tekið á. „Það getur bara verið drulluerfitt ef það koma upp vandamál og við erum ekki sammála um eitthvað að geta ekki verið saman að rífast um það, heldur hvort í sinni heimsálfu.“ „Ég gat bara skellt á,“ skýtur Dagný inn í. „Já, þá gat ég ekki hlaupið á eftir henni og útskýrt hlutina heldur þurfti að hringja og hringja. Og mér fannst líka erfitt þegar vel gekk hjá henni að geta ekki verið á leiknum og faðmað hana á eftir og fagnað með henni,“ segir Ómar sem kveðst alltaf hafa reynt að fylgjast með þegar hún var að spila, þó hann þyrfti að vaka á nóttunni til þess. Þau segjast hafa gengið í gegnum samskiptabyltingu í tölvunum. „Fyrst var eitthvert forrit sem hét Viber, eftir það kom Skype, svo Imessage, síðan Facetime, við fylgdum bara þróuninni,“ lýsir Ómar og Dagný tekur við: „Stundum var þetta erfitt út af tímamismuninum. Ég var upptekin þegar Ómar var laus og hann þegar ég var laus. Það gátu alveg liðið þrír dagar þannig að við komumst ekki í símann en þá gátum við alltaf sent SMS. Við reyndum líka að láta ekki líða meira en þrjá mánuði milli þess sem við hittumst. Ef það dróst lengur varð tíminn alltof lengi að líða. Mér fannst það erfiðast.“Við erum bæði ljón, það er stál í stál að sögn stjörnufræðinga, segir Dagný. Vísir/EyþórUrðu vinir fyrst Dagný kveðst alltaf hafa komið heim um jól og auðvitað líka til að spila með landsliðinu og þá hafi Ómar sótt hana á völlinn og verið með henni allan tímann nema leikdag og nóttina fyrir hann. „Ég gat samt ekki bara eytt tíma með honum, ég varð líka að rækta tengslin við fjölskyldu mína og hans, vera með landsliðinu og stundum hitta aðra vini mína. En við vorum eins mikið saman og hægt var. Ómar lenti samt oft í því að vera bara með – hálfgert úti í horni.“ „Það var kannski stundum pirrandi meðan það leið en svo þegar maður hugsar aftur í tímann þá situr það ekkert í mér, enda er ég ekkert eini maðurinn í heiminum hennar Dagnýjar, hún á líka fjölskyldu og vini,“ segir Ómar skilningsríkur. Vilja þau kannski gefa öðrum pörum góð ráð sem eru í fjarbúð? „Ég held að ef fólk er nógu góðir vinir þá gangi þetta upp. Við urðum vinir áður en við urðum kærustupar og það er góð undirstaða,“ segir Dagný. Ómar er sama sinnis. „Okkur finnst alltaf gaman saman. Vissum að einn daginn kæmi að því að fótboltaferillinn tæki enda og þá tæki við aðeins venjulegra líf.“ Hann viðurkennir að hafa beðið þeirrar stundar. „Ég vissi líka að mig langaði að klára skóla, finna mér vinnu og eignast heimili. Nú er það allt komið og við getum ekki verið lengur hvort í sinni heimsálfu eftir að barnið fæðist,“ segir hann en sver einlæglega af sér að hafa beitt einhverju trixi til að Dagný yrði ólétt. „Ég myndi segja frá því ef það væri þannig. Það var sko ekki.“ Dagný kveðst hafa verið að fresta barneignum en forlögin tóku í taumana. „Eftir EM, eftir HM, hugsaði ég og hélt svo að ég gæti lengt frestinn þar til ég legði skóna á hilluna en nú er barnið á leiðinni. Mér finnst ég samt eiga smá inni til að verða betri í boltanum og þykir enn ótrúlega gaman í atvinnumennsku erlendis svo ég stefni ótrauð út – með Ómar og barnið.“ Talið berst að tekjumöguleikum í boltanum og Dagný lýsir reynslu sinni af þeim. „Þegar ég fór frá Val hélt ég til Bandaríkjanna í háskóla, þar sem skólagjöldin voru felld niður vegna þátttöku minnar í fótboltaliði skólans. Önnin kostar svona fimm milljónir og ég fékk allt frítt, bækur, skóla, allt. Það er besti samningur sem ég hugsanlega gat fengið, miðað við kvennabolta. Svo fór ég til Bayern München, það var mjög lélegur samningur og mér líkaði illa bæði þar og í Þýskalandi almennt. Þá fór ég til Portland í Bandaríkjunum og fékk vel borgað.“Bæði dálítið kappsöm Dagný stundar nám í Keili, tók einkaþjálfaranám í fjarnámi þegar hún var úti í atvinnumennsku og nú er það styrktarþjálfun sem hún leggur stund á. „Þetta er ein önn sem ég bæti við mig, bæði bóklegt og verklegt nám. Það bóklega tek ég í fjarnámi en þarf að mæta í Keflavík eða Reykjavík tvær helgar í mánuði til að læra æfingarnar sjálf og hvernig ég á að koma þeim áfram. Ég kann svo sem flestar æfingarnar enda búin að vera lengi í íþróttum en það er verið að fínpússa þær. Ég þarf líka að fara yfir íþrótta- og næringarfræðina til að geta aðstoðað aðra. Svo er ég þjálfari yngri flokka hér á Selfossi. Var að hugsa um að fara að vinna eitthvað en hefði aldrei getað það, miðað við hvað ég er búin að vera lasin á meðgöngunni.“ Spurningu um hvort litið sé á hana sem stjörnu á Selfossi svarar Dagný: „Ég held fólk sé ánægt að hafa mig hér. Þegar ég sagði yfirþjálfara yngri flokkanna af ástandi mínu, áður en við sögðum foreldrum okkar frá því, varð hann mjög glaður, (hlæjandi) lá við að hann fagnaði meira en Ómar!“ „Það fer ekki framhjá manni í búðinni að fólk veit hver hún er,“ segir Ómar. „En það eru allir rosalega almennilegir, bara Íslendingar almennt, þeir eru ekkert að trufla okkur.“ „Það var frekar þegar við vorum á Tene,“ segir Dagný. „Og svo langar yngri krakkana að fá selfí með mér, það er bara ekkert mál.“ Þeim Dagnýju og Ómari líður greinilega vel saman og innt eftir hvernig þau skemmti sér best svarar hann: „Ég held við skemmtum okkur best í Þykkvabænum í einhverju fjórhjólaveseni. „Já, úti að leika okkur og líka í íþróttahúsinu þar,“ segir hún og bætir við brosandi: „En oft þegar við komum heim úr íþróttunum tölum við reyndar ekki saman, það er aðeins of mikil keppni milli okkar. Lilja, mamma hans Ómars, hefur sagt: „Jæja, á ég að búa um í hinu herberginu?““ „Já, við erum bæði dálítið kappsöm,“ viðurkennir Ómar brosandi. „Sérstaklega þegar við erum hvort gegnt öðru. Ef við horfum á íþróttir í sjónvarpinu reynum við að halda ekki með sama liði eða keppnismanneskju, til að hafa smá spennu.“ „Við erum bæði ljón, það er stál í stál að sögn stjörnufræðinga,“ botnar Dagný.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira